„Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 18:45 Bjarni Benediktsson fór yfir víðan völl í setningarræðu sinni í Laugardalshöll síðdegis í dag. Hann lagði meðal annars til þess að skattar yrðu lækkaðir og skaut því næst föstum skotum á Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á Samfylkinguna í setningarræðu sinni á landsfundi í Laugardalshöll. Hann sagði Samfylkinguna hafa áttað sig á því að aðild að Evrópusambandinu kæmi ekki til greina og virtist bjóða þeim, sem farið hafa í aðra flokka, aftur heim. „Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí,“ sagði Bjarni í setningarræðu sinni og uppskar við það lófaklapp samflokksmanna. Hann sagði fjárhagsstöðu Reykjavíkur með ólíkindum og gerði grín að fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum. Hægt er að hlusta á ræðu Bjarna í heild sinni hér að neðan. Umræða um Samfylkinguna hefst á mínútu 41:40. „Það er ekki lengra síðan í vor að borgarstjóri fullvissaði kjósendur um að fjármál borgarinnar væru ekki bara í lagi, heldur til fyrirmyndar. Það voru boðuð mörg og magnþrungin verkefni upp á tugi ef ekki hundruð milljarða. Nú eftir kosningar þá kemur eitthvað allt annað í ljós. Það má ekki á milli sjá hvor þeirra er meira hissa, Dagur B. Eggertsson eða Einar Þorsteinsson, báðir með hökuna alveg niður í gólfið.“ Hann gaf oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn nokkurn slaka og sagði hann sitja uppi með reikninginn, enda væri hann að koma föllnum meirihluta til bjargar. „Það var magnað, alveg magnað að heyra borgarstjóra tala um það dimmraddaðan að héðan í frá verði aðeins ráðið fólk hjá borginni ef það er nauðsynlegt. Hverjum öðrum en vinstrimönnunum í borgarstjórn gat dottið í hug árum saman að ráða í ónauðsynlegar stöður,“ sagði Bjarni við hlátur viðstaddra. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31 Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
„Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí,“ sagði Bjarni í setningarræðu sinni og uppskar við það lófaklapp samflokksmanna. Hann sagði fjárhagsstöðu Reykjavíkur með ólíkindum og gerði grín að fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum. Hægt er að hlusta á ræðu Bjarna í heild sinni hér að neðan. Umræða um Samfylkinguna hefst á mínútu 41:40. „Það er ekki lengra síðan í vor að borgarstjóri fullvissaði kjósendur um að fjármál borgarinnar væru ekki bara í lagi, heldur til fyrirmyndar. Það voru boðuð mörg og magnþrungin verkefni upp á tugi ef ekki hundruð milljarða. Nú eftir kosningar þá kemur eitthvað allt annað í ljós. Það má ekki á milli sjá hvor þeirra er meira hissa, Dagur B. Eggertsson eða Einar Þorsteinsson, báðir með hökuna alveg niður í gólfið.“ Hann gaf oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn nokkurn slaka og sagði hann sitja uppi með reikninginn, enda væri hann að koma föllnum meirihluta til bjargar. „Það var magnað, alveg magnað að heyra borgarstjóra tala um það dimmraddaðan að héðan í frá verði aðeins ráðið fólk hjá borginni ef það er nauðsynlegt. Hverjum öðrum en vinstrimönnunum í borgarstjórn gat dottið í hug árum saman að ráða í ónauðsynlegar stöður,“ sagði Bjarni við hlátur viðstaddra.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31 Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22
Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31
Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18