Seldi fyrst, stal svo en afhenti aldrei góssið Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2022 16:18 Héraðsdómur Suðurlands er staðsettur í Miðgarði á Selfossi. Vísir/Vilhelm Rúmlega tvítugur karlmaður var á mánudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og peningaþvætti. Einkaréttarkrafa Íslenskra aðalverktaka var felld niður þar sem enginn á þeirra vegum sótti þing við þingfestingu málsins. Maðurinn var ákærður þann 9. febrúar síðastliðinn fyrir brot sín. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa í tvígang farið inn á vinnusvæði Íslenskra aðalverktaka við Gljúfurholtsá við Suðurlandsveg í Ölfusi og stolið þaðan samtals 166 stykkjum af Doka-plötum. Plöturnar eru af stærðinni 50 x 300 sentimetrar og áætlað verðmæti þeirra rúmlega ein og hálf milljón króna. Skömmu áður en hann stal plötunum hafði hann auglýst svipaðar plötur til sölu á Facebook undir notendanafninu „Ás Byggingar Og Iðnaður“. Annar maður samþykkti að kaupa 110 stykki af plötunum og eitt þúsund zetur fyrir 317 þúsund króna. Doka plötur eru notaðar í byggingariðnaði.Doka Sama kvöld og hann fékk greitt frá manninum sem vildi kaupa plöturnar fór hann í hraðbanka í Hveragerði og tók 250 þúsund krónur út af bankareikningi sínum. Þannig svipti hann löglegum eiganda þeirra möguleika á að endurheimta fjármunina. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa nota þær 67 þúsund krónur sem eftir voru inni á bankareikning hans. Maðurinn kom fyrir dómi þann 7. október síðastliðinn og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Samkvæmt sakavottorði mannsins hafði hann ellefu sinnum áður sætt refsingu, þar af fimm sinnum vegna auðgunarbrota, nú síðast í maí árið 2021. Með teknu tilliti til sakaferils hans var metið sem svo að ekki þætti efni til að skilorðsbinda refsingu mannsins. Hann þarf því að dvelja í 45 daga í fangelsi. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu 85 þúsund krónum. Einnig þarf hann að greiða þóknun skipaðs verjanda síns sem hljóðar upp á 675 þúsund krónur. Dómsmál Hveragerði Ölfus Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður þann 9. febrúar síðastliðinn fyrir brot sín. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa í tvígang farið inn á vinnusvæði Íslenskra aðalverktaka við Gljúfurholtsá við Suðurlandsveg í Ölfusi og stolið þaðan samtals 166 stykkjum af Doka-plötum. Plöturnar eru af stærðinni 50 x 300 sentimetrar og áætlað verðmæti þeirra rúmlega ein og hálf milljón króna. Skömmu áður en hann stal plötunum hafði hann auglýst svipaðar plötur til sölu á Facebook undir notendanafninu „Ás Byggingar Og Iðnaður“. Annar maður samþykkti að kaupa 110 stykki af plötunum og eitt þúsund zetur fyrir 317 þúsund króna. Doka plötur eru notaðar í byggingariðnaði.Doka Sama kvöld og hann fékk greitt frá manninum sem vildi kaupa plöturnar fór hann í hraðbanka í Hveragerði og tók 250 þúsund krónur út af bankareikningi sínum. Þannig svipti hann löglegum eiganda þeirra möguleika á að endurheimta fjármunina. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa nota þær 67 þúsund krónur sem eftir voru inni á bankareikning hans. Maðurinn kom fyrir dómi þann 7. október síðastliðinn og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Samkvæmt sakavottorði mannsins hafði hann ellefu sinnum áður sætt refsingu, þar af fimm sinnum vegna auðgunarbrota, nú síðast í maí árið 2021. Með teknu tilliti til sakaferils hans var metið sem svo að ekki þætti efni til að skilorðsbinda refsingu mannsins. Hann þarf því að dvelja í 45 daga í fangelsi. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu 85 þúsund krónum. Einnig þarf hann að greiða þóknun skipaðs verjanda síns sem hljóðar upp á 675 þúsund krónur.
Dómsmál Hveragerði Ölfus Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira