Borgar sig síður að fara í skóla vegna krónutöluhækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 14:30 Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM. Mynd/aðsend Krónutöluhækkanir síðustu ára hafa leitt til þess að það borgar sig síður hér á landi en annars staðar að fara í skóla, segir hagfræðingur BHM. Um fjórðungur Íslendinga er einungis með grunnskólapróf og hlutfallið er það hæsta á Norðurlöndum. BHM kynnti í morgun áherslur sínar fyrir komandi kjaraviðræður og samkvæmt þeim verða prósentuhækkanir stærsta krafa félagsins. Vísað er til þess að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins hafi komið fólki misvel og að kaupmáttur félagsmanna ASÍ hafi til að mynda aukist langt umfram kaupmátt þeirra sem eru í aðildarfélögum BHM. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM segir að áframhald þess væri óásættanleg niðurstaða. „Við getum ekki samþykkt það að fara inn í annað kjarasamningstímabil þar sem kaupmáttur mun rýrna. Þá erum við að sjá fimm til sex ára tímabil af kaupmáttarrýrnun, ekki bara fyrir sérfræðinga hjá ríkinu heldur fyrir millistéttina í heild sinni,“ segir Vilhjálmur. Aðsókn ungs fólks í háskólanám er minni hér en í öðrum löndum. Aðeins 38% fólks á aldrinum 25–34 ára hefur aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð Samhliða því að kröfurnar voru kynntar var birt ný rannsókn sem var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á virði menntunar í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt henni er menntunarstig á Íslandi óvenju lágt og um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára er einungis með grunnskólamenntun. Hlutfallið er hærra en á hinum Norðurlöndunum. „Við sjáum bara á Íslandi að það borgar sig mun síður að fara í skóla en í öðrum löndum. Og mun síður en á Norðurlöndunum. Þetta er meðal ananrs vegna áhrifa krónutöluhækkana síðustu ára. Og við teljum bara að frekari krónutöluhækkanir muni hafa skaðleg áhrif á hvata til náms á Íslandi.“ Samkvæmt skýrslunni eru háskólamenntaðar konur með um þriðjungi lægri laun en karlar meirihluta starfsævinnar. „Það hallar verulega á konur á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar hjá sveitarfélögunum, sem eru áttatíu prósent konur, eru til að mynda með fjörutíu prósentum lægra tímakaup en allir karlkyns sérfræðingar á almenna markaðnum,“ segir Vilhjálmur. „Það hefur bara aldrei myndast markaðsverð fyrir þessi störf, til dæmis þroskaþjálfar sem eru eingöngu á opinbera markaðnum, þeir hafa bara kannski ekki verið í þeirri samningsstöðu að fá borgað í samræmi við samfélagslegt verðmæti.“ Önnur stærsta krafa BHM er að virði vanmetinna starfa á vinnumarkaðnum, þar sem konur eru í meirihluta, verði leiðrétt umfram prósentuhækkanir. „Lausnin við þessu er í rauninni tvíþætt - prósentuhækkun og leiðrétting á skökku virði starfa.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
BHM kynnti í morgun áherslur sínar fyrir komandi kjaraviðræður og samkvæmt þeim verða prósentuhækkanir stærsta krafa félagsins. Vísað er til þess að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins hafi komið fólki misvel og að kaupmáttur félagsmanna ASÍ hafi til að mynda aukist langt umfram kaupmátt þeirra sem eru í aðildarfélögum BHM. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM segir að áframhald þess væri óásættanleg niðurstaða. „Við getum ekki samþykkt það að fara inn í annað kjarasamningstímabil þar sem kaupmáttur mun rýrna. Þá erum við að sjá fimm til sex ára tímabil af kaupmáttarrýrnun, ekki bara fyrir sérfræðinga hjá ríkinu heldur fyrir millistéttina í heild sinni,“ segir Vilhjálmur. Aðsókn ungs fólks í háskólanám er minni hér en í öðrum löndum. Aðeins 38% fólks á aldrinum 25–34 ára hefur aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð Samhliða því að kröfurnar voru kynntar var birt ný rannsókn sem var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á virði menntunar í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt henni er menntunarstig á Íslandi óvenju lágt og um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára er einungis með grunnskólamenntun. Hlutfallið er hærra en á hinum Norðurlöndunum. „Við sjáum bara á Íslandi að það borgar sig mun síður að fara í skóla en í öðrum löndum. Og mun síður en á Norðurlöndunum. Þetta er meðal ananrs vegna áhrifa krónutöluhækkana síðustu ára. Og við teljum bara að frekari krónutöluhækkanir muni hafa skaðleg áhrif á hvata til náms á Íslandi.“ Samkvæmt skýrslunni eru háskólamenntaðar konur með um þriðjungi lægri laun en karlar meirihluta starfsævinnar. „Það hallar verulega á konur á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar hjá sveitarfélögunum, sem eru áttatíu prósent konur, eru til að mynda með fjörutíu prósentum lægra tímakaup en allir karlkyns sérfræðingar á almenna markaðnum,“ segir Vilhjálmur. „Það hefur bara aldrei myndast markaðsverð fyrir þessi störf, til dæmis þroskaþjálfar sem eru eingöngu á opinbera markaðnum, þeir hafa bara kannski ekki verið í þeirri samningsstöðu að fá borgað í samræmi við samfélagslegt verðmæti.“ Önnur stærsta krafa BHM er að virði vanmetinna starfa á vinnumarkaðnum, þar sem konur eru í meirihluta, verði leiðrétt umfram prósentuhækkanir. „Lausnin við þessu er í rauninni tvíþætt - prósentuhækkun og leiðrétting á skökku virði starfa.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira