Hægt á húsnæðisuppbyggingu til að verja seljendur lúxusíbúða í miðbænum Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 1. nóvember 2022 08:32 Í ársbyrjun 2019 kom út skýrsla átakshóp Þjóðhagsráðs um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu húsnæðismarkaði. Þar var máluð kolsvört mynd af stöðunni á húsnæðismarkaði, miklum húsnæðisskorti og lélegri framleiðni á íslenskum húsbyggingarmarkaði. Í niðurstöðum átakshópsins kom fram að óuppfyllt íbúðaþörf væri á milli 5-8.000 íbúðir. Átakshópurinn mat það einnig svo að sú uppbygging á húsnæðis sem þó var fyrir hendi hentaði ekki eigna- og tekjulágum einstaklingum. Í kjölfar þessara niðurstaðna og að tillögu átakshópsins kynnti ríkisstjórnin svo 40 aðgerðir sem koma áttu ástandi á húsnæðismarkaði í ásættanlegt horf. Í byrjun apríl sama ár tilkynntu stjórnvöld svo að auki stuðning við lífskjarasamning í 38 liðum. Allar þessar tillögur sem unnar voru í samstarfi stjórnvalda og hagsmunasamtaka, ásamt embættismönnum og sérfræðingum tóku mið af þeim áþreifanlegum húsnæðisskorti sem birtist hvað skýrast á höfuðborgarsvæðinu. Það þótti því skjóta skökku við að yfirvöld í Reykjavík undir stjórn núverandi borgarstjóra Dags B. Eggertssonar hafi ákveðið að draga úr húsnæðisuppbygginigu í borginni í kjölfarið. Það skyldu eflaust flestir ætla að viðbrögð við skorti á húsnæði þýddi áhersla á aukið framboð, en því var ekki að skipta hjá þáverandi meirihluta í borginni. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að hægja snarlega á húsnæðisuppbyggingu á ársbyrjun 2019 með þeim afleiðingum að íbúðum í Reykjavík fjölgaði aðeins um fimm hundruð fram til ársloka, eða einungis um fimmtíu prósent af þörfinni miðað við fólksfjölgun. Á árunum 2008 til 2014 voru fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í Reykjavík, eða eitt einungis hundrað búðir á ári sem skildi eftir sig gríðarlegan skort. Frá 2014 og fram til ársloka 2018 voru tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í borginni eða að meðaltali sex hundruð og fjörutíu hvert ár. Ástæðan sem gefin var fyrir þessum viðsnúningi hjá borgaryfirvöldum sem þýddi að ganga átti þvert á greiningar og áætlanir stjórnvalda var sú að tveir af viðskiptabönkunum ásamt byggingaraðilum og fasteignasölum töldu offramboð á dýru húsnæði í miðborginni vera að myndast. Til að bregðast við því töldu borgaryfirvöld best að draga úr almennri uppbyggingu þangað til að þessar íbúðir finndu kaupendur. Þetta hafði þau áhrif að húsnæðisverð hækkaði gífurlega og húsaleiga í kjölfarið. Húsnæðisstefna þáverandi meirihluta árið 2019 gekk því út á að verja fjárfesta og byggingaraðila sem stóðu að byggingu lúxusíbúða í miðbænum, á margumtöluðum þéttingareitum en láta almenning og ekki síst leigjendur borga fyrir það. Hækkun á húsaleigu í kjölfarið endaði svo að mestu leyti í vösum sömu fjárfesta, þeirra sem ríktu og ríkja enn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Meðalfermetraverð á leigumarkaði í Reykjavík hækkaði um hundrað og fimmtíu krónur á mánuði árið 2018. Árið 2019 varð hækkunin þrjú hundruð krónur, hækkun á húsaleigu jókst því um hundrað prósent á milli ára. Þessi umfram hækkun má rekja beint til ákvarðana borgaryfirvalda um að hægja á uppbyggingu húsnæðis og auka þrýsting á leigumarkaðnum í kjölfarið. Aukakostnaður leigjenda í Reykjavík vegna þessa varð 2.1 milljarður fyrir árið 2019 eða 144.000 kr fyrir hverja meðal-íbúð á leigumarkaðnum. Á leigumarkaði í Reykjavík eru um það bil fjórtán þúsund íbúðir og meðalstærð þeirra er 80 fermetrar. Það gera tæplega 1.2 milljón fermetra sem margfaldast með þeirri umframhækkun sem varð árið 2019. Niðurstaðan er ljós, með ákvörðun sinni um að verja fjárfesta á lúxusíbúðamarkaðnum sköðuðu borgaryfirvöld velferð og framfærslu þúsunda fjölskyldna í Reykjavík. Það var sem sagt offramboð á lúxusíbúðum í miðbænum árið 2019 sem notuð var sem átylla fyrir að hægja á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni með áðurnefndum afleiðingum. Þessi afstaða kom berlega í ljós fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar að fulltrúar meirihlutans báru ítrekað við offramboði á húsnæðismarkaði þegar þau voru spurð um ástæðuna fyrir því að dregið var úr uppbyggingu árið 2019. Enn í dag bólar ekkert á yfirsjón þeirri sem ætla mætti að kæmi í kjölfar þess heimatilbúna ástands sem ýkti neyð láglaunafólks í borginni. Hingað til hefur núverandi borgarstjóri þvertekið fyrir að Reykjavíkurborg komi sér sjálf fyrir á húsbyggingamarkaði og auki framboð, né hefur hann léð máls á því að leigjendur fái leiðréttingu vegna ákvarðana hans, þeir sem borga hvað hæst fyrir þessa þjónkun við fjárfesta. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2019 kom út skýrsla átakshóp Þjóðhagsráðs um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu húsnæðismarkaði. Þar var máluð kolsvört mynd af stöðunni á húsnæðismarkaði, miklum húsnæðisskorti og lélegri framleiðni á íslenskum húsbyggingarmarkaði. Í niðurstöðum átakshópsins kom fram að óuppfyllt íbúðaþörf væri á milli 5-8.000 íbúðir. Átakshópurinn mat það einnig svo að sú uppbygging á húsnæðis sem þó var fyrir hendi hentaði ekki eigna- og tekjulágum einstaklingum. Í kjölfar þessara niðurstaðna og að tillögu átakshópsins kynnti ríkisstjórnin svo 40 aðgerðir sem koma áttu ástandi á húsnæðismarkaði í ásættanlegt horf. Í byrjun apríl sama ár tilkynntu stjórnvöld svo að auki stuðning við lífskjarasamning í 38 liðum. Allar þessar tillögur sem unnar voru í samstarfi stjórnvalda og hagsmunasamtaka, ásamt embættismönnum og sérfræðingum tóku mið af þeim áþreifanlegum húsnæðisskorti sem birtist hvað skýrast á höfuðborgarsvæðinu. Það þótti því skjóta skökku við að yfirvöld í Reykjavík undir stjórn núverandi borgarstjóra Dags B. Eggertssonar hafi ákveðið að draga úr húsnæðisuppbygginigu í borginni í kjölfarið. Það skyldu eflaust flestir ætla að viðbrögð við skorti á húsnæði þýddi áhersla á aukið framboð, en því var ekki að skipta hjá þáverandi meirihluta í borginni. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að hægja snarlega á húsnæðisuppbyggingu á ársbyrjun 2019 með þeim afleiðingum að íbúðum í Reykjavík fjölgaði aðeins um fimm hundruð fram til ársloka, eða einungis um fimmtíu prósent af þörfinni miðað við fólksfjölgun. Á árunum 2008 til 2014 voru fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í Reykjavík, eða eitt einungis hundrað búðir á ári sem skildi eftir sig gríðarlegan skort. Frá 2014 og fram til ársloka 2018 voru tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í borginni eða að meðaltali sex hundruð og fjörutíu hvert ár. Ástæðan sem gefin var fyrir þessum viðsnúningi hjá borgaryfirvöldum sem þýddi að ganga átti þvert á greiningar og áætlanir stjórnvalda var sú að tveir af viðskiptabönkunum ásamt byggingaraðilum og fasteignasölum töldu offramboð á dýru húsnæði í miðborginni vera að myndast. Til að bregðast við því töldu borgaryfirvöld best að draga úr almennri uppbyggingu þangað til að þessar íbúðir finndu kaupendur. Þetta hafði þau áhrif að húsnæðisverð hækkaði gífurlega og húsaleiga í kjölfarið. Húsnæðisstefna þáverandi meirihluta árið 2019 gekk því út á að verja fjárfesta og byggingaraðila sem stóðu að byggingu lúxusíbúða í miðbænum, á margumtöluðum þéttingareitum en láta almenning og ekki síst leigjendur borga fyrir það. Hækkun á húsaleigu í kjölfarið endaði svo að mestu leyti í vösum sömu fjárfesta, þeirra sem ríktu og ríkja enn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Meðalfermetraverð á leigumarkaði í Reykjavík hækkaði um hundrað og fimmtíu krónur á mánuði árið 2018. Árið 2019 varð hækkunin þrjú hundruð krónur, hækkun á húsaleigu jókst því um hundrað prósent á milli ára. Þessi umfram hækkun má rekja beint til ákvarðana borgaryfirvalda um að hægja á uppbyggingu húsnæðis og auka þrýsting á leigumarkaðnum í kjölfarið. Aukakostnaður leigjenda í Reykjavík vegna þessa varð 2.1 milljarður fyrir árið 2019 eða 144.000 kr fyrir hverja meðal-íbúð á leigumarkaðnum. Á leigumarkaði í Reykjavík eru um það bil fjórtán þúsund íbúðir og meðalstærð þeirra er 80 fermetrar. Það gera tæplega 1.2 milljón fermetra sem margfaldast með þeirri umframhækkun sem varð árið 2019. Niðurstaðan er ljós, með ákvörðun sinni um að verja fjárfesta á lúxusíbúðamarkaðnum sköðuðu borgaryfirvöld velferð og framfærslu þúsunda fjölskyldna í Reykjavík. Það var sem sagt offramboð á lúxusíbúðum í miðbænum árið 2019 sem notuð var sem átylla fyrir að hægja á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni með áðurnefndum afleiðingum. Þessi afstaða kom berlega í ljós fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar að fulltrúar meirihlutans báru ítrekað við offramboði á húsnæðismarkaði þegar þau voru spurð um ástæðuna fyrir því að dregið var úr uppbyggingu árið 2019. Enn í dag bólar ekkert á yfirsjón þeirri sem ætla mætti að kæmi í kjölfar þess heimatilbúna ástands sem ýkti neyð láglaunafólks í borginni. Hingað til hefur núverandi borgarstjóri þvertekið fyrir að Reykjavíkurborg komi sér sjálf fyrir á húsbyggingamarkaði og auki framboð, né hefur hann léð máls á því að leigjendur fái leiðréttingu vegna ákvarðana hans, þeir sem borga hvað hæst fyrir þessa þjónkun við fjárfesta. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun