„Skóli án söngs er eins og regnbogi án lita“ Kristín Valsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 07:00 Nú er ég nýstaðin upp frá upphafi þings Kennarasambands Íslands á Grand hóteli í Reykjavík. Þar héldu góðar ræður ráðherrann, framáfólk KÍ, BSRB og erlendir gestir. Það sem hins vegar sló í gegn og sló vonandi tóninn fyrir þingstörfin næstu daga var hljómsveitin Espólín. Hana skipa sjö 11 til 12 ára krakkar sem eru í námi í MIÐSTÖÐINNI. Það er sameiginleg rytmadeild Tónlistarskólans í Grafarvogi og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Um leið og mitt gamla tónmenntakennarahjarta þandist út af spilagleði, frábærri spilamennsku og orku krakkanna þá læddist sorgin inn. Sorg yfir því að það eru svo mörg börn sem fara á mis við þessa gleði. Óviðunandi staða Staðreyndin er nefninlega sú að það vantar tónmenntakennara í fjölmarga grunnskóla um allt land. Nær vikulega fæ ég sem deildarforseti listkennsludeildar við LHÍ fyrirspurnir frá skólastjórum og kennurum um hvort ég viti af einhverjum sem gæti tekið að sér að kenna tónmennt. Þessum fyrirspurnum fer fjölgandi og því miður get ég sjaldan bent á kandídat í starfið. Í samtali við starfandi tónmenntakennara koma fram miklar áhyggjur af því að stéttin sé að deyja út. Þetta er óviðunandi fyrir börnin okkar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga þau rétt á að fá að sækja tónmenntatíma í sínu grunnnámi. Af hverju? Ástæður þess að ekki fæst fólk til þessara brýnu verka eru nokkrar að mínu mati. Í fyrsta lagi erum við háskólafólkið ekki að útskrifa nógu marga kennara með þetta sérsvið. Það að ekki sæki fleiri í námið á efalaust rætur í mörgu og það geta verið að hluta sömu ástæður og valda því að kennarar eru að gefast upp á starfinu. Ein þeirra eru verri kjör en áður þar sem þeir eru settir skör neðar en umsjónakennarar. Þá er ekki tekið tillit til að þeir taka á móti stórum hluta nemenda í hverjum skóla í hverri viku, hafa umsjón með hljóðfærum og oft á tíðum samsöng og jólaskemmtunum. Einnig eru viðhorf í samfélaginu og hugsanlega hjá sumum skólastjórendum þeim ekki í vil, að þeim finnist tónmennt sé ekki mikilvæg grein. En hvað græðum við? Að fá að syngja og mússísera með öðrum er gjöf. Það er fátt sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur sem sameinar á jafn áreynslulausan hátt vitræna, félagslega og tilfinningalega þætti. Í gegnum tónsköpun og söng tengjumst við fólki og sjálfum okkur, upplifum allskyns tilfinningar sem við upplifum sjaldan nema í gegnum tónlistina og við þurfum að læra rytma, hljómfall og líka texta ef um söng er ræða. Eitt af því sem töluvert hefur verið rannsakað eru tengsl milli tónlistarþjálfunar og tilfinningar fyrir tungumálinu. Í allri umræðunni sem verið um læsi má benda á þá staðreynd að þjálfun í hrynjanda og takti hefur bein áhrif á hæfileika okkar til að tengjast tungumálinu – ég tala nú ekki um ef við erum að syngja og læra texta utanbókar. Ég skora hér með á yfirvöld, kennarasamtök og okkur háskólafólkið að taka höndum saman og gera átak í tónmenntakennslu í grunnskólum. Börnin okkar eiga það skilið. Fyllum skólana af tónlist því og eins kemur fram í fyrirsögn þessara þanka, sem fengin er frá skólastjóra á Vesturlandi, þá eru skólar án söngs eins og regnbogi án lita. p.s. Þau sem vilja sjá þetta frábæra unga tónlistarfólk í Espólín geta smellt á þennan tengil og farið á tímasetningarnar 35:45, aftur á 1:45:25 og loks 1:51:25 og séð þar og heyrt hversu svakalega flink þau eru. Höfundur er tónmenntakennari og deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla - og menntamál Tónlistarnám Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nú er ég nýstaðin upp frá upphafi þings Kennarasambands Íslands á Grand hóteli í Reykjavík. Þar héldu góðar ræður ráðherrann, framáfólk KÍ, BSRB og erlendir gestir. Það sem hins vegar sló í gegn og sló vonandi tóninn fyrir þingstörfin næstu daga var hljómsveitin Espólín. Hana skipa sjö 11 til 12 ára krakkar sem eru í námi í MIÐSTÖÐINNI. Það er sameiginleg rytmadeild Tónlistarskólans í Grafarvogi og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Um leið og mitt gamla tónmenntakennarahjarta þandist út af spilagleði, frábærri spilamennsku og orku krakkanna þá læddist sorgin inn. Sorg yfir því að það eru svo mörg börn sem fara á mis við þessa gleði. Óviðunandi staða Staðreyndin er nefninlega sú að það vantar tónmenntakennara í fjölmarga grunnskóla um allt land. Nær vikulega fæ ég sem deildarforseti listkennsludeildar við LHÍ fyrirspurnir frá skólastjórum og kennurum um hvort ég viti af einhverjum sem gæti tekið að sér að kenna tónmennt. Þessum fyrirspurnum fer fjölgandi og því miður get ég sjaldan bent á kandídat í starfið. Í samtali við starfandi tónmenntakennara koma fram miklar áhyggjur af því að stéttin sé að deyja út. Þetta er óviðunandi fyrir börnin okkar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga þau rétt á að fá að sækja tónmenntatíma í sínu grunnnámi. Af hverju? Ástæður þess að ekki fæst fólk til þessara brýnu verka eru nokkrar að mínu mati. Í fyrsta lagi erum við háskólafólkið ekki að útskrifa nógu marga kennara með þetta sérsvið. Það að ekki sæki fleiri í námið á efalaust rætur í mörgu og það geta verið að hluta sömu ástæður og valda því að kennarar eru að gefast upp á starfinu. Ein þeirra eru verri kjör en áður þar sem þeir eru settir skör neðar en umsjónakennarar. Þá er ekki tekið tillit til að þeir taka á móti stórum hluta nemenda í hverjum skóla í hverri viku, hafa umsjón með hljóðfærum og oft á tíðum samsöng og jólaskemmtunum. Einnig eru viðhorf í samfélaginu og hugsanlega hjá sumum skólastjórendum þeim ekki í vil, að þeim finnist tónmennt sé ekki mikilvæg grein. En hvað græðum við? Að fá að syngja og mússísera með öðrum er gjöf. Það er fátt sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur sem sameinar á jafn áreynslulausan hátt vitræna, félagslega og tilfinningalega þætti. Í gegnum tónsköpun og söng tengjumst við fólki og sjálfum okkur, upplifum allskyns tilfinningar sem við upplifum sjaldan nema í gegnum tónlistina og við þurfum að læra rytma, hljómfall og líka texta ef um söng er ræða. Eitt af því sem töluvert hefur verið rannsakað eru tengsl milli tónlistarþjálfunar og tilfinningar fyrir tungumálinu. Í allri umræðunni sem verið um læsi má benda á þá staðreynd að þjálfun í hrynjanda og takti hefur bein áhrif á hæfileika okkar til að tengjast tungumálinu – ég tala nú ekki um ef við erum að syngja og læra texta utanbókar. Ég skora hér með á yfirvöld, kennarasamtök og okkur háskólafólkið að taka höndum saman og gera átak í tónmenntakennslu í grunnskólum. Börnin okkar eiga það skilið. Fyllum skólana af tónlist því og eins kemur fram í fyrirsögn þessara þanka, sem fengin er frá skólastjóra á Vesturlandi, þá eru skólar án söngs eins og regnbogi án lita. p.s. Þau sem vilja sjá þetta frábæra unga tónlistarfólk í Espólín geta smellt á þennan tengil og farið á tímasetningarnar 35:45, aftur á 1:45:25 og loks 1:51:25 og séð þar og heyrt hversu svakalega flink þau eru. Höfundur er tónmenntakennari og deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar