„Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 21:46 Antonio Keyshawn Woods átti ekki sinn besta leik á Egilsstöðum. Körfuboltakvöld Frammistaða Antonio Keyshawn Woods í tapi Tindastóls á Egilsstöðum í Subway deild karla í körfubolta á dögunum var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Teitur Örlygsson telur leikmanninn einfaldlega ekki vera það góðan skotmann. „Það var basl hjá Tindastól, sérstaklega sóknarlega. Settu aðeins 69 stig á töfluna og þeim vantaði vissulega lykilpósta og horfa kannski á Keyshawn Woods, erlendan leikmann sinn, sem lausn sóknarlega,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds í fjarveru Kjartans Atla Kjartanssonar. „Hattarmenn gerðu virkilega vel að taka hann út úr leiknum,“ bætti Hörður við áður en Matthías Orri Sigurðarson fékk orðið. „Hann spilar svolítið hægt, þetta er svona áhugaverður karakter fyrir Kana-ígildi. Allt sem hann gerir er mjög vel stjórnað, veit alltaf hvert hann ætlar að fara en það gerist allt mjög hægt. Það gerir [Nemanja] Knezevic kleift að „trappa“ hann hátt upp á þriggja stiga línunni. Það á ekki að geta gerst en hann spilar þannig leik að það auðveldar mönnum á að loka á allar sendingalínur,“ sagði Matthías en Woods var með aðeins sex prósent skotnýtingu í leiknum. „Það skein í gegn að honum leið ekki vel í seinni hálfleik að þurfa að skjóta öllum þessum skotum. Sjálfstraustið var farið,“ sagði Hörður og gaf Teiti Örlygssyni svo orðið. „Hann var ekkert sérstakur í leiknum á undan á móti Njarðvík heldur. Sigtryggur Arnar [Björnsson] var ekki með og eflaust hefur það einhver áhrif á þetta [slakt gengi Woods] en það afsakar ekki að þú brennir af venjulegum skotum. Það virðist eitthvað vera að angra hann.“ Tölfræði Woods í undanförnum leikjum.Körfuboltakvöld „Það sem ég er búinn að sjá af honum, þá virðist hann ekkert vera sérstakur skotmaður. Kemur sér oft í fín færi og er að komast á ágætis staði en nær ekki að klára,“ sagði Teitur jafnframt en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Það var basl hjá Tindastól, sérstaklega sóknarlega. Settu aðeins 69 stig á töfluna og þeim vantaði vissulega lykilpósta og horfa kannski á Keyshawn Woods, erlendan leikmann sinn, sem lausn sóknarlega,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds í fjarveru Kjartans Atla Kjartanssonar. „Hattarmenn gerðu virkilega vel að taka hann út úr leiknum,“ bætti Hörður við áður en Matthías Orri Sigurðarson fékk orðið. „Hann spilar svolítið hægt, þetta er svona áhugaverður karakter fyrir Kana-ígildi. Allt sem hann gerir er mjög vel stjórnað, veit alltaf hvert hann ætlar að fara en það gerist allt mjög hægt. Það gerir [Nemanja] Knezevic kleift að „trappa“ hann hátt upp á þriggja stiga línunni. Það á ekki að geta gerst en hann spilar þannig leik að það auðveldar mönnum á að loka á allar sendingalínur,“ sagði Matthías en Woods var með aðeins sex prósent skotnýtingu í leiknum. „Það skein í gegn að honum leið ekki vel í seinni hálfleik að þurfa að skjóta öllum þessum skotum. Sjálfstraustið var farið,“ sagði Hörður og gaf Teiti Örlygssyni svo orðið. „Hann var ekkert sérstakur í leiknum á undan á móti Njarðvík heldur. Sigtryggur Arnar [Björnsson] var ekki með og eflaust hefur það einhver áhrif á þetta [slakt gengi Woods] en það afsakar ekki að þú brennir af venjulegum skotum. Það virðist eitthvað vera að angra hann.“ Tölfræði Woods í undanförnum leikjum.Körfuboltakvöld „Það sem ég er búinn að sjá af honum, þá virðist hann ekkert vera sérstakur skotmaður. Kemur sér oft í fín færi og er að komast á ágætis staði en nær ekki að klára,“ sagði Teitur jafnframt en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira