Hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2022 15:57 Frímann Emill Ingimundarson hefur tjáð hjúkrunarfólki að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vilji hann ekki að endurlífgun verði reynd. Frímann Emil Ingimundarson er 82 ára floga- og hjartveikur karlmaður sem glímir við ólæknandi beinkrabba á lokastigi. Hann hefur loksins gefið eftir í baráttu sinni fyrir að fara ekki á hjúkrunarheimili. Hann þykir aftur á móti of heilsuhraustur til að uppfylla skilyrði fyrir innlögn. Frímann hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi. Matthías Ægisson, hálfbróðir og nánasti aðstandandi Frímanns Egils, fékk símtal frá hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum á mánudag. Hann deildi reynslu þeirra bræðranna í færslu á Facebook í gær. „Frímann er svo heilsuhraustur að hann myndi aldrei uppfylla skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili,“ hefur Matthías eftir hjúkrunarfræðingnum. Frímann myndi aldrei standast hæfnismat. Matthías segir þessi orð hafa níst hjarta hans. Síaukin flogaköst, endurteknar ferðir með sjúkrabíl á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild eftir köst eða með verk fyrir hjarta. Það skipti ekki máli. „Hann er bara svo flottur og ber sig svo vel.“ Hefur misst alla lífslöngun Matthías segist ekki beina reiði sinni að hjúkrunarfræðingnum. „Hún sýndi undrun minni skilning þar sem ég skil ekki að 82 ára einstaklingur með ólæknandi krabbamein á lokastigi og ýmsa aðra kvilla geti verið heilsuhrastur og svo heilsuhraustur að hann „myndi aldrei uppfylla“ skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili. Hún sagði að svona væri kerfið,“ segir Matthías. Matthías hafi bent hjúkrunarfræðingnum á að Frímann beri ekki tilfinningar sínar á torg. „Andleg vanlíðan er ekki eitthvað sem fólk flíkar en hún er til staðar hjá bróður mínum í ríkum mæli og hefur svartnættið orðið það mikið að hann hefur misst alla lífslöngun,“ segir Matthías. Hann segist ekki sáttur við heilbrigðiskerfi sem telji dauðvona, fárveikt fólk með sjálfsvígshugsanir heilsuhraust og flott. Auk þess að gera því í raun ómögulegt að fá að verja síðustu augnablikum lífsins við mannsæmandi aðstæður. Matthías segist hafa horft á eftir tveimur bræðrum sem báðir fengu krabbamein. Lést nokkrum dögum eftir samþykki „Annar fékk að lokum inni á hjúkrunarheimili, hinn ekki fyrr en nefnd sem kom saman tvisvar í mánuði úti á landi hafði hist á fundi og náðarsamlega samþykkt að hann fengi að verja síðustu dögum ævinnar á hjúkrunarheimili sem var nokkurn veginn beint á móti húsinu sem hann bjó í ásamt nokkrum vistmönnum. Það tók nokkrar vikur að fá samþykkið og bróðir minn kvaddi stuttu síðar,“ segir Matthías. Raunar aðeins nokkrum dögum síðar. Matthías hefur miklar áhyggjur af bróður sínum sem hefur dvalið á hjartadeild undanfarið. „Spurningin er hvort hann fái flogakast í vikunni eða næstu. Stundum slasast hann illa ef hann fellur beint á andlitið eða aftur fyrir sig. Í einu kastinu fyrir nokkrum árum mölbraut hann á sér hægri öxl. Þá verður hringt á sjúkrabíl, hann fluttur á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild,“ segir Matthías. Líklega verði 1-2 lítrum af vatni tappað af gollurhúsi eða lungum, lyfjasamsetning endurskoðuð og „heilsuhrausti“ bróðir hans svo sendur heim því hann sé svo hraustur og flottur og beri sig vel. „Það hefur þurft að endurlífga heilsuhrausta bróður minn en nú hefur hann látið hjúkrunarfólk vita að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vill hann ekki lengur að endurlífgun verði reynd. Ég lái honum það ekki.“ Fréttastofa náði stuttlega tali af Matthíasi í dag. Þá var hann að aðstoða bróður sinn Frímann við útskrift af Landspítalanum. Frásögn Matthíasar hefur vakið mikla athygli og er í mikilli dreifingu á Facebook. Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Matthías Ægisson, hálfbróðir og nánasti aðstandandi Frímanns Egils, fékk símtal frá hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum á mánudag. Hann deildi reynslu þeirra bræðranna í færslu á Facebook í gær. „Frímann er svo heilsuhraustur að hann myndi aldrei uppfylla skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili,“ hefur Matthías eftir hjúkrunarfræðingnum. Frímann myndi aldrei standast hæfnismat. Matthías segir þessi orð hafa níst hjarta hans. Síaukin flogaköst, endurteknar ferðir með sjúkrabíl á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild eftir köst eða með verk fyrir hjarta. Það skipti ekki máli. „Hann er bara svo flottur og ber sig svo vel.“ Hefur misst alla lífslöngun Matthías segist ekki beina reiði sinni að hjúkrunarfræðingnum. „Hún sýndi undrun minni skilning þar sem ég skil ekki að 82 ára einstaklingur með ólæknandi krabbamein á lokastigi og ýmsa aðra kvilla geti verið heilsuhrastur og svo heilsuhraustur að hann „myndi aldrei uppfylla“ skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili. Hún sagði að svona væri kerfið,“ segir Matthías. Matthías hafi bent hjúkrunarfræðingnum á að Frímann beri ekki tilfinningar sínar á torg. „Andleg vanlíðan er ekki eitthvað sem fólk flíkar en hún er til staðar hjá bróður mínum í ríkum mæli og hefur svartnættið orðið það mikið að hann hefur misst alla lífslöngun,“ segir Matthías. Hann segist ekki sáttur við heilbrigðiskerfi sem telji dauðvona, fárveikt fólk með sjálfsvígshugsanir heilsuhraust og flott. Auk þess að gera því í raun ómögulegt að fá að verja síðustu augnablikum lífsins við mannsæmandi aðstæður. Matthías segist hafa horft á eftir tveimur bræðrum sem báðir fengu krabbamein. Lést nokkrum dögum eftir samþykki „Annar fékk að lokum inni á hjúkrunarheimili, hinn ekki fyrr en nefnd sem kom saman tvisvar í mánuði úti á landi hafði hist á fundi og náðarsamlega samþykkt að hann fengi að verja síðustu dögum ævinnar á hjúkrunarheimili sem var nokkurn veginn beint á móti húsinu sem hann bjó í ásamt nokkrum vistmönnum. Það tók nokkrar vikur að fá samþykkið og bróðir minn kvaddi stuttu síðar,“ segir Matthías. Raunar aðeins nokkrum dögum síðar. Matthías hefur miklar áhyggjur af bróður sínum sem hefur dvalið á hjartadeild undanfarið. „Spurningin er hvort hann fái flogakast í vikunni eða næstu. Stundum slasast hann illa ef hann fellur beint á andlitið eða aftur fyrir sig. Í einu kastinu fyrir nokkrum árum mölbraut hann á sér hægri öxl. Þá verður hringt á sjúkrabíl, hann fluttur á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild,“ segir Matthías. Líklega verði 1-2 lítrum af vatni tappað af gollurhúsi eða lungum, lyfjasamsetning endurskoðuð og „heilsuhrausti“ bróðir hans svo sendur heim því hann sé svo hraustur og flottur og beri sig vel. „Það hefur þurft að endurlífga heilsuhrausta bróður minn en nú hefur hann látið hjúkrunarfólk vita að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vill hann ekki lengur að endurlífgun verði reynd. Ég lái honum það ekki.“ Fréttastofa náði stuttlega tali af Matthíasi í dag. Þá var hann að aðstoða bróður sinn Frímann við útskrift af Landspítalanum. Frásögn Matthíasar hefur vakið mikla athygli og er í mikilli dreifingu á Facebook.
Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent