Týnd kynslóð Sjálfstæðiskvenna undir forystu Bjarna Benediktssonar Jónína Sigurðardóttir, Elín Jónsdóttir, Berta Gunnarsdóttir, Karólína Íris Jónsdóttir og Ragnheiður Skúladóttir skrifa 2. nóvember 2022 16:31 Á komandi landsfundi gefst Sjálfstæðisfólki tækifæri til að kjósa nýjan formann flokksins. Í framboði eru tveir menn, einn sem stendur fyrir óbreyttu ástandi og annar sem stendur fyrir breytingar; að efla og breikka flokkinn. Af greinaskrifum síðustu daga mætti halda að Guðlaugur Þór sé í framboði til formanns gegn ungri konu. Raunin er þó sú að hann er í framboði gegn Bjarna Benediktssyni, sem er víst hvorugt af þessu tvennu. Bjarni nefnir það gjarnan að hafa stutt tvær ungar konur til setu á ráðherrastól, þær Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, til að sýna fram á að hann styðji við konur í flokknum. Við tökum undir að við Sjálfstæðisfólk getum verið stolt af því að eiga slíkar frambærilegar ungar konur í okkar röðum. Það var einmitt Guðlaugur Þór sem greiddi götu Áslaugar Örnu með því að stíga til hliðar er hún bauð sig fram til ritara á landsfundi árið 2016. Önnur frambærileg kona á uppleið sem má nefna í þessu samhengi er Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sem kom með krafti inn á sviðið í síðustu þingkosningum og hefur notið mikils stuðnings, meðal annars frá Guðlaugi. Þetta og fleira hefur Guðlaugur Þór gert til að styðja við framgang ekki bara kvenna heldur ungs öflugs fólks innan flokksins. Margar öflugar konur horfið úr flokknum Það er hins vegar hæpið að Bjarni stilli sér upp sem frambjóðanda fjölbreytileikans, þrátt fyrir að hafa valið bæði karla og konur sem ráðherra, sem ætti auðvitað að teljast sjálfsagt. Enn undarlegra er að láta eins og Guðlaugur Þór standi á einhvern hátt í vegi fyrir framgangi kvenna í flokknum, líkt og einhverjir hafa ýjað að. Við þurfum að horfast í augu við það að undir stjórn Bjarna höfum við misst stóran hluta heillar kynslóðar sjálfstæðiskvenna úr flokknum. Það var einmitt í formannstíð hans, fyrir ekki svo mörgum árum, sem 11 konur af 14 sögðu sig úr stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna vegna óánægju með stöðu jafnréttismála innan flokksins. Við höfum líka misst margar öflugar konur til Viðreisnar sem og til annarra flokka. Við þurfum að fá þær til baka í flokkinn okkar, en það gerist ekki nema við tökum markviss skref til að gera hann aðgengilegan og aðlaðandi fyrir fjölbreyttan hóp með ólíkar skoðanir. Það er hins vegar ekki nóg að styðja konur, heldur þarf með markvissum hætti að efla fjölbreytileika innan flokksins á breiðum grundvelli, bæði þegar kemur að kyni og aldri, stétt og stöðu. Við þurfum að færa flokkinn af þeirri braut að tala til sífellt þrengri hóps fólks, sem hefur því miður verið þróun síðustu ára. Guðlaugur Þór er sá frambjóðandi sem hefur sýnt það að hann getur leitt áfram fjöldahreyfingu sem sameinar fjölbreytt fólk undir sjálfstæðisstefnunni. Við, sjálfstæðiskonur úr grasrót flokksins, ætlum að kjósa breytingar á sunnudaginn og styðjum Guðlaug Þór til formanns. Jónína Sigurðardóttir, ráðgjafi í málefnum heimilislausra og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-,Bústaðar-, og Fossvogshverfi Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hlíða- og holtahverfi Berta Gunnarsdóttir, lögfræðingur Karólína Íris Jónsdóttir, fasteignasali Ragnheiður Skúladóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-, Bústaðar-, og Fossvogshverfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Á komandi landsfundi gefst Sjálfstæðisfólki tækifæri til að kjósa nýjan formann flokksins. Í framboði eru tveir menn, einn sem stendur fyrir óbreyttu ástandi og annar sem stendur fyrir breytingar; að efla og breikka flokkinn. Af greinaskrifum síðustu daga mætti halda að Guðlaugur Þór sé í framboði til formanns gegn ungri konu. Raunin er þó sú að hann er í framboði gegn Bjarna Benediktssyni, sem er víst hvorugt af þessu tvennu. Bjarni nefnir það gjarnan að hafa stutt tvær ungar konur til setu á ráðherrastól, þær Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, til að sýna fram á að hann styðji við konur í flokknum. Við tökum undir að við Sjálfstæðisfólk getum verið stolt af því að eiga slíkar frambærilegar ungar konur í okkar röðum. Það var einmitt Guðlaugur Þór sem greiddi götu Áslaugar Örnu með því að stíga til hliðar er hún bauð sig fram til ritara á landsfundi árið 2016. Önnur frambærileg kona á uppleið sem má nefna í þessu samhengi er Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sem kom með krafti inn á sviðið í síðustu þingkosningum og hefur notið mikils stuðnings, meðal annars frá Guðlaugi. Þetta og fleira hefur Guðlaugur Þór gert til að styðja við framgang ekki bara kvenna heldur ungs öflugs fólks innan flokksins. Margar öflugar konur horfið úr flokknum Það er hins vegar hæpið að Bjarni stilli sér upp sem frambjóðanda fjölbreytileikans, þrátt fyrir að hafa valið bæði karla og konur sem ráðherra, sem ætti auðvitað að teljast sjálfsagt. Enn undarlegra er að láta eins og Guðlaugur Þór standi á einhvern hátt í vegi fyrir framgangi kvenna í flokknum, líkt og einhverjir hafa ýjað að. Við þurfum að horfast í augu við það að undir stjórn Bjarna höfum við misst stóran hluta heillar kynslóðar sjálfstæðiskvenna úr flokknum. Það var einmitt í formannstíð hans, fyrir ekki svo mörgum árum, sem 11 konur af 14 sögðu sig úr stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna vegna óánægju með stöðu jafnréttismála innan flokksins. Við höfum líka misst margar öflugar konur til Viðreisnar sem og til annarra flokka. Við þurfum að fá þær til baka í flokkinn okkar, en það gerist ekki nema við tökum markviss skref til að gera hann aðgengilegan og aðlaðandi fyrir fjölbreyttan hóp með ólíkar skoðanir. Það er hins vegar ekki nóg að styðja konur, heldur þarf með markvissum hætti að efla fjölbreytileika innan flokksins á breiðum grundvelli, bæði þegar kemur að kyni og aldri, stétt og stöðu. Við þurfum að færa flokkinn af þeirri braut að tala til sífellt þrengri hóps fólks, sem hefur því miður verið þróun síðustu ára. Guðlaugur Þór er sá frambjóðandi sem hefur sýnt það að hann getur leitt áfram fjöldahreyfingu sem sameinar fjölbreytt fólk undir sjálfstæðisstefnunni. Við, sjálfstæðiskonur úr grasrót flokksins, ætlum að kjósa breytingar á sunnudaginn og styðjum Guðlaug Þór til formanns. Jónína Sigurðardóttir, ráðgjafi í málefnum heimilislausra og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-,Bústaðar-, og Fossvogshverfi Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hlíða- og holtahverfi Berta Gunnarsdóttir, lögfræðingur Karólína Íris Jónsdóttir, fasteignasali Ragnheiður Skúladóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-, Bústaðar-, og Fossvogshverfi
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar