Satt, hálfsatt og ósatt í umræðu um læsiskennslu á Íslandi: Hvað er læsi? Rúnar Sigþórsson skrifar 11. nóvember 2022 07:00 Læsismenntun er ofarlega á forgangslista í menntamálum flestra þjóða en að sama skapi umdeilt viðfangsefni í skólastarfi. Ísland er þar engin undantekning. Síðustu vikur hefur færst mikið líf í þessa umræðu, meðal annars með þingsályktunartillögu Flokks fólksins um að binda tiltekna kennsluaðferð í aðalnámskrá, og innleiða samhliða í alla grunnskóla landsins hugmyndafræði nýstofnaðs Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann sem ekki er búið að slíta barnsskónum. Í þessari umræðu hefur margt borið á góma; sumt af því ígrundað, annað hæpið og enn annað hreinir órar. Í þessari grein og tveimur öðrum sem fylgja munu verður brugðist, beint eða óbeint, við nokkrum þáttum í þessari umræðu. Læsi er allt umlykjandi, bæði í skólastarfi og á öðrum sviðum mannlegs samfélags. Í aðalnámskrá grunnskóla er læsi einn af grunnþáttum menntunar sem „skulu vera leiðarljós í almennri menntun“ eins og það er orðað í námskránni. Læsi er þar með hluti af því sem gerir skólann að lýðræðislegum vettvangi menntunar fyrir alla þar sem leitast er við að ryðja úr vegi hindrunum fyrir menntun og þátttöku allra nemenda. Læsi kemur enn fremur á einn eða annan hátt við sögu í flestum þáttum lykilhæfni sem tilgreindir eru í námskránni, einkum tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun og nýtingu miðla og upplýsinga. Námskráin leggur enn fremur áhersla á miðlalæsi sem lykilþátt í tæknivæddum samfélögum nútímans. Flestar alþjóðlegar skilgreiningar á lykilhæfni, svo sem frá OECD og alþjóðastofnunum á borð við UNESCO, leggja einnig áherslu á læsi og þýðingu þess fyrir farsæld einstaklinga og samfélaga, lýðræði, félagslega þátttöku og mannréttindi. Sá tími er að flestra dómi liðinn að hægt sé að líta á læsi fyrst og fremst eða jafnvel eingöngu sem hugræna færni sem felst í að átta sig á tengslum bókstafa og hljóða til að geta lesið texta hratt og af öryggi. Yfirleitt er þetta kallað umskráning. Um mikilvægi þessa þáttar er þó í sjálfu sér enginn ágreiningur meðal læsisfræðinga enda þótt þá greini á um hvernig best sé að standa að námi og kennslu í þessum þætti læsis. En þótt hin tæknilega færni sé nauðsynleg dugar hún skammt ein og sér og það er varasöm einföldun að líta svo á að hún nægi til að kveða upp þann úrskurð að einhver sé læs, hvað þá fulllæs. Þess í stað líta nú miklu fleiri á læsi sem félagsmenningarlegt fyrirbæri sem er vissulega háð hugrænni færni en jafnframt háð félagslegum og menningarlegum bakgrunni einstaklinga og fjölskyldna. Síðast en ekki síst er læsi háð sjálfsmynd þeirra sem lesa og þeirri þýðingu sem þeir telja læsi hafa fyrir sig sem einstaklinga. Í íslensku aðalnámskránni er læsi litið svipuðum augum. Þar er tekið fram að enda þótt læsi sé vissulega háð hugrænni og tæknilegri færni sé það ekki hæfni sem hægt er að öðlast í eitt skipti fyrir öll; þess í stað sé það ævilangt ferli, félagslegt í eðli sínu, snúist um sköpun og miðlun merkingar og eigi sér aldrei stað í tómarúmi eða óháð stað og stund og bakgrunni þess sem les eða skrifar (sjá ítarlegri umfjöllun í bók Rósu Eggertsdóttir Hið ljúfa læsi: Handbók um læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema, útgefin af höfundi 2019). Eitt af því sem kynt hefur undir umræðu um læsiskennslu í íslenskum skólum er frammistaða 15 ára unglinga á PISA-prófunum sem lögð hafa verið fyrir á þriggja ára fresti síðan árið 2000. Segja má að frammistöðu íslenskra nemenda í lesskilningi hafi hrakað jafnt og þétt á þessu tímabili. Frammistaðan 2012 varð tilefni Hvítbókar þáverandi menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, og læsisátaks meðal þjóðarinnar sem hleypt var af stokkunum 2015. Það virðist nú fallið í gleymsku og dá enda þótt lesa megi þróun í sömu átt út úr PISA-prófinu 2018. Í niðurstöðum PISA-prófanna hallar áberandi á drengi sem hefur orðið kveikja þeirrar lífseigu möntru að þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns. Í íslensku skýrslunni um PISA-prófin 2018 er lesskilningur skilgreindur þannig að hann snúist um „hæfni til að skilja, nota, meta, ígrunda og ástunda lestur á texta í þeim tilgangi að ná markmiðum sínum, þroska þekkingu sína og hæfileika, og að taka þátt í samfélaginu“ (bls. 14). Lesskilningur, segir í skýrslunni, kemur að gagni á mörgum sviðum í lífinu: „Í formlegu námi, vinnu, ævimenntun og í virkri borgaralegri þátttöku … stuðlar að aukinni farsæld … og í persónulegum þroska … gerir nemendum kleift að lesa sér til sívaxandi þekkingar og færni út lífið (bls. 15). Sú skilgreining sem þarna liggur til grundvallar sver sig augljóslega í þá ætt sem lýst var hér að framan um eðli læsis. Samt bregður svo við að umræðan um viðbrögð skólakerfisins beinist svo að segja öll að lestrarkennslu í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla og að þeirri tæknilegu færni sem felst í að læra að umskrá – það er að segja að átta sig á samhengi stafa og hljóða (ég veigra mér við málblóminu „að brjóta kóðann“) – til að geta lesið merkingarlitlar orðarunur á borð við: „Afi á ís“. Aftur á móti heyrist fátt um rök fyrir samhenginu milli slíks yfirborðslestrar og þess djúplestrar sem felst í skilgreiningu PISA. Það verður heldur ekki betur séð en að þeir sem kynda undir þessari umræðu skili auðu varðandi læsiskennslu á mið- og unglingstigi grunnskóla og setji samasemmerki milli slakrar frammistöðu á PISA og slakrar færni í umskráningu. Það verður að telja í meira lagi vafasamt. Læsi er flókin hæfni sett er saman úr mögum þáttum og mörgu háð. Þróun læsiskennslu í grunnskólum þarf einnig að byggjast á mörgum þáttum: Einn af þeim er vissulega lestrarkennsla yngstu barnanna en það er fráleitt að halda að henni geti lokið þar og í besta falli hálfsannleikur að halda því fram að börn geti orðið „fulllæs“ í 2. bekk. Það er þvert á móti ævilangt viðfangsefni að verða fullæs og byggist á því að ástunda alla þætti læsis: textalestur, hlustun og tjáningu í rituðu sem töluðu máli. Á því þarf að byggja læsismenntun í íslenskum skólum – ekki bara til að verða góð á PISA heldur til þess að stuðla að farsæld barna og fullorðinna og farsælli þróun samfélaga. Höfundur er prófessor emeritus við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Grunnskólar Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Læsismenntun er ofarlega á forgangslista í menntamálum flestra þjóða en að sama skapi umdeilt viðfangsefni í skólastarfi. Ísland er þar engin undantekning. Síðustu vikur hefur færst mikið líf í þessa umræðu, meðal annars með þingsályktunartillögu Flokks fólksins um að binda tiltekna kennsluaðferð í aðalnámskrá, og innleiða samhliða í alla grunnskóla landsins hugmyndafræði nýstofnaðs Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann sem ekki er búið að slíta barnsskónum. Í þessari umræðu hefur margt borið á góma; sumt af því ígrundað, annað hæpið og enn annað hreinir órar. Í þessari grein og tveimur öðrum sem fylgja munu verður brugðist, beint eða óbeint, við nokkrum þáttum í þessari umræðu. Læsi er allt umlykjandi, bæði í skólastarfi og á öðrum sviðum mannlegs samfélags. Í aðalnámskrá grunnskóla er læsi einn af grunnþáttum menntunar sem „skulu vera leiðarljós í almennri menntun“ eins og það er orðað í námskránni. Læsi er þar með hluti af því sem gerir skólann að lýðræðislegum vettvangi menntunar fyrir alla þar sem leitast er við að ryðja úr vegi hindrunum fyrir menntun og þátttöku allra nemenda. Læsi kemur enn fremur á einn eða annan hátt við sögu í flestum þáttum lykilhæfni sem tilgreindir eru í námskránni, einkum tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun og nýtingu miðla og upplýsinga. Námskráin leggur enn fremur áhersla á miðlalæsi sem lykilþátt í tæknivæddum samfélögum nútímans. Flestar alþjóðlegar skilgreiningar á lykilhæfni, svo sem frá OECD og alþjóðastofnunum á borð við UNESCO, leggja einnig áherslu á læsi og þýðingu þess fyrir farsæld einstaklinga og samfélaga, lýðræði, félagslega þátttöku og mannréttindi. Sá tími er að flestra dómi liðinn að hægt sé að líta á læsi fyrst og fremst eða jafnvel eingöngu sem hugræna færni sem felst í að átta sig á tengslum bókstafa og hljóða til að geta lesið texta hratt og af öryggi. Yfirleitt er þetta kallað umskráning. Um mikilvægi þessa þáttar er þó í sjálfu sér enginn ágreiningur meðal læsisfræðinga enda þótt þá greini á um hvernig best sé að standa að námi og kennslu í þessum þætti læsis. En þótt hin tæknilega færni sé nauðsynleg dugar hún skammt ein og sér og það er varasöm einföldun að líta svo á að hún nægi til að kveða upp þann úrskurð að einhver sé læs, hvað þá fulllæs. Þess í stað líta nú miklu fleiri á læsi sem félagsmenningarlegt fyrirbæri sem er vissulega háð hugrænni færni en jafnframt háð félagslegum og menningarlegum bakgrunni einstaklinga og fjölskyldna. Síðast en ekki síst er læsi háð sjálfsmynd þeirra sem lesa og þeirri þýðingu sem þeir telja læsi hafa fyrir sig sem einstaklinga. Í íslensku aðalnámskránni er læsi litið svipuðum augum. Þar er tekið fram að enda þótt læsi sé vissulega háð hugrænni og tæknilegri færni sé það ekki hæfni sem hægt er að öðlast í eitt skipti fyrir öll; þess í stað sé það ævilangt ferli, félagslegt í eðli sínu, snúist um sköpun og miðlun merkingar og eigi sér aldrei stað í tómarúmi eða óháð stað og stund og bakgrunni þess sem les eða skrifar (sjá ítarlegri umfjöllun í bók Rósu Eggertsdóttir Hið ljúfa læsi: Handbók um læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema, útgefin af höfundi 2019). Eitt af því sem kynt hefur undir umræðu um læsiskennslu í íslenskum skólum er frammistaða 15 ára unglinga á PISA-prófunum sem lögð hafa verið fyrir á þriggja ára fresti síðan árið 2000. Segja má að frammistöðu íslenskra nemenda í lesskilningi hafi hrakað jafnt og þétt á þessu tímabili. Frammistaðan 2012 varð tilefni Hvítbókar þáverandi menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, og læsisátaks meðal þjóðarinnar sem hleypt var af stokkunum 2015. Það virðist nú fallið í gleymsku og dá enda þótt lesa megi þróun í sömu átt út úr PISA-prófinu 2018. Í niðurstöðum PISA-prófanna hallar áberandi á drengi sem hefur orðið kveikja þeirrar lífseigu möntru að þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns. Í íslensku skýrslunni um PISA-prófin 2018 er lesskilningur skilgreindur þannig að hann snúist um „hæfni til að skilja, nota, meta, ígrunda og ástunda lestur á texta í þeim tilgangi að ná markmiðum sínum, þroska þekkingu sína og hæfileika, og að taka þátt í samfélaginu“ (bls. 14). Lesskilningur, segir í skýrslunni, kemur að gagni á mörgum sviðum í lífinu: „Í formlegu námi, vinnu, ævimenntun og í virkri borgaralegri þátttöku … stuðlar að aukinni farsæld … og í persónulegum þroska … gerir nemendum kleift að lesa sér til sívaxandi þekkingar og færni út lífið (bls. 15). Sú skilgreining sem þarna liggur til grundvallar sver sig augljóslega í þá ætt sem lýst var hér að framan um eðli læsis. Samt bregður svo við að umræðan um viðbrögð skólakerfisins beinist svo að segja öll að lestrarkennslu í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla og að þeirri tæknilegu færni sem felst í að læra að umskrá – það er að segja að átta sig á samhengi stafa og hljóða (ég veigra mér við málblóminu „að brjóta kóðann“) – til að geta lesið merkingarlitlar orðarunur á borð við: „Afi á ís“. Aftur á móti heyrist fátt um rök fyrir samhenginu milli slíks yfirborðslestrar og þess djúplestrar sem felst í skilgreiningu PISA. Það verður heldur ekki betur séð en að þeir sem kynda undir þessari umræðu skili auðu varðandi læsiskennslu á mið- og unglingstigi grunnskóla og setji samasemmerki milli slakrar frammistöðu á PISA og slakrar færni í umskráningu. Það verður að telja í meira lagi vafasamt. Læsi er flókin hæfni sett er saman úr mögum þáttum og mörgu háð. Þróun læsiskennslu í grunnskólum þarf einnig að byggjast á mörgum þáttum: Einn af þeim er vissulega lestrarkennsla yngstu barnanna en það er fráleitt að halda að henni geti lokið þar og í besta falli hálfsannleikur að halda því fram að börn geti orðið „fulllæs“ í 2. bekk. Það er þvert á móti ævilangt viðfangsefni að verða fullæs og byggist á því að ástunda alla þætti læsis: textalestur, hlustun og tjáningu í rituðu sem töluðu máli. Á því þarf að byggja læsismenntun í íslenskum skólum – ekki bara til að verða góð á PISA heldur til þess að stuðla að farsæld barna og fullorðinna og farsælli þróun samfélaga. Höfundur er prófessor emeritus við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun