Stjórnarmenn NBA taka í sama streng og Lögmál leiksins: Dagar Kyrie gætu verið taldir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 20:15 Kyrie Irving og Brooklyn Nets eru í basli. AP Photo/Darron Cummings Eins og kmur fram í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins þá gætu dagar Kyrie Irving verið taldir í NBA deildinni í körfubolta. Hans eigið félag, Brooklyn Nets, dæmdi hann í fimm leikja bann eftir að hann neitaði að biðjast afsökunar vegna gyðingahaturs. Forráðamenn deildarinnar taka margir hverjir undir með sérfræðingum Lögmál leiksins þegar kemur að framtíð Kyrie. Kyrie Irving er þrítugur leikmaur sem er á sínu tólfta tímabili í NBA deildinni. Hann hefur sjö sinnum tekið þátt í Stjörnuleiknum og orðið NBA meistari einu sinni. Hann er með rúmlega 23 stig og tæplega 6 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum. Einnig hefur hann unnið gullverðlaun á Ólympíuleikunum og HM í körfubolta. Eftir nýjasta útspil hans – sem og allt bólusetningarfíaskóið – virðist sem dagar hans í deildinni gætu verið taldir. Allavega sem stjörnu sem getur gert, og sagt, hvað sem honum sýnist. The Athletic hafði samband við fjöldann allan af stjórnarmönnum deildarinnar og spurði út í stöðu Kyrie. NBA executives poll on all things Nets, at @TheAthletic: What is Kyrie Irving's future? Should they tear it down (again)? Will they trade Kevin Durant, or might he ask out (again)?"At what point is Durant gonna say 'F*** it. Get me out of here'?"https://t.co/NcfGsS3VnE— Sam Amick (@sam_amick) November 7, 2022 „Hann er andstæðan við dýrmæta vöru, sem þú vilt að leikmaður sem fær jafn mikið borgað og raun ber vitni, er,“ sagði einn. „Ég held að Kyrie muni ekki spila aftur í NBA deildinni,“ sagði annar. „Þetta verða bara eins árs samningar fyrir Irving héðan í frá,“ sagði þriðji. „Að Nike hafi rift samningnum gerir hlutina enn erfiðari fyrir hann,“ bætti sá fjórði við. Kyrie Irving er í dag leikmaður Brooklyn Nets og það verður seint sagt að það sé lognmolla í kringum það lið. Kevin Durant fékk ósk sína ekki uppfyllta en hann reyndi að komast frá liðinu í sumar. Eftir slaka byrjun var Steve Nash rekinn sem þjálfari og nú hefur félagið sett Kyrie í bann. Kyrie Nets career:111 games played128 games missed pic.twitter.com/zGFmnt1X7T— StatMuse (@statmuse) November 3, 2022 Þegar Nets nældi í þríeykið Durant, Kyrie og James Harden var talað um að liðið ætlaði sér að berjast um meistaratitilinn. Nú, þegar Harden er farinn til Philadelphia 76ers, er liðið nær því að missa af úrslitakeppninni heldur en að berjast um titilinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. 7. nóvember 2022 17:30 Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30 Vildi ekki biðjast afsökunar og var settur í fimm leikja bann af eigin félagi NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að Brooklyn Nets setti sinn eigin leikmann í fimm leikja bann vegna andgyðinglega framkomu sinnar. 4. nóvember 2022 07:30 Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Kyrie Irving er þrítugur leikmaur sem er á sínu tólfta tímabili í NBA deildinni. Hann hefur sjö sinnum tekið þátt í Stjörnuleiknum og orðið NBA meistari einu sinni. Hann er með rúmlega 23 stig og tæplega 6 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum. Einnig hefur hann unnið gullverðlaun á Ólympíuleikunum og HM í körfubolta. Eftir nýjasta útspil hans – sem og allt bólusetningarfíaskóið – virðist sem dagar hans í deildinni gætu verið taldir. Allavega sem stjörnu sem getur gert, og sagt, hvað sem honum sýnist. The Athletic hafði samband við fjöldann allan af stjórnarmönnum deildarinnar og spurði út í stöðu Kyrie. NBA executives poll on all things Nets, at @TheAthletic: What is Kyrie Irving's future? Should they tear it down (again)? Will they trade Kevin Durant, or might he ask out (again)?"At what point is Durant gonna say 'F*** it. Get me out of here'?"https://t.co/NcfGsS3VnE— Sam Amick (@sam_amick) November 7, 2022 „Hann er andstæðan við dýrmæta vöru, sem þú vilt að leikmaður sem fær jafn mikið borgað og raun ber vitni, er,“ sagði einn. „Ég held að Kyrie muni ekki spila aftur í NBA deildinni,“ sagði annar. „Þetta verða bara eins árs samningar fyrir Irving héðan í frá,“ sagði þriðji. „Að Nike hafi rift samningnum gerir hlutina enn erfiðari fyrir hann,“ bætti sá fjórði við. Kyrie Irving er í dag leikmaður Brooklyn Nets og það verður seint sagt að það sé lognmolla í kringum það lið. Kevin Durant fékk ósk sína ekki uppfyllta en hann reyndi að komast frá liðinu í sumar. Eftir slaka byrjun var Steve Nash rekinn sem þjálfari og nú hefur félagið sett Kyrie í bann. Kyrie Nets career:111 games played128 games missed pic.twitter.com/zGFmnt1X7T— StatMuse (@statmuse) November 3, 2022 Þegar Nets nældi í þríeykið Durant, Kyrie og James Harden var talað um að liðið ætlaði sér að berjast um meistaratitilinn. Nú, þegar Harden er farinn til Philadelphia 76ers, er liðið nær því að missa af úrslitakeppninni heldur en að berjast um titilinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. 7. nóvember 2022 17:30 Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30 Vildi ekki biðjast afsökunar og var settur í fimm leikja bann af eigin félagi NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að Brooklyn Nets setti sinn eigin leikmann í fimm leikja bann vegna andgyðinglega framkomu sinnar. 4. nóvember 2022 07:30 Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. 7. nóvember 2022 17:30
Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30
Vildi ekki biðjast afsökunar og var settur í fimm leikja bann af eigin félagi NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að Brooklyn Nets setti sinn eigin leikmann í fimm leikja bann vegna andgyðinglega framkomu sinnar. 4. nóvember 2022 07:30
Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31