Höfuðborg hárra skatta Ólafur Stephensen skrifar 11. nóvember 2022 10:01 Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á. Myndin sem teiknast upp er sú að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur eru öll með mun lægri álögur á atvinnuhúsnæði en höfuðborgin og sum hyggjast lækka þær enn frekar á næsta ári. Hafnarfjörður hefur þegar lækkað fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði úr hinu lögleyfða hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% á stuttum tíma til að mæta miklum hækkunum á matinu. Sú prósenta verður óbreytt á næsta ári. Kópavogur hefur tilkynnt lækkun á fasteignaskattinum; hann verður 1,42% á atvinnuhúsnæði á næsta ári. Í Mosfellsbæ er lagt til að skattprósentan lækki og verði 1,52%. Í Garðabæ er skatturinn 1,55% á þessu ári, en boðað er að lögð verði til lækkun á milli umræðna í bæjarstjórn. Seltjarnarnes hefur lengi skorið sig úr með 1,185% skatt á atvinnuhúsnæði – en einnig þar er boðuð lækkun. Reykjavík, sem innheimtir um helming allra fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á landinu, trónir á toppnum með sín 1,6%. Borgin hefur lækkað skatt á atvinnuhúsnæði bæði seinna og minna en nágrannasveitarfélögin og þannig vegið lítið upp á móti fordæmalausum hækkunum á fasteignamati. Það var ekki fyrr en árið 2021 sem borgin lækkaði skattinn úr hámarkinu, 1,65%, niður í 1,6%. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan skilaði sú breyting sér í tímabundinni lækkun skatttekna á því ári. Á næsta ári mun borgin hins vegar ná þeim áfanga að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafi tvöfaldazt á þeim tíma sem liðinn er frá frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við gerð fasteignamats fyrir atvinnuhúsnæði. Skatttekjur borgarinnar af húsnæði atvinnurekenda hafa þá hækkað úr 8,4 milljörðum árið 2015 í 16,9 milljarða árið 2023 – um 101%. Á þessum tíma hafa skattarnir hækkað um rúmlega milljarð á ári að jafnaði. Lítil lækkun og seint Þetta gerist þrátt fyrir að í meirihluta borgarstjórnar séu flokkar sem lofuðu lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir kosningarnar síðastliðið vor. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagðist í hlaðvarpsþættinum Kaffikróknum hjá FA vilja færa fasteignaskattinn nær því sem væri t.d. í Hafnarfirði, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sagðist vilja lækka hann niður í 1,55%. Slík lækkun myndi reyndar þýða að borgin væri enn með hæsta fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan í meirihlutasáttmálanum er hins vegar sú að boðuð er lækkun – ekki kemur fram hversu mikil – í lok kjörtímabilsins. Á næsta ári hyggst Reykjavíkurborg sækja 1,7 milljarða í viðbótarskatttekjur til fyrirtækjanna í borginni með því að halda skattprósentunni óbreyttri. Einhverjir sem kusu áðurnefnda flokka út á stefnu þeirra í málefnum atvinnulífsins, hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Höfuðborg atvinnurekstrar? „Fyrirtæki eru að leita annað. Stórfyrirtæki sem vilja koma hingað og reisa stórt atvinnuhúsnæði upp á þúsundir fermetra, fá ekki svör hjá borginni af því að það eru ekki lóðir í boði. Við sjáum fyrirtæki eins og Icelandair sem er að flytja úr borginni. Þetta er allt röng þróun sem við þurfum að snúa við. Ef við horfum á þetta úr þrjátíu þúsund fetum þá vil ég að Reykjavík sé höfuðborg atvinnurekstrar á Íslandi. Það er hægt að snúa þessu við með því að laða fyrirtækin inn í borgina fremur en að ýta þeim út,“ sagði Einar Þorsteinsson, núverandi formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, í áðurnefndum hlaðvarpsþætti FA. Niðurstaðan virðist fremur sú að Reykjavík sé orðin höfuðborg hárra skatta á atvinnulífið. Skattastefnan er hluti af atvinnustefnunni Félag atvinnurekenda gagnrýndi fyrir kosningar að gefin væri út ný atvinnu- og nýsköpunarstefna borgarinnar án þess að minnast einu orði á skatta. Skattastefnan er að sjálfsögðu hluti af atvinnustefnunni. Stefna borgarinnar um háa skatta er ein ástæða þess að fyrirtæki „kjósa með fótunum“, eins og bæjarstjórinn í Kópavogi orðaði það í blaðagrein í vikunni, og færa sig í önnur sveitarfélög. Í samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna í Reykjavík segir: „Við viljum tryggja gott framboð atvinnulóða og finna léttri iðnaðarstarfsemi stað. Við viljum kortleggja eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og skapandi samvinnurýmum og styðja við slíka uppbyggingu í takt við þörf í blandaðri byggð í hverfum.“ Hljómar vel – en hver á að vilja lóðir undir nýtt atvinnuhúsnæði þegar nágrannasveitarfélögin bjóða augljóslega betur, bæði í lóða- og skattamálum? Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn tíma til að gera skynsamlegar breytingar á fjárhagsáætlun næsta árs. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Reykjavík Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á. Myndin sem teiknast upp er sú að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur eru öll með mun lægri álögur á atvinnuhúsnæði en höfuðborgin og sum hyggjast lækka þær enn frekar á næsta ári. Hafnarfjörður hefur þegar lækkað fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði úr hinu lögleyfða hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% á stuttum tíma til að mæta miklum hækkunum á matinu. Sú prósenta verður óbreytt á næsta ári. Kópavogur hefur tilkynnt lækkun á fasteignaskattinum; hann verður 1,42% á atvinnuhúsnæði á næsta ári. Í Mosfellsbæ er lagt til að skattprósentan lækki og verði 1,52%. Í Garðabæ er skatturinn 1,55% á þessu ári, en boðað er að lögð verði til lækkun á milli umræðna í bæjarstjórn. Seltjarnarnes hefur lengi skorið sig úr með 1,185% skatt á atvinnuhúsnæði – en einnig þar er boðuð lækkun. Reykjavík, sem innheimtir um helming allra fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á landinu, trónir á toppnum með sín 1,6%. Borgin hefur lækkað skatt á atvinnuhúsnæði bæði seinna og minna en nágrannasveitarfélögin og þannig vegið lítið upp á móti fordæmalausum hækkunum á fasteignamati. Það var ekki fyrr en árið 2021 sem borgin lækkaði skattinn úr hámarkinu, 1,65%, niður í 1,6%. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan skilaði sú breyting sér í tímabundinni lækkun skatttekna á því ári. Á næsta ári mun borgin hins vegar ná þeim áfanga að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafi tvöfaldazt á þeim tíma sem liðinn er frá frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við gerð fasteignamats fyrir atvinnuhúsnæði. Skatttekjur borgarinnar af húsnæði atvinnurekenda hafa þá hækkað úr 8,4 milljörðum árið 2015 í 16,9 milljarða árið 2023 – um 101%. Á þessum tíma hafa skattarnir hækkað um rúmlega milljarð á ári að jafnaði. Lítil lækkun og seint Þetta gerist þrátt fyrir að í meirihluta borgarstjórnar séu flokkar sem lofuðu lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir kosningarnar síðastliðið vor. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagðist í hlaðvarpsþættinum Kaffikróknum hjá FA vilja færa fasteignaskattinn nær því sem væri t.d. í Hafnarfirði, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sagðist vilja lækka hann niður í 1,55%. Slík lækkun myndi reyndar þýða að borgin væri enn með hæsta fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan í meirihlutasáttmálanum er hins vegar sú að boðuð er lækkun – ekki kemur fram hversu mikil – í lok kjörtímabilsins. Á næsta ári hyggst Reykjavíkurborg sækja 1,7 milljarða í viðbótarskatttekjur til fyrirtækjanna í borginni með því að halda skattprósentunni óbreyttri. Einhverjir sem kusu áðurnefnda flokka út á stefnu þeirra í málefnum atvinnulífsins, hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Höfuðborg atvinnurekstrar? „Fyrirtæki eru að leita annað. Stórfyrirtæki sem vilja koma hingað og reisa stórt atvinnuhúsnæði upp á þúsundir fermetra, fá ekki svör hjá borginni af því að það eru ekki lóðir í boði. Við sjáum fyrirtæki eins og Icelandair sem er að flytja úr borginni. Þetta er allt röng þróun sem við þurfum að snúa við. Ef við horfum á þetta úr þrjátíu þúsund fetum þá vil ég að Reykjavík sé höfuðborg atvinnurekstrar á Íslandi. Það er hægt að snúa þessu við með því að laða fyrirtækin inn í borgina fremur en að ýta þeim út,“ sagði Einar Þorsteinsson, núverandi formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, í áðurnefndum hlaðvarpsþætti FA. Niðurstaðan virðist fremur sú að Reykjavík sé orðin höfuðborg hárra skatta á atvinnulífið. Skattastefnan er hluti af atvinnustefnunni Félag atvinnurekenda gagnrýndi fyrir kosningar að gefin væri út ný atvinnu- og nýsköpunarstefna borgarinnar án þess að minnast einu orði á skatta. Skattastefnan er að sjálfsögðu hluti af atvinnustefnunni. Stefna borgarinnar um háa skatta er ein ástæða þess að fyrirtæki „kjósa með fótunum“, eins og bæjarstjórinn í Kópavogi orðaði það í blaðagrein í vikunni, og færa sig í önnur sveitarfélög. Í samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna í Reykjavík segir: „Við viljum tryggja gott framboð atvinnulóða og finna léttri iðnaðarstarfsemi stað. Við viljum kortleggja eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og skapandi samvinnurýmum og styðja við slíka uppbyggingu í takt við þörf í blandaðri byggð í hverfum.“ Hljómar vel – en hver á að vilja lóðir undir nýtt atvinnuhúsnæði þegar nágrannasveitarfélögin bjóða augljóslega betur, bæði í lóða- og skattamálum? Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn tíma til að gera skynsamlegar breytingar á fjárhagsáætlun næsta árs. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar