Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2022 16:20 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ræddi málefni hælisleitenda á Sprengisandi á Bylgjunni. Hópbrottvísun stjórnvalda í vikunni hafa vakið hörð viðbrögð. Þá sér í lagi meðferð stjórnvalda á fötluðum flóttamanni frá Írak. Dómsmálaráðherra segir enga aðra framkvæmd í boði þegar kemur að málefnum hælisleitenda. Hjálparsamtök hafa hins vegar lýst því yfir að alvarleg afturför hafi átt sér stað í málsmeðferð þeirra hér á landi. Mótmælt var á Austurvelli í dag vegna brottflutningsins. Sjá einnig: Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ Munu læra af þessu Guðmundur Ingi segir vinnubrögð lögreglu á miðvikudag óásættanleg. „Ef við tökum þessa brottvísun, og þá vil ég horfa fyrst og fremst til fatlaða mannsins að þá verð ég að segja að mér finnst óásættanlegt að lögreglan sé ekki með bifreið allan tímann til að flytja fatlaðan einstakling upp úr stólnum. Þarna verðum við að líta til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það „common sense“ að hinn fatlaði einstaklingur hafi þann stuðning sem hann á rétt á, þar á meðal réttindagæslumann. „Lögreglan verður að gera þetta betur en þetta og ég er viss um að þau munu læra af þessu,“ bætir hann við. Stærri umræða að hætta að senda til Grikklands Þá barst talið að aðstæðum í Grikklandi. „Að íslensk stjórnvöld skuli í alvöru vera að senda fatlaðan einstakling til Grikklands og þú segir bara „þetta snýst um hvort lögreglan sé með tiltekinn bíl“, það er áfangastaðurinn sem ég er að tala um,“ svaraði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi. Guðmundur sagði því vilja ræða þessa tvo hluti í sitthvoru lagi, réttindi fatlaðs fólks í fyrsta lagi og Grikkland sem áfangastað flóttafólks í öðru lagi. „Það er hluti af kannski stærri umræðu ef Ísland ætla að skera sig úr hvað þetta varðar. Það er umræða sem sé kannski bara hollt að taka,“ sagði Guðmundur varðandi það hvort stjórnvöld ættu að hætta að senda hælisleitendur til Grikklands. Hann myndi vilja líta til annarra ríkja og þeirra aðstæðna sem eru í Grikklandi. Horfa verði til þess að stjórnvöld hafi þá lagaskyldu að meta hvert og eitt dæmi fyrir sig. Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan en talið berst að nýlegri brottvísun eftir að um 11 mínútur eru liðnar af viðtalinu. Lögreglan Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ræddi málefni hælisleitenda á Sprengisandi á Bylgjunni. Hópbrottvísun stjórnvalda í vikunni hafa vakið hörð viðbrögð. Þá sér í lagi meðferð stjórnvalda á fötluðum flóttamanni frá Írak. Dómsmálaráðherra segir enga aðra framkvæmd í boði þegar kemur að málefnum hælisleitenda. Hjálparsamtök hafa hins vegar lýst því yfir að alvarleg afturför hafi átt sér stað í málsmeðferð þeirra hér á landi. Mótmælt var á Austurvelli í dag vegna brottflutningsins. Sjá einnig: Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ Munu læra af þessu Guðmundur Ingi segir vinnubrögð lögreglu á miðvikudag óásættanleg. „Ef við tökum þessa brottvísun, og þá vil ég horfa fyrst og fremst til fatlaða mannsins að þá verð ég að segja að mér finnst óásættanlegt að lögreglan sé ekki með bifreið allan tímann til að flytja fatlaðan einstakling upp úr stólnum. Þarna verðum við að líta til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það „common sense“ að hinn fatlaði einstaklingur hafi þann stuðning sem hann á rétt á, þar á meðal réttindagæslumann. „Lögreglan verður að gera þetta betur en þetta og ég er viss um að þau munu læra af þessu,“ bætir hann við. Stærri umræða að hætta að senda til Grikklands Þá barst talið að aðstæðum í Grikklandi. „Að íslensk stjórnvöld skuli í alvöru vera að senda fatlaðan einstakling til Grikklands og þú segir bara „þetta snýst um hvort lögreglan sé með tiltekinn bíl“, það er áfangastaðurinn sem ég er að tala um,“ svaraði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi. Guðmundur sagði því vilja ræða þessa tvo hluti í sitthvoru lagi, réttindi fatlaðs fólks í fyrsta lagi og Grikkland sem áfangastað flóttafólks í öðru lagi. „Það er hluti af kannski stærri umræðu ef Ísland ætla að skera sig úr hvað þetta varðar. Það er umræða sem sé kannski bara hollt að taka,“ sagði Guðmundur varðandi það hvort stjórnvöld ættu að hætta að senda hælisleitendur til Grikklands. Hann myndi vilja líta til annarra ríkja og þeirra aðstæðna sem eru í Grikklandi. Horfa verði til þess að stjórnvöld hafi þá lagaskyldu að meta hvert og eitt dæmi fyrir sig. Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan en talið berst að nýlegri brottvísun eftir að um 11 mínútur eru liðnar af viðtalinu.
Lögreglan Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira