Bættari heilsa með góðu heilsulæsi Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar 9. nóvember 2022 18:31 Heilbrigðisráðherra hefur boðað til heilbrigðisþings fimmtudaginn 10. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Að þessu sinni er heilbrigðisþingið helgað lýðheilsu og er öllum opið. Lýðheilsuþingið er haldið undir sömu formerkjum og heilbrigðisþingin sem haldin hafa verið árlega frá árinu 2018 þegar gildandi heilbrigðisstefna var í mótun. Á þinginu að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á allt það sem við sem einstaklingar getum gert til þess að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu. Með því að helga þingið í ár lýðheilsu er þeim áherslum sem fram koma í nýrri heilbrigðisstefnu fylgt eftir með áherslu á innleiðingu hennar en stefna til ársins 2030 var samþykkt á síðasta löggjafarþingi. Á þinginu verður einnig farið yfir hvernig stjórnvöld og stofnanir í samfélaginu geta skapað sem bestar aðstæður til heilsueflingar á öllum stigum æviskeiðsins. Um þessar mundir er að störfum verkefnahópur sem vinnur að mótun aðgerðaáætlunar um framkvæmd lýðheilsustefnu og afrakstur heilbrigðisþingsins á fimmtudaginn mun án efa nýtast við þá vinnu. Heilsan í dag skiptir máli fyrir framtíðina Öflugt og gott heilbrigðiskerfi skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að heilsufari þjóðarinnar og þar koma til álita margir áhrifaþættir. Um langt skeið hefur verið virk samvinna á milli Embættis landlæknis og fjölmargra sveitarfélaga um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Sveitarfélögin hafa í auknum mæli lagt áherslu á málaflokkinn og ráðið lýðheilsufulltrúa til starfa. Sveitarfélögin eru m.a. að leggja áherslu á heilsueflandi umhverfi s.s. hjóla- og gönguleiðir, næringu barna í skólum, forvarnir og heilsueflingu eldra fólks svo eitthvað sé nefnt. Efling lýðheilsu er þverfaglegt verkefni þar sem árangurinn byggist á samvinnu, sannreyndum aðferðum og skýrri stefnumörkun stjórnvalda. Út frá arðsemi skilar löggjöf mestum heilsufarslegum ábata. Út frá þeim rökum er afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti einnig áhrif löggjafar og stjórnvaldsákvarðana á heilsu landsmanna. Við erum sem þjóð að verða meðvitaðri um þá þætti sem stuðla að bættari heilsu okkar. Með því að efla heilsulæsi enn frekar má auka þekkingu og skilning á því hvaða áhrif ólíkir valkostir hafa. það er ótvíræður hagur okkar allra að við leggjum áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma og gera þjóðinni auðveldara fyrir að velja heilbrigðan lífsstíl. Heilbrigðisþing tileinkað lýðheilsu er sannarlega skref í rétta átt. Heilsa eins, hagur allra! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Jóhann Friðrik Friðriksson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur boðað til heilbrigðisþings fimmtudaginn 10. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Að þessu sinni er heilbrigðisþingið helgað lýðheilsu og er öllum opið. Lýðheilsuþingið er haldið undir sömu formerkjum og heilbrigðisþingin sem haldin hafa verið árlega frá árinu 2018 þegar gildandi heilbrigðisstefna var í mótun. Á þinginu að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á allt það sem við sem einstaklingar getum gert til þess að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu. Með því að helga þingið í ár lýðheilsu er þeim áherslum sem fram koma í nýrri heilbrigðisstefnu fylgt eftir með áherslu á innleiðingu hennar en stefna til ársins 2030 var samþykkt á síðasta löggjafarþingi. Á þinginu verður einnig farið yfir hvernig stjórnvöld og stofnanir í samfélaginu geta skapað sem bestar aðstæður til heilsueflingar á öllum stigum æviskeiðsins. Um þessar mundir er að störfum verkefnahópur sem vinnur að mótun aðgerðaáætlunar um framkvæmd lýðheilsustefnu og afrakstur heilbrigðisþingsins á fimmtudaginn mun án efa nýtast við þá vinnu. Heilsan í dag skiptir máli fyrir framtíðina Öflugt og gott heilbrigðiskerfi skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að heilsufari þjóðarinnar og þar koma til álita margir áhrifaþættir. Um langt skeið hefur verið virk samvinna á milli Embættis landlæknis og fjölmargra sveitarfélaga um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Sveitarfélögin hafa í auknum mæli lagt áherslu á málaflokkinn og ráðið lýðheilsufulltrúa til starfa. Sveitarfélögin eru m.a. að leggja áherslu á heilsueflandi umhverfi s.s. hjóla- og gönguleiðir, næringu barna í skólum, forvarnir og heilsueflingu eldra fólks svo eitthvað sé nefnt. Efling lýðheilsu er þverfaglegt verkefni þar sem árangurinn byggist á samvinnu, sannreyndum aðferðum og skýrri stefnumörkun stjórnvalda. Út frá arðsemi skilar löggjöf mestum heilsufarslegum ábata. Út frá þeim rökum er afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti einnig áhrif löggjafar og stjórnvaldsákvarðana á heilsu landsmanna. Við erum sem þjóð að verða meðvitaðri um þá þætti sem stuðla að bættari heilsu okkar. Með því að efla heilsulæsi enn frekar má auka þekkingu og skilning á því hvaða áhrif ólíkir valkostir hafa. það er ótvíræður hagur okkar allra að við leggjum áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma og gera þjóðinni auðveldara fyrir að velja heilbrigðan lífsstíl. Heilbrigðisþing tileinkað lýðheilsu er sannarlega skref í rétta átt. Heilsa eins, hagur allra! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun