„Pabbi var að lemja mömmu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 11:03 Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og lýstu því öll að hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Vísir Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að barnsmóður sinni og sambýliskonu á heimili þeirra á Akureyri en þriggja ára sonur þeirra varð vitni að árásinni. Árásin átti sér stað í mars 2021. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi ráðist á konuna eftir að hún hringdi í 112 til að fá hjálp við að fjarlægja hann úr íbúðinni. Hann hafi klipið hana ítrekað í líkamann, slegið hana föstu hnefahöggi í höfuð, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess að bíta í fingur hægri handar hennar og hótað að drepa hana. Þetta gerði hann fyrir framan þriggja ára son þeirra, sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með því að berja í föður sinn. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut umtalsverða áverka víðs vegar um líkamann. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þegar lögregla mætti á staðinn hafi konan hálf kropið á gólfinu og beðið lögreglu um að „taka hann“. Hún hafi grátið, verið í miklu uppnámi og mjög hrædd. Þá er tekið fram að sonur þeirra hafi grátið mjög sárt og sagt „pabbi var að lemja mömmu“. Hann hafi kúrt sig upp að henni og haldið fast í hana og verið skelfingu lostinn. Frásögn mannsins ótrúverðug Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn muna lítið eftir því sem gerðist. Hann hefði verið dauðadrukkinn. Fyrir dómi lýsti hann því hins vegar að nokkrum dögum síðar hefði hann munað skýrt hvað gerðist þetta kvöld. Hann sagðist ekki hafa gert annað en potað í hana, bitið í fingur hennar og ýtt á háls hennar og sagðist sjálfur hafa verið hræddur við konuna. Hélt hann því fram að konan væri geðveik, haldin geðklofa, og hefði oft ráðist á hann og þau á hvort annað. Dómurinn mat það hins vegar svo að þessi frásögn mannsins væri ótrúverðug. Var meðal annars litið til þess að frásögnin var ekki í samræmi við alla þá áverka sem voru á konunni. Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Konan kvaðst ekki hafa farið út úr húsi í kjölfar þessara atvika. Hún hafi haldið til hjá móður sinnar í þrjár vikur á eftir og ekki farið í skólann í tvær vikur. Sagðist hún hafa upplifað ótta og óöryggi og átt erfitt með að vera heima hjá sér og væri enn ekki örugg heima hjá sér. Hún hafi farið til geðlæknissíns og fengið áfallameðferð þar. Maðurinn á nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2008 og hefur einu sinni hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, árið 2009. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um grófa atlögu var að ræða að barnsmóður hans að barni viðstöddu. Að mati dómsins á hann sér ekki málsbætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Akureyri Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Árásin átti sér stað í mars 2021. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi ráðist á konuna eftir að hún hringdi í 112 til að fá hjálp við að fjarlægja hann úr íbúðinni. Hann hafi klipið hana ítrekað í líkamann, slegið hana föstu hnefahöggi í höfuð, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess að bíta í fingur hægri handar hennar og hótað að drepa hana. Þetta gerði hann fyrir framan þriggja ára son þeirra, sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með því að berja í föður sinn. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut umtalsverða áverka víðs vegar um líkamann. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þegar lögregla mætti á staðinn hafi konan hálf kropið á gólfinu og beðið lögreglu um að „taka hann“. Hún hafi grátið, verið í miklu uppnámi og mjög hrædd. Þá er tekið fram að sonur þeirra hafi grátið mjög sárt og sagt „pabbi var að lemja mömmu“. Hann hafi kúrt sig upp að henni og haldið fast í hana og verið skelfingu lostinn. Frásögn mannsins ótrúverðug Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn muna lítið eftir því sem gerðist. Hann hefði verið dauðadrukkinn. Fyrir dómi lýsti hann því hins vegar að nokkrum dögum síðar hefði hann munað skýrt hvað gerðist þetta kvöld. Hann sagðist ekki hafa gert annað en potað í hana, bitið í fingur hennar og ýtt á háls hennar og sagðist sjálfur hafa verið hræddur við konuna. Hélt hann því fram að konan væri geðveik, haldin geðklofa, og hefði oft ráðist á hann og þau á hvort annað. Dómurinn mat það hins vegar svo að þessi frásögn mannsins væri ótrúverðug. Var meðal annars litið til þess að frásögnin var ekki í samræmi við alla þá áverka sem voru á konunni. Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Konan kvaðst ekki hafa farið út úr húsi í kjölfar þessara atvika. Hún hafi haldið til hjá móður sinnar í þrjár vikur á eftir og ekki farið í skólann í tvær vikur. Sagðist hún hafa upplifað ótta og óöryggi og átt erfitt með að vera heima hjá sér og væri enn ekki örugg heima hjá sér. Hún hafi farið til geðlæknissíns og fengið áfallameðferð þar. Maðurinn á nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2008 og hefur einu sinni hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, árið 2009. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um grófa atlögu var að ræða að barnsmóður hans að barni viðstöddu. Að mati dómsins á hann sér ekki málsbætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Akureyri Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira