Enginn Klopp á hliðarlínunni gegn Southampton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 19:15 Atvikið sem orsakaði það að Klopp verður í banni á morgun. Laurence Griffiths/Getty Images Fyrsta verkefni Nathan Jones sem þjálfara Southampton verður talsvert auðveldara þar sem það verður enginn Jürgen Klopp geltandi á hann þegar Liverpool tekur á móti Dýrlingunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á morgun hefst síðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar áður en farið verður í rúmlega mánaðarlangt frí svo hægt sé að spila heimsmeistaramót í Katar. Meðal leikja morgundagsins er viðureign Liverpool og Southampton en gestirnir eru nýbúnir að ráða nýjan stjóra. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, verður hins vegar upp í stúku þar sem hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir að urða yfir aðstoðardómara í leik Liverpool og Manchester City á dögunum. Enska knattspyrnusambandið sker ekki úr um hvort þjálfarar þurfi að fara í bann eftir að þeir eru sendir upp í stúku. Sérstök nefnd tekur slík mál fyrir og sú nefnd dæmdi Klopp upphaflega ekki í bann. Liverpool átti að greiða 30 þúsund pund í sekt og þar með væri málið úr sögunni. Enska sambandið hélt nú aldeilis ekki og áfrýjaði málinu. Eftir að málið var tekið fyrir á nýjan leik var ákveðið að dæma Klopp í eins leiks bann sem og sekta hann um 30 þúsund pund. Þá þarf hann að passa sig í framtíðinni. Jürgen Klopp handed touchline ban for Liverpool's home game against Southampton. Story by @AHunterGuardian https://t.co/J3W9CzgP5K— Guardian sport (@guardian_sport) November 11, 2022 Liverpool hefur lýst yfir óánægju sinni með framkvæmdina þar sem það kom ekki í ljós fyrr en innan við 24 tímum fyrir leik að Klopp yrði í banni á morgun, laugardag. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig á meðan Southampton er í 18. sæti með 12 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Á morgun hefst síðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar áður en farið verður í rúmlega mánaðarlangt frí svo hægt sé að spila heimsmeistaramót í Katar. Meðal leikja morgundagsins er viðureign Liverpool og Southampton en gestirnir eru nýbúnir að ráða nýjan stjóra. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, verður hins vegar upp í stúku þar sem hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir að urða yfir aðstoðardómara í leik Liverpool og Manchester City á dögunum. Enska knattspyrnusambandið sker ekki úr um hvort þjálfarar þurfi að fara í bann eftir að þeir eru sendir upp í stúku. Sérstök nefnd tekur slík mál fyrir og sú nefnd dæmdi Klopp upphaflega ekki í bann. Liverpool átti að greiða 30 þúsund pund í sekt og þar með væri málið úr sögunni. Enska sambandið hélt nú aldeilis ekki og áfrýjaði málinu. Eftir að málið var tekið fyrir á nýjan leik var ákveðið að dæma Klopp í eins leiks bann sem og sekta hann um 30 þúsund pund. Þá þarf hann að passa sig í framtíðinni. Jürgen Klopp handed touchline ban for Liverpool's home game against Southampton. Story by @AHunterGuardian https://t.co/J3W9CzgP5K— Guardian sport (@guardian_sport) November 11, 2022 Liverpool hefur lýst yfir óánægju sinni með framkvæmdina þar sem það kom ekki í ljós fyrr en innan við 24 tímum fyrir leik að Klopp yrði í banni á morgun, laugardag. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig á meðan Southampton er í 18. sæti með 12 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira