Ert þú að fara á landsfund? Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 31. október 2022 18:31 Ef þú ert að fara á landsfund Sjálfstæðisflokksins næstu helgi þá er líklegt að þú, eins og vafalaust margir aðrir, sért ekki búin að ákveða hvort að Guðlaugur eða Bjarni fái atkvæðið þitt. Ég vil hér fara yfir kosningabaráttuna eins og hún blasir við mér. Innantómur hræðsluáróður Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram í bæði opinberum yfirlýsingum og í símtölum við Sjálfstæðisfólk að ríkisstjórnin muni springa verði hann ekki kjörin formaður. Katrín Jakobsdóttir komst hins vegar vel að orði í Reykjavík síðdegis þegar hún sagði orðrétt: „Þetta er bara Sjálfstæðismanna að útkljá“ og tók þar með fyrir þá raulu. Það er ágætt að minna á að ríkisstjórnarsamstarfið byggir á málefnasamningi þriggja flokka, ekki þriggja einstaklinga. Þeir sem fleyta fram þessum áróðri ættu að spyrja sig hvort að ríkisstjórnin myndi springa ef Framsókn myndi velja sér nýjan formann. Við vitum að svarið við því er nei. Því miður hefur orðið vart við það að Bjarni sjálfur og hans nánasta stuðningsfólk dreifi nú þessum hræðsluáróðri til sjálfstæðisfólks. Kannski þarf að minna fólk á það að enginn einn maður er stærri en flokkurinn. Kosningabarátta Bjarna hefur fram til þessa einkennst af því að hann biður ekki um stuðning vegna eigin verðleika, heldur talar um þær „ýmsu hamfarir“ sem munu orsakast af mögulegri formennsku Guðlaugs. Þegar menn reka kosningabaráttu sína á hræðsluáróðri er tvennt sem gæti útskýrt það. Annað hvort ertu ekki með nægilega góða ferilskrá og neyðist því til að mála mótherjann sem verri kost en þig, eða þú hræðist að lúta í lægra haldi og grípur til niðurrifs sem síðasta úrræðis. Hnignandi staða Sjálfstæðisflokksins Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli í of langan tíma. Staðan er sú að eini hægri flokkur landsins mælist nú með á milli 19-22% fylgi í skoðanakönnunum. Að horfast ekki í augu við þá staðreynd er að stinga hausnum í sandinn. Bjarni Benediktsson hefur þjónað landi og þjóð vel sem fjármálaráðherra, en við Sjálfstæðismenn erum ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra. Við erum við að kjósa okkur formann sem getur leitt flokkinn áfram 73% svarenda í könnun Reykjavík Síðdegis í síðustu viku sögðust líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Guðlaug Þór sem formann. Þrátt fyrir það að könnunin sé ekki hávísindaleg, þá gefur hún okkur ágætis mynd af því hvor frambjóðandinn er líklegri til að afla flokknum fylgis. Alls svöruðu 5,700 könnuninni og þar af vildu rúmlega 4,100 sjá Guðlaug í brúnni. Stétt með stétt Kjörorð Sjálfstæðisflokksins voru eitt sinn stétt með stétt og var fylgi hans þverskurður af samfélaginu, hlutfallslega jafn mikið meðal mismunandi hópa óháð samfélagsstöðu. Sú er ekki tíðin lengur. Samkvæmt mælingum hefur flokkurinn misst fylgi sitt meðal lágtekjufólks, sem er nú undir 15%, og meðaltekjufólks sem er hrunið í um það bil 20%, á meðan fylgið helst yfir 40% meðal tekjuhárra. Þróunin hefur átt sér stað með Bjarna Benediktsson við stýrið. Flokkurinn þarf að bæta ásýnd sína og það tekur tíma. Venjulegt fólk, sama inn í hvernig fjölskylduaðstæður það fæðist, á að geta fundið sig í sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisstefnan stuðlar að samfélagi byggt á frelsi, tækifærum og ábyrgð. Samfélagi þar sem allir geta náð langt. Það er að minnsta kosti. ástæðan fyrir því að ég skráði mig í flokkinn, vinn í grasrótinni og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Suðurkjördæmi Ég er Suðurnesjamaður og er lánsamur að eiga mér fólk að víðsvegar um Suðurkjördæmi. Ef þú ert landsfundarfulltrúi frá Suðurkjördæmi þá væri ekki verra að spyrja sig: „Hvernig hefur Bjarni sinnt kjördæminu sem formaður?“. Ef þú hugsar málið, tel ég líklegt að hið augljósa svar sé: Afar illa. Að lokum Þessi pistill er ekki ætlaður til þess að rífa Bjarna niður. Ég hef stutt hann lengi og það er ekki auðveld ákvörðun að styðja ekki formann flokksins. Hins vegar væri glapræði að horfast ekki í augu við staðreyndir. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá fyrsta degi af formennsku hans, fólk sækist í minna mæli eftir því að taka þátt í grasrótinni og það sjá allir að ákveðinn klíkuskapur er farin að hreiðra um sig í flokknum. Þegar fyrirtæki missir markaðshlutdeild sína og það hefur bara gerst undir einum framkvæmdastjóra, þá er kannski kominn tími til að skipta. Höfundur er stjórnarmeðlimur Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ef þú ert að fara á landsfund Sjálfstæðisflokksins næstu helgi þá er líklegt að þú, eins og vafalaust margir aðrir, sért ekki búin að ákveða hvort að Guðlaugur eða Bjarni fái atkvæðið þitt. Ég vil hér fara yfir kosningabaráttuna eins og hún blasir við mér. Innantómur hræðsluáróður Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram í bæði opinberum yfirlýsingum og í símtölum við Sjálfstæðisfólk að ríkisstjórnin muni springa verði hann ekki kjörin formaður. Katrín Jakobsdóttir komst hins vegar vel að orði í Reykjavík síðdegis þegar hún sagði orðrétt: „Þetta er bara Sjálfstæðismanna að útkljá“ og tók þar með fyrir þá raulu. Það er ágætt að minna á að ríkisstjórnarsamstarfið byggir á málefnasamningi þriggja flokka, ekki þriggja einstaklinga. Þeir sem fleyta fram þessum áróðri ættu að spyrja sig hvort að ríkisstjórnin myndi springa ef Framsókn myndi velja sér nýjan formann. Við vitum að svarið við því er nei. Því miður hefur orðið vart við það að Bjarni sjálfur og hans nánasta stuðningsfólk dreifi nú þessum hræðsluáróðri til sjálfstæðisfólks. Kannski þarf að minna fólk á það að enginn einn maður er stærri en flokkurinn. Kosningabarátta Bjarna hefur fram til þessa einkennst af því að hann biður ekki um stuðning vegna eigin verðleika, heldur talar um þær „ýmsu hamfarir“ sem munu orsakast af mögulegri formennsku Guðlaugs. Þegar menn reka kosningabaráttu sína á hræðsluáróðri er tvennt sem gæti útskýrt það. Annað hvort ertu ekki með nægilega góða ferilskrá og neyðist því til að mála mótherjann sem verri kost en þig, eða þú hræðist að lúta í lægra haldi og grípur til niðurrifs sem síðasta úrræðis. Hnignandi staða Sjálfstæðisflokksins Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli í of langan tíma. Staðan er sú að eini hægri flokkur landsins mælist nú með á milli 19-22% fylgi í skoðanakönnunum. Að horfast ekki í augu við þá staðreynd er að stinga hausnum í sandinn. Bjarni Benediktsson hefur þjónað landi og þjóð vel sem fjármálaráðherra, en við Sjálfstæðismenn erum ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra. Við erum við að kjósa okkur formann sem getur leitt flokkinn áfram 73% svarenda í könnun Reykjavík Síðdegis í síðustu viku sögðust líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Guðlaug Þór sem formann. Þrátt fyrir það að könnunin sé ekki hávísindaleg, þá gefur hún okkur ágætis mynd af því hvor frambjóðandinn er líklegri til að afla flokknum fylgis. Alls svöruðu 5,700 könnuninni og þar af vildu rúmlega 4,100 sjá Guðlaug í brúnni. Stétt með stétt Kjörorð Sjálfstæðisflokksins voru eitt sinn stétt með stétt og var fylgi hans þverskurður af samfélaginu, hlutfallslega jafn mikið meðal mismunandi hópa óháð samfélagsstöðu. Sú er ekki tíðin lengur. Samkvæmt mælingum hefur flokkurinn misst fylgi sitt meðal lágtekjufólks, sem er nú undir 15%, og meðaltekjufólks sem er hrunið í um það bil 20%, á meðan fylgið helst yfir 40% meðal tekjuhárra. Þróunin hefur átt sér stað með Bjarna Benediktsson við stýrið. Flokkurinn þarf að bæta ásýnd sína og það tekur tíma. Venjulegt fólk, sama inn í hvernig fjölskylduaðstæður það fæðist, á að geta fundið sig í sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisstefnan stuðlar að samfélagi byggt á frelsi, tækifærum og ábyrgð. Samfélagi þar sem allir geta náð langt. Það er að minnsta kosti. ástæðan fyrir því að ég skráði mig í flokkinn, vinn í grasrótinni og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Suðurkjördæmi Ég er Suðurnesjamaður og er lánsamur að eiga mér fólk að víðsvegar um Suðurkjördæmi. Ef þú ert landsfundarfulltrúi frá Suðurkjördæmi þá væri ekki verra að spyrja sig: „Hvernig hefur Bjarni sinnt kjördæminu sem formaður?“. Ef þú hugsar málið, tel ég líklegt að hið augljósa svar sé: Afar illa. Að lokum Þessi pistill er ekki ætlaður til þess að rífa Bjarna niður. Ég hef stutt hann lengi og það er ekki auðveld ákvörðun að styðja ekki formann flokksins. Hins vegar væri glapræði að horfast ekki í augu við staðreyndir. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá fyrsta degi af formennsku hans, fólk sækist í minna mæli eftir því að taka þátt í grasrótinni og það sjá allir að ákveðinn klíkuskapur er farin að hreiðra um sig í flokknum. Þegar fyrirtæki missir markaðshlutdeild sína og það hefur bara gerst undir einum framkvæmdastjóra, þá er kannski kominn tími til að skipta. Höfundur er stjórnarmeðlimur Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun