Guðlaugur Þór tók mér opnum örmum Eiður Welding skrifar 5. nóvember 2022 09:00 Ég byrjaði ungur í flokknum, reyndar mjög ungur, í aðdraganda Alþingiskosninga árið 2017. Eins og gefur að skilja var þá mikið um að vera eins og oft er í kringum kosningar. Þegar ég gekk inn í Valhöll tók Guðlaugur Þór alveg sérstaklega vel á móti mér, með opnum örmum, og gaf sér tíma til að sýna mér hvernig starfið virkar. Skömmu eftir þessar kosningar, bauð Guðlaugur mér, ásamt fleirum, í Utanríkisráðuneytið og þar sá ég hversu mikið hann brann fyrir sínu starfi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund núna um helgina og þá kjósum við okkur formann. Ég styð Guðlaug Þór til formennsku og ástæðan er einföld. Guðlaugur Þór hefur allan sinn stjórnmálaferil lagt ríka áherslu á að vera í sambandi við og virkja breiðan hóp fólks innan flokksins. Hann býður fólk velkomið og gefur sér tíma til að tala við alla, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma. Guðlaugur Þór veit að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert án grasrótarinnar, fólksins í flokknum, sem leggur kapp sitt við að veita forystu flokksins málefnalegt aðhald og stuðning. Hann leitast við að eiga í virku samtali við fólkið í flokknum og fá frá því hugmyndir sem verða að lausnum við málefnum líðandi stundar. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins í 13 ár. Hann hefur staðið sig ágætlega sem fjármálaráðherra og ríkisfjármálin hafa verið í góðu standi undir hans stjórn. Við í Sjálfstæðisflokknum erum hins vegar ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra, við erum að kjósa okkur formann! Því miður hefur Bjarni gleymt grasrótinni okkar, fólkinu í flokknum. Guðlaugur Þór er að mínu mati einn af okkar flottustu stjórnmálamönnum. Hann hefur verið mér mikil fyrirmynd allar götur síðan ég hitti hann fyrst og kennt mér svo ótrúlega margt. Guðlaugur býr yfir öllum þeim mannkostum sem við viljum sjá í stjórnmálamanni. Hann er heiðarlegur, lausnamiðaður og réttsýnn maður sem er ávallt tilbúinn að hlusta á gagnrýni sem og góðar hugmyndir með opnum hug. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera. Þannig einstakling vil ég sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og áhugamaður um farsæla framtíð Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ég byrjaði ungur í flokknum, reyndar mjög ungur, í aðdraganda Alþingiskosninga árið 2017. Eins og gefur að skilja var þá mikið um að vera eins og oft er í kringum kosningar. Þegar ég gekk inn í Valhöll tók Guðlaugur Þór alveg sérstaklega vel á móti mér, með opnum örmum, og gaf sér tíma til að sýna mér hvernig starfið virkar. Skömmu eftir þessar kosningar, bauð Guðlaugur mér, ásamt fleirum, í Utanríkisráðuneytið og þar sá ég hversu mikið hann brann fyrir sínu starfi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund núna um helgina og þá kjósum við okkur formann. Ég styð Guðlaug Þór til formennsku og ástæðan er einföld. Guðlaugur Þór hefur allan sinn stjórnmálaferil lagt ríka áherslu á að vera í sambandi við og virkja breiðan hóp fólks innan flokksins. Hann býður fólk velkomið og gefur sér tíma til að tala við alla, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma. Guðlaugur Þór veit að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert án grasrótarinnar, fólksins í flokknum, sem leggur kapp sitt við að veita forystu flokksins málefnalegt aðhald og stuðning. Hann leitast við að eiga í virku samtali við fólkið í flokknum og fá frá því hugmyndir sem verða að lausnum við málefnum líðandi stundar. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins í 13 ár. Hann hefur staðið sig ágætlega sem fjármálaráðherra og ríkisfjármálin hafa verið í góðu standi undir hans stjórn. Við í Sjálfstæðisflokknum erum hins vegar ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra, við erum að kjósa okkur formann! Því miður hefur Bjarni gleymt grasrótinni okkar, fólkinu í flokknum. Guðlaugur Þór er að mínu mati einn af okkar flottustu stjórnmálamönnum. Hann hefur verið mér mikil fyrirmynd allar götur síðan ég hitti hann fyrst og kennt mér svo ótrúlega margt. Guðlaugur býr yfir öllum þeim mannkostum sem við viljum sjá í stjórnmálamanni. Hann er heiðarlegur, lausnamiðaður og réttsýnn maður sem er ávallt tilbúinn að hlusta á gagnrýni sem og góðar hugmyndir með opnum hug. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera. Þannig einstakling vil ég sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og áhugamaður um farsæla framtíð Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar