Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 11:58 Menn eru ekki á einu máli um það hvort „venjuleg“ vetrardekk séu jafn góð til vetrarbrúks og negld dekk. Getty Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. Sú spurning vakni hvort lögregla hafi heimild til að fara á svig við lögin. Þetta kemur fram í bókun sem fyrrnefndir fulltrúar lögðu fram í ráðinu á miðvikudag. Þar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu megi rekja 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári til svifryksmengunar og vitað sé að nagladekk eigi verulegan þátt í þessari mengun. Auk þess skapist verulegur aukakostnaður vegna slits á malbiki. Það er stefna Reykjavíkurborgar að innan við 20% bílaflotans í borginni verði á nagladekkjum og að tekið verði gjald fyrir notkun þeirra. Samkvæmt tölum borgarinnar voru 3% ökumanna á nöglum í október í fyrra en 15% í október síðastliðinum. Hjálmar Sveinsson „Við erum að benda á það að það eru mjög margir og nú samkvæmt síðustu talningum eru til dæmis mun fleiri komnir á nagladekk í október og jafnvel í byrjun október, þó að það sé ekki leyfilegt að setja nagaldekk undir fyrr en 1. nóvember,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir sérkennilegt að lögregla gefi það út ár eftir ár að ökumenn verði ekki sektaðir fyrir að fara ekki eftir lögum. Spurður að því hvort þeir sem velja að fara fyrr á negld dekk geri það ekki einfaldlega vegna þess að þeir telji þá þurfa þess segir Hjálmar að það megi vel vera. „En það er samt núna, á þessum haustmánuðum, hefur verið einmuna blíða og við höfum í borginni bent á að nagladekk eru í rauninni óþörf í Reykjavík og að það eru til góð vetrardekk sem gera sama gagn.“ Í ályktun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði að skýrar vísbendingar væru um að nagladekkjanotkun væri að aukast í Reykjavík. „Þessa þróun má líklega rekja til óánægju með frammistöðu Reykjavíkurborgar við snjóruðning í húsagötum síðasta vetur, ekki síst í efri byggðum. Þá þjónustu þarf að bæta.“ Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs. Nagladekk Reykjavík Borgarstjórn Lögreglan Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Sú spurning vakni hvort lögregla hafi heimild til að fara á svig við lögin. Þetta kemur fram í bókun sem fyrrnefndir fulltrúar lögðu fram í ráðinu á miðvikudag. Þar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu megi rekja 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári til svifryksmengunar og vitað sé að nagladekk eigi verulegan þátt í þessari mengun. Auk þess skapist verulegur aukakostnaður vegna slits á malbiki. Það er stefna Reykjavíkurborgar að innan við 20% bílaflotans í borginni verði á nagladekkjum og að tekið verði gjald fyrir notkun þeirra. Samkvæmt tölum borgarinnar voru 3% ökumanna á nöglum í október í fyrra en 15% í október síðastliðinum. Hjálmar Sveinsson „Við erum að benda á það að það eru mjög margir og nú samkvæmt síðustu talningum eru til dæmis mun fleiri komnir á nagladekk í október og jafnvel í byrjun október, þó að það sé ekki leyfilegt að setja nagaldekk undir fyrr en 1. nóvember,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir sérkennilegt að lögregla gefi það út ár eftir ár að ökumenn verði ekki sektaðir fyrir að fara ekki eftir lögum. Spurður að því hvort þeir sem velja að fara fyrr á negld dekk geri það ekki einfaldlega vegna þess að þeir telji þá þurfa þess segir Hjálmar að það megi vel vera. „En það er samt núna, á þessum haustmánuðum, hefur verið einmuna blíða og við höfum í borginni bent á að nagladekk eru í rauninni óþörf í Reykjavík og að það eru til góð vetrardekk sem gera sama gagn.“ Í ályktun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði að skýrar vísbendingar væru um að nagladekkjanotkun væri að aukast í Reykjavík. „Þessa þróun má líklega rekja til óánægju með frammistöðu Reykjavíkurborgar við snjóruðning í húsagötum síðasta vetur, ekki síst í efri byggðum. Þá þjónustu þarf að bæta.“ Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs.
Nagladekk Reykjavík Borgarstjórn Lögreglan Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira