Innherji

Merki um að heimilin séu að snúa aftur í verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða

Hörður Ægisson skrifar
Heimilin eru farin að taka verðtryggð íbúðalán í meira mæli hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkunum samhliða hækkandi vaxtastigi.
Heimilin eru farin að taka verðtryggð íbúðalán í meira mæli hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkunum samhliða hækkandi vaxtastigi.

Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru nánast jafn mikil og upp- og umframgreiðslur þeirra í september en sjóðsfélagar höfðu áður greitt upp slík lán samfellt frá því á vormánuðum ársins 2020. Er þessi viðsnúningur í samræmi við þá útlánaþróun sem hefur sést hjá bönkunum á allra síðustu mánuðum samtímis hækkandi vaxtastigi en Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af því að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán.


Tengdar fréttir

Bankarnir hafa fimmfaldað útlán sín til fyrirtækja milli ára

Eftir vísbendingar um að það væri farið að hægja á miklum útlánavexti viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja í ágúst þá sýna nýjar tölur Seðlabankans að hann tók við sér kröftuglega á ný í liðnum mánuði. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs þá nema ný útlán bankanna til fyrirtækja samtals um 213 milljörðum króna borið saman við aðeins 44 milljarða á sama tímabili fyrir ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×