„Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. nóvember 2022 19:05 Hér má sjá Conroy árita félaga sinn til margra ára. Twitter/DC Animated Kevin Conroy, rödd Leðurblökumannsins til margra ára, er látinn 66 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Fyrrum samstarfsfélagar Conroy minnast hans með hlýhug en Conroy er einna þekktastur fyrir talsetningu sína á Leðurblökumanninum. Ferðalög Conroy og teiknimyndaofurhetjunnar miklu urðu samofin árið 1992 þegar hann ljáði hetjunni rödd sína í teiknimyndaþáttunum „Batman: The Animated Series.“ Göngu þáttanna lauk árið 1996 en Conroy var tengdur Leðurblökumanninum allar götur síðan og talsetti gríðarlegt magn teiknimynda og efnis honum tengdum. Conroy tók þátt í um sextíu verkefnum sem Leðurblökumaðurinn, þar á meðal voru fjögur hundruð teiknimyndaþættir og meira en 100 klukkutímar af sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá teiknimyndarisanum DC Comics. Thank you. pic.twitter.com/hB4XUy8Gw1— Batman (@Batman) November 11, 2022 Haft er eftir leikaranum Mark Hammill þar sem hann rifjar upp samstarf sitt með Conroy og segir hann Conroy vera hinn eina sanna Leðurblökumann. „Þetta var ein af þessum fullkomnu atburðarásum þar sem að þeir fengu fullkomnamanninn í rétta hlutverkið og heimurinn batnaði við það. Takturinn hans og fágun, tónn og afgreiðsla – þetta allt hjálpaði mér líka með mína frammistöðu. Hann var hinn fullkomni mótleikari – þetta var svo samfallandi og skapandi upplifun. Ég hefði ekki getað þetta án hans. Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður,“ sagði Mark Hamill en hann talsetti Jókerinn á móti Leðurblökumanni Conroy. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Andlát Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fyrrum samstarfsfélagar Conroy minnast hans með hlýhug en Conroy er einna þekktastur fyrir talsetningu sína á Leðurblökumanninum. Ferðalög Conroy og teiknimyndaofurhetjunnar miklu urðu samofin árið 1992 þegar hann ljáði hetjunni rödd sína í teiknimyndaþáttunum „Batman: The Animated Series.“ Göngu þáttanna lauk árið 1996 en Conroy var tengdur Leðurblökumanninum allar götur síðan og talsetti gríðarlegt magn teiknimynda og efnis honum tengdum. Conroy tók þátt í um sextíu verkefnum sem Leðurblökumaðurinn, þar á meðal voru fjögur hundruð teiknimyndaþættir og meira en 100 klukkutímar af sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá teiknimyndarisanum DC Comics. Thank you. pic.twitter.com/hB4XUy8Gw1— Batman (@Batman) November 11, 2022 Haft er eftir leikaranum Mark Hammill þar sem hann rifjar upp samstarf sitt með Conroy og segir hann Conroy vera hinn eina sanna Leðurblökumann. „Þetta var ein af þessum fullkomnu atburðarásum þar sem að þeir fengu fullkomnamanninn í rétta hlutverkið og heimurinn batnaði við það. Takturinn hans og fágun, tónn og afgreiðsla – þetta allt hjálpaði mér líka með mína frammistöðu. Hann var hinn fullkomni mótleikari – þetta var svo samfallandi og skapandi upplifun. Ég hefði ekki getað þetta án hans. Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður,“ sagði Mark Hamill en hann talsetti Jókerinn á móti Leðurblökumanni Conroy.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Andlát Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira