Fleiri konur undir fertugt greinast með krabbamein í brjósti en leghálsi Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 10. nóvember 2022 08:00 Á síðustu tuttugu árum hafa 215 konur undir fertugt greinst með brjóstakrabbamein á sama tíma hafa 156 konur undir fertugt greinst með leghálskrabbamein. Þannig að ellefu konur yngri en fertugar greinast með brjóstakrabbamein árlega að meðtali á sama tíma greinast átta konur með leghálskrabbamein. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra. Konur fá boð fertugar en er það of seint? Frá 23 ára aldri fá konur á Íslandi boð í skimun fyrir leghálskrabbameini en íslenskar konur eru orðnar fertugar þegar að þær fá fyrst boð í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Ef að þær panta sér tíma og mæta áður en þær verða fertugar þá hefur þeim hreinlega verið vísað í burtu. Dæmi eru til um það að konum hefur verið vísað í burtu vegna þess eins að vera ekki orðnar fertugar þrátt fyrir að vera 39 ára. Jafnvel þó að um ellefu konur á ári eru að greinast undir fertugt. Aukið flækjustig minnkar líkur á að leyta sér aðstoðar Það er ekki í lagi að konum sé vísað burt og þær fái ekki þjónustu. Þær þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og svo kannski komast þær í skimun. Talað hefur verið um að íslenskar konur mæti allra verst á Norðulöndum í skimun og því ber okkur að tryggja það að konur mæti og ef þær mæta þá sé flækjustigið ekki of mikið. Við vitum að það er mun ólíklegra að einstaklingur mætir ef hann þarf að fara á marga staði. Það að konur undir 40 ára eigi fyrst að fara til heimilislæknis áður en þær fara á leitarstöð eykur flækjustig og eykur líkurnar á því að konur bíði til fertugs með það að fara. Mikilvægt að allar konur frá 30 til 40 ára hafi greiðan aðgang að skimun Á síðustu 20 árum hafa 823 konur látist vegna brjóstakrabbameins eða 41 kona á ári að meðaltali. Brjóstakrabbamein er það krabbamein sem að dregur hvað flestar konur á Íslandi til dauða á eftir lungnakrabbameini. Það er mjög mikilvægt að brugðist verði við þessum upplýsingum og að allar konur 30 ára og eldri eigi greiðan aðgang að því að koma í skimun og sé ekki vísað í burtu vegna þess að þær séu ekki búnar að fá tilvísun frá heimilislækni eða orðnar fertugar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Heilbrigðismál Píratar Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum hafa 215 konur undir fertugt greinst með brjóstakrabbamein á sama tíma hafa 156 konur undir fertugt greinst með leghálskrabbamein. Þannig að ellefu konur yngri en fertugar greinast með brjóstakrabbamein árlega að meðtali á sama tíma greinast átta konur með leghálskrabbamein. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra. Konur fá boð fertugar en er það of seint? Frá 23 ára aldri fá konur á Íslandi boð í skimun fyrir leghálskrabbameini en íslenskar konur eru orðnar fertugar þegar að þær fá fyrst boð í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Ef að þær panta sér tíma og mæta áður en þær verða fertugar þá hefur þeim hreinlega verið vísað í burtu. Dæmi eru til um það að konum hefur verið vísað í burtu vegna þess eins að vera ekki orðnar fertugar þrátt fyrir að vera 39 ára. Jafnvel þó að um ellefu konur á ári eru að greinast undir fertugt. Aukið flækjustig minnkar líkur á að leyta sér aðstoðar Það er ekki í lagi að konum sé vísað burt og þær fái ekki þjónustu. Þær þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og svo kannski komast þær í skimun. Talað hefur verið um að íslenskar konur mæti allra verst á Norðulöndum í skimun og því ber okkur að tryggja það að konur mæti og ef þær mæta þá sé flækjustigið ekki of mikið. Við vitum að það er mun ólíklegra að einstaklingur mætir ef hann þarf að fara á marga staði. Það að konur undir 40 ára eigi fyrst að fara til heimilislæknis áður en þær fara á leitarstöð eykur flækjustig og eykur líkurnar á því að konur bíði til fertugs með það að fara. Mikilvægt að allar konur frá 30 til 40 ára hafi greiðan aðgang að skimun Á síðustu 20 árum hafa 823 konur látist vegna brjóstakrabbameins eða 41 kona á ári að meðaltali. Brjóstakrabbamein er það krabbamein sem að dregur hvað flestar konur á Íslandi til dauða á eftir lungnakrabbameini. Það er mjög mikilvægt að brugðist verði við þessum upplýsingum og að allar konur 30 ára og eldri eigi greiðan aðgang að því að koma í skimun og sé ekki vísað í burtu vegna þess að þær séu ekki búnar að fá tilvísun frá heimilislækni eða orðnar fertugar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar