Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Breiðablik 87-105 | Blikar á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2022 20:50 Taylor Johns og Julio Calver í baráttu um frákast. vísir/vilhelm Breiðablik komst á topp Subway-deildar karla í körfubolta með sigri á ÍR, 87-105, í Skógarselinu í fyrsta leik 5. umferðar í kvöld. Þetta var fjórði sigur Blika í deildinni í vetur en ÍR-ingar hafa tapað fjórum leikjum í röð. Bandaríkjamaðurinn Taylor Johns lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í kvöld og var langbesti leikmaður liðsins. Það mæddi þó full mikið á honum og hann vantaði meiri hjálp frá samherjum sínum. Miklu munaði um fjarveru Martins Paasoja sem gat ekki spilað vegna meiðsla. Breiðabliksliðið var jafnara þótt mest færi fyrir Everage Richardson eins og svo oft áður. Hann skoraði 27 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Jeremy Smith og Sigurður Pétursson skoruðu sautján stig hvor og Julio Calver var með sextán stig og ellefu fráköst. Alls skoruðu sex Blikar tólf stig eða meira í leiknum. Sigurður Pétursson átti frábæran leik fyrir Breiðablik.vísir/vilhelm Johns var með 31 stig, sextán fráköst og fimm stoðsendingar hjá ÍR. Luciano Massarelli skoraði tuttugu stig og tók átta fráköst. Slök hittni fyrir utan varð Breiðhyltingum að falli en aðeins níu af 48 þriggja stiga skotum þeirra rötuðu rétta leið (átján prósent). Johns byrjaði með látum eins og aðrir í orkumiklu liði ÍR. Johns skoraði tíu stig og tók sex fráköst í 1. leikhluta. Það dró þó af honum í 2. leikhluta þar sem Breiðablik var með yfirhöndina. ÍR-ingar skoruðu mikið inni í teig, sérstaklega framan af, en hittu ekkert fyrir utan þriggja stiga línuna. Í hálfleik var þriggja stiga nýting Breiðhyltingar aðeins níu prósent. Ragnar Örn Bragason reynir að stöðva Jeremy Smith.vísir/vilhelm Eftir rólega byrjun unnu Blikar sig inn í leikinn, voru einu stigi yfir eftir 1. leikhluta, 26-27, og með átta stiga forystu í hálfleik, 42-50. Vörn Breiðabliks var mun þéttari í 2. leikhluta en í þeim fyrsta og þá var leikurinn spilaður á forsendum gestanna. ÍR kom með öflugt áhlaup um miðbik 3. leikhluta þar sem vörn liðsins var sterk. Breiðhyltingar minnkuðu muninn í tvö stig, 60-62, en Kópavogsbúar svöruðu með ellefu stigum í röð. Johns skoraði svo síðustu stig leikhlutans og staðan að honum loknum því 62-73. Everage Richardson skoraði 26 stig gegn sínum gömlu félögum.vísir/vilhelm Gestirnir gengu hreint til verks í upphafi 4. leikhluta. Þeir skoruðu fyrstu níu stig leikhlutans og höfðu þar með skorað tuttugu stig gegn tveimur og náð tuttugu stiga forskoti, 62-82. Þrátt fyrir góðan vilja áttu ÍR-ingar ekki innistæðu fyrir öðru áhlaupi. Þeir minnkuðu muninn í tíu stig, 78-88, þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Blikar svöruðu með sjö stigum í röð og kláruðu leikinn, 78-95. Á lokamínútunum dró svo enn í sundur með liðunum og á endanum munaði átján stigum á þeim, 87-105. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum en Blikar gáfu í þegar þess þurfti og sigur þeirra var sanngjarn. Baldur: Hingað til erum við í skýjunum með hann Baldur Már Stefánsson segir ÍR-inga hæstánægða með Taylor Johns.vísir/vilhelm Baldur Már Stefánsson stýrði ÍR í kvöld í fjarveru Ísaks Mána Wium sem tók út leikbann. Hann sagði að slæm hittni ÍR-inga hafi reynst dýrkeypt í leiknum. „Við tókum of mikið af þristum, alls 48. En flestir þeirra voru galopnir en við hittum undir tuttugu prósent og það er ekki vænlegt til árangurs. Þetta öskrar á hann þegar maður horfir á tölfræðiskýrsluna,“ sagði Baldur. Hann var sáttur með hvað ÍR-ingar lögðu í leikinn og margt í frammistöðu þeirra. „Á löngum köflum já. Stundum misstum við stjórn á hraðanum og flýttum okkur of mikið. Við vildum hlaupa en vera með stjórn á hlutunum,“ sagði Baldur. „Svo vantar risastórt púsl þegar Martin Paasoja er meiddur. Hann meiddist í þessu bíói í Grindavík. Það hefði hjálpað að hafa annan leikstjórnanda í viðbót. En það er rosalega erfitt að vinna leiki þegar þú hittir ekki.“ Taylor Johns þreytti frumraun sína með ÍR í kvöld og spilaði mjög vel. Að sögn Baldurs eru ÍR-ingar virkilega ánægðir með þennan nýjasta leikmann sinn. „Hann var mjög góður. Hann gefur okkur það sem við þurfum. Það er mikil orka í kringum hann og hann frákastar vel. Hingað til erum við í skýjunum með hann,“ sagði Baldur að endingu. Pétur: Menn gerðu þetta saman Strákarnir hans Péturs Ingvarssonar hafa unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjum sínum á tímabilinu.vísir/vilhelm Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Skógarselinu í kvöld. „Við gerðum nóg til að klára þetta. Við vissum að þeir væru miklu betri en þeir hafa spilað, þeir eru með nýjan Kana og orka í þessu hjá þeim. Þeir voru líka á heimavelli og hitta betur þar,“ sagði Pétur eftir leik. „Við stefndum alltaf á að vera með tíu stiga forskot til að hafa eitthvað til að hlaupa upp á undir lokin þegar þeir tækju sitt síðasta áhlaup.“ ÍR minnkaði muninn í tvö stig seint í 3. leikhluta en Breiðablik svaraði með ellefu stigum í röð og náði forskoti sem liðið lét ekki af hendi. „Liðin spila svolítið hratt og stigin koma í skorpum. Tíu stiga forskot er ekki neitt, bara þrjár sóknir, nokkrir þristar og þú ert kominn aftur inn í leikinn. Við vissum það alveg og þess vegna reyndum við að vera með tíu stiga forskot eins lengi og hægt væri,“ sagði Pétur. Honum fannst góður heildarbragur á Blikum í leiknum í kvöld enda skoruðu sex leikmenn liðsins tólf stig eða meira. „Ég var ánægður með liðsheildina og liðið. Það var aðalmálið. Menn gerðu þetta saman. Ég er með fullt af fínum leikmönnum og þótt þú eigir kannski ekki góðan leik á maðurinn við hliðina kannski ágætis leik og getur hjálpað þér að vinna leikinn,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deild karla ÍR Breiðablik Körfubolti
Breiðablik komst á topp Subway-deildar karla í körfubolta með sigri á ÍR, 87-105, í Skógarselinu í fyrsta leik 5. umferðar í kvöld. Þetta var fjórði sigur Blika í deildinni í vetur en ÍR-ingar hafa tapað fjórum leikjum í röð. Bandaríkjamaðurinn Taylor Johns lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í kvöld og var langbesti leikmaður liðsins. Það mæddi þó full mikið á honum og hann vantaði meiri hjálp frá samherjum sínum. Miklu munaði um fjarveru Martins Paasoja sem gat ekki spilað vegna meiðsla. Breiðabliksliðið var jafnara þótt mest færi fyrir Everage Richardson eins og svo oft áður. Hann skoraði 27 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Jeremy Smith og Sigurður Pétursson skoruðu sautján stig hvor og Julio Calver var með sextán stig og ellefu fráköst. Alls skoruðu sex Blikar tólf stig eða meira í leiknum. Sigurður Pétursson átti frábæran leik fyrir Breiðablik.vísir/vilhelm Johns var með 31 stig, sextán fráköst og fimm stoðsendingar hjá ÍR. Luciano Massarelli skoraði tuttugu stig og tók átta fráköst. Slök hittni fyrir utan varð Breiðhyltingum að falli en aðeins níu af 48 þriggja stiga skotum þeirra rötuðu rétta leið (átján prósent). Johns byrjaði með látum eins og aðrir í orkumiklu liði ÍR. Johns skoraði tíu stig og tók sex fráköst í 1. leikhluta. Það dró þó af honum í 2. leikhluta þar sem Breiðablik var með yfirhöndina. ÍR-ingar skoruðu mikið inni í teig, sérstaklega framan af, en hittu ekkert fyrir utan þriggja stiga línuna. Í hálfleik var þriggja stiga nýting Breiðhyltingar aðeins níu prósent. Ragnar Örn Bragason reynir að stöðva Jeremy Smith.vísir/vilhelm Eftir rólega byrjun unnu Blikar sig inn í leikinn, voru einu stigi yfir eftir 1. leikhluta, 26-27, og með átta stiga forystu í hálfleik, 42-50. Vörn Breiðabliks var mun þéttari í 2. leikhluta en í þeim fyrsta og þá var leikurinn spilaður á forsendum gestanna. ÍR kom með öflugt áhlaup um miðbik 3. leikhluta þar sem vörn liðsins var sterk. Breiðhyltingar minnkuðu muninn í tvö stig, 60-62, en Kópavogsbúar svöruðu með ellefu stigum í röð. Johns skoraði svo síðustu stig leikhlutans og staðan að honum loknum því 62-73. Everage Richardson skoraði 26 stig gegn sínum gömlu félögum.vísir/vilhelm Gestirnir gengu hreint til verks í upphafi 4. leikhluta. Þeir skoruðu fyrstu níu stig leikhlutans og höfðu þar með skorað tuttugu stig gegn tveimur og náð tuttugu stiga forskoti, 62-82. Þrátt fyrir góðan vilja áttu ÍR-ingar ekki innistæðu fyrir öðru áhlaupi. Þeir minnkuðu muninn í tíu stig, 78-88, þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Blikar svöruðu með sjö stigum í röð og kláruðu leikinn, 78-95. Á lokamínútunum dró svo enn í sundur með liðunum og á endanum munaði átján stigum á þeim, 87-105. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum en Blikar gáfu í þegar þess þurfti og sigur þeirra var sanngjarn. Baldur: Hingað til erum við í skýjunum með hann Baldur Már Stefánsson segir ÍR-inga hæstánægða með Taylor Johns.vísir/vilhelm Baldur Már Stefánsson stýrði ÍR í kvöld í fjarveru Ísaks Mána Wium sem tók út leikbann. Hann sagði að slæm hittni ÍR-inga hafi reynst dýrkeypt í leiknum. „Við tókum of mikið af þristum, alls 48. En flestir þeirra voru galopnir en við hittum undir tuttugu prósent og það er ekki vænlegt til árangurs. Þetta öskrar á hann þegar maður horfir á tölfræðiskýrsluna,“ sagði Baldur. Hann var sáttur með hvað ÍR-ingar lögðu í leikinn og margt í frammistöðu þeirra. „Á löngum köflum já. Stundum misstum við stjórn á hraðanum og flýttum okkur of mikið. Við vildum hlaupa en vera með stjórn á hlutunum,“ sagði Baldur. „Svo vantar risastórt púsl þegar Martin Paasoja er meiddur. Hann meiddist í þessu bíói í Grindavík. Það hefði hjálpað að hafa annan leikstjórnanda í viðbót. En það er rosalega erfitt að vinna leiki þegar þú hittir ekki.“ Taylor Johns þreytti frumraun sína með ÍR í kvöld og spilaði mjög vel. Að sögn Baldurs eru ÍR-ingar virkilega ánægðir með þennan nýjasta leikmann sinn. „Hann var mjög góður. Hann gefur okkur það sem við þurfum. Það er mikil orka í kringum hann og hann frákastar vel. Hingað til erum við í skýjunum með hann,“ sagði Baldur að endingu. Pétur: Menn gerðu þetta saman Strákarnir hans Péturs Ingvarssonar hafa unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjum sínum á tímabilinu.vísir/vilhelm Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Skógarselinu í kvöld. „Við gerðum nóg til að klára þetta. Við vissum að þeir væru miklu betri en þeir hafa spilað, þeir eru með nýjan Kana og orka í þessu hjá þeim. Þeir voru líka á heimavelli og hitta betur þar,“ sagði Pétur eftir leik. „Við stefndum alltaf á að vera með tíu stiga forskot til að hafa eitthvað til að hlaupa upp á undir lokin þegar þeir tækju sitt síðasta áhlaup.“ ÍR minnkaði muninn í tvö stig seint í 3. leikhluta en Breiðablik svaraði með ellefu stigum í röð og náði forskoti sem liðið lét ekki af hendi. „Liðin spila svolítið hratt og stigin koma í skorpum. Tíu stiga forskot er ekki neitt, bara þrjár sóknir, nokkrir þristar og þú ert kominn aftur inn í leikinn. Við vissum það alveg og þess vegna reyndum við að vera með tíu stiga forskot eins lengi og hægt væri,“ sagði Pétur. Honum fannst góður heildarbragur á Blikum í leiknum í kvöld enda skoruðu sex leikmenn liðsins tólf stig eða meira. „Ég var ánægður með liðsheildina og liðið. Það var aðalmálið. Menn gerðu þetta saman. Ég er með fullt af fínum leikmönnum og þótt þú eigir kannski ekki góðan leik á maðurinn við hliðina kannski ágætis leik og getur hjálpað þér að vinna leikinn,“ sagði Pétur að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum