Curry skaut meisturunum á beinu brautina á meðan Lakers stefnir í hyldýpið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 11:17 Stephen Curry með góminn góða og vægast sagt öflugt bóndafar á vinstri hendi. Thearon W. Henderson/Getty Images Meistarar Golden State Warriors lögðu spútniklið NBA deildarinnar, Cleveland Cavaliers, í nótt. Virðist sem Stríðsmennirnir séu að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á meðan Los Angeles Lakers getur varla unnið leik til að bjarga lífi sínu. Hvað þá án LeBron James. Lakers eru sem stendur lélegasta lið deildarinnar ásamt Houston Rockets. Leikur Warriors og Cavaliers var einkar jafn en spútnikliðið leiddi með fjórum í hálfleik. Það var svo í fjórða leikhluta þegar meistararnir virtust vera að missa leikinn endanlega frá sér sem Stephen Curry steig upp. Hann skoraði 47 stig í síðasta leik Stríðsmannanna og var ekki langt frá því í nótt. Alls skoraði hann 40 stig og sá til þess að Golden State vann mikilvægan fimm stiga sigur, lokatölur 106-101. @StephenCurry30 was NEXT LEVEL in the @warriors win! #DubNation40 PTS (65.2% FG) | 4 REB | 5 AST | 6 3PM pic.twitter.com/7yVMUtFh4o— NBA (@NBA) November 12, 2022 Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og Jordan Poole skoraði 18. Hjá Cleveland var Donovan Mitchell stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Evan Mobley með 20 stig og 13 fráköst. Lakers var án LeBron James þegar liðið mætti Sacramento Kings í nótt. Leikar voru jafnir framan af leik en í fjórða leikhluta reyndust Kóngarnir sterkari og unnu á endanum sex stiga sigur, lokatölur 120-114. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Russell Westbrook skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. De‘Aaron Fox skoraði 32 stig fyrir Kóngana og gaf 12 stoðsendingar að auki. Lakers hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 12 leikjum sínum í deildinni og stefnir í enn eitt hörmungar tímabil á þeim bænum. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 131-112 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets. Nikola Jokić skoraði 29 stig í liði Nuggets. JT pulls out his bag of tricks on the fastbreak pic.twitter.com/PBeCXTsmQh— NBA TV (@NBATV) November 12, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 114 - 97 Phoenix SunsSan Antonio Spurs 111 - 93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 132 - 113 Toronto RaptorsNew York Knicks 121 - 113 Detroit PistonsMemphis Grizzlies 114 -103 Minnesota Timberwolves Körfubolti NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
Leikur Warriors og Cavaliers var einkar jafn en spútnikliðið leiddi með fjórum í hálfleik. Það var svo í fjórða leikhluta þegar meistararnir virtust vera að missa leikinn endanlega frá sér sem Stephen Curry steig upp. Hann skoraði 47 stig í síðasta leik Stríðsmannanna og var ekki langt frá því í nótt. Alls skoraði hann 40 stig og sá til þess að Golden State vann mikilvægan fimm stiga sigur, lokatölur 106-101. @StephenCurry30 was NEXT LEVEL in the @warriors win! #DubNation40 PTS (65.2% FG) | 4 REB | 5 AST | 6 3PM pic.twitter.com/7yVMUtFh4o— NBA (@NBA) November 12, 2022 Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og Jordan Poole skoraði 18. Hjá Cleveland var Donovan Mitchell stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Evan Mobley með 20 stig og 13 fráköst. Lakers var án LeBron James þegar liðið mætti Sacramento Kings í nótt. Leikar voru jafnir framan af leik en í fjórða leikhluta reyndust Kóngarnir sterkari og unnu á endanum sex stiga sigur, lokatölur 120-114. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Russell Westbrook skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. De‘Aaron Fox skoraði 32 stig fyrir Kóngana og gaf 12 stoðsendingar að auki. Lakers hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 12 leikjum sínum í deildinni og stefnir í enn eitt hörmungar tímabil á þeim bænum. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 131-112 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets. Nikola Jokić skoraði 29 stig í liði Nuggets. JT pulls out his bag of tricks on the fastbreak pic.twitter.com/PBeCXTsmQh— NBA TV (@NBATV) November 12, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 114 - 97 Phoenix SunsSan Antonio Spurs 111 - 93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 132 - 113 Toronto RaptorsNew York Knicks 121 - 113 Detroit PistonsMemphis Grizzlies 114 -103 Minnesota Timberwolves
Körfubolti NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira