Getur ekki upplýst um stöðu föður ríkislögreglustjóra í hryðjuverkarannsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 12:00 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist ekki geta upplýst um stöðu Guðjóns í rannsókninni. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari segist ekki geta gefið upp hvaða stöðu faðir ríkislögreglustjóra hefur í rannsókn embættisins á meintri tilraun til hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að nafn föður hans var nefnt við skýrslutöku sakborninga. Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni Valdimarssyni, vopnasala og föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Við snögga yfirferð yfir vefsíðu vopnasölu Guðjóns má sjá að hann er umsvifamikill í vopnasölu. Þar má bæði finna safngripi en einnig skammbyssur og riffla sem til þarf svokölluð B og D leyfi til að kaupa. Á sölulistanum má bæði finna hálfsjálfvirkar skammbyssur og minnst einn hálfsjálfvirkan riffil. Gerðu húsleit heima hjá Guðjóni Á blaðamannafundi í lok september var greint frá því að ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í haust vegna vanhæfis og málið fært á borð héraðssaksóknara. Í ljós kom að nafn föður Sigríðar Bjarkar hafði komið upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu og að daginn fyrir blaðamannafundinn hafi húsleit verið gerð heima hjá Guðjóni Varðandi þessi tengsl föður ríkislögreglustjóra, er hann til einhverrar rannsóknar hjá ykkur vegna þessara tengsla sem komu þarna upp? „Ég get eiginlega ekki sagt neitt til um það núna. Ég get ekki upplýst nákvæmlega hvernig hans vinkill er inni í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Þá hefur ekki náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvort meint sala Guðjóns á ólöglegum vopnum verði tekin til rannsóknar. Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni Valdimarssyni, vopnasala og föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Við snögga yfirferð yfir vefsíðu vopnasölu Guðjóns má sjá að hann er umsvifamikill í vopnasölu. Þar má bæði finna safngripi en einnig skammbyssur og riffla sem til þarf svokölluð B og D leyfi til að kaupa. Á sölulistanum má bæði finna hálfsjálfvirkar skammbyssur og minnst einn hálfsjálfvirkan riffil. Gerðu húsleit heima hjá Guðjóni Á blaðamannafundi í lok september var greint frá því að ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í haust vegna vanhæfis og málið fært á borð héraðssaksóknara. Í ljós kom að nafn föður Sigríðar Bjarkar hafði komið upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu og að daginn fyrir blaðamannafundinn hafi húsleit verið gerð heima hjá Guðjóni Varðandi þessi tengsl föður ríkislögreglustjóra, er hann til einhverrar rannsóknar hjá ykkur vegna þessara tengsla sem komu þarna upp? „Ég get eiginlega ekki sagt neitt til um það núna. Ég get ekki upplýst nákvæmlega hvernig hans vinkill er inni í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Þá hefur ekki náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvort meint sala Guðjóns á ólöglegum vopnum verði tekin til rannsóknar.
Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10
Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51