Það er í okkar höndum að skapa framtíðina Nótt Thorberg skrifar 14. nóvember 2022 11:00 Þjóðir heims hittast nú á loftslagsráðstefnu COP27 í Egyptalandi og halda vinnuþing um hvernig við getum tekist á við loftslagsvána. Auk samninganefndar Íslands sækja ráðstefnuna fulltrúar úr atvinnulífinu sem láta sér loftslagsmál varða enda verður atvinnulífið drifkraftur í því að móta og innleiða grænar og sjálfbærar lausnir til framtíðar. Það er alveg ljóst að staðan í loftslagsmálum er grafalvarleg. Við sjáum fréttir af flóðum, fellibyljum, þurrkum og ofsaveðrum sem hafa gríðarlegar afleiðingar um heim allan. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 er markmiðið að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 1,5 gráður. Allt bendir hins vegar til þess að þær aðgerðir sem þjóðir heims hafi gripið til séu ekki nóg og að hlýnun jarðar stefni í allt að 3 gráður verði haldið áfram á sömu braut. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að þjóðir heims grípi til enn frekari aðgerða og á það við um Ísland líka. Við Íslendingar njótum ákveðinna forréttinda þar sem við hitum húsin okkar og fáum rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er þannig forystuþjóð þegar að kemur að sjálfbærni og nýtingu sjálfbærra endurnýjanlegra orkugjafa og því horfa þjóðir heims á okkur sem fyrirmynd og þá sérstöðu sem við höfum upp á að bjóða. Það er einmitt þessi eftirsóknarverða sérstaða Íslands sem ætti að drífa okkur áfram í að leggja allt kapp á loftlagsmálin til framtíðar og hlúa að lífsgæðum okkar og jarðarbúa. Við búum að ómetanlegri reynslu sem við getum miðlað til alþjóðasamfélagsins, byggjum á góðum grunni og með hugrekki og hugsjón að leiðarljósi getum við farið alla leið og gott betur. Nú er einmitt tækifærið að efla enn frekar sérstöðu Íslands í stað þess að eiga þess á hættu að hellast aftur úr með tilheyrandi kostnaði og hliðaráhrifum. Verðum að gefa verulega í Ísland hefur sett sér sjálfstætt landsmarkmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 55% fyrir 2030 miðað við 2005. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest að Ísland verði kolefnishlutlaust 2040 og auk þess hefur ríkisstjórnin sett markmið um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti sama ár. Hins vegar var samdráttur í losun sem er á beinni ábyrgð Íslands árið 2021 eingöngu kominn í 12% en næstu sjö árin ætlum við að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna. Við verðum því að gefa verulega í. Stærsta verkefnið framundan eru orkuskipti í samgöngum á landi, sjó og í flugi. Orkuskiptin eru nauðsynleg til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og með þeim skiptum við öllu innfluttu jarðefnaeldsneyti út fyrir innlenda sjálfbæra orkugjafa. Fáar þjóðir búa við eins mikinn stöðugleika og Íslendingar en tækifærið felst einmitt í því að auka enn orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands með því að taka orkuskipti Íslands alla leið. Nýsköpun, rannsóknir og þróun gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að finna lausnir á loftlagsvandanum. Fjárfestingar nú í grænum lausnum munu skila sér margfalt til framtíðar og það er mikil framsýni og kraftur í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki um allt land eru byrjuð að mæla losun, setja sér markmið, kortleggja og innleiða aðgerðir og fylgja eftir. Þar mun krafturinn aukast á næstu árum og fleiri eiga eftir að bætast við. Áform umhverfis-, orku- og loftlagsmálaráðherra og atvinnulífsins um geiraskipt loftslagsmarkmið að norrænni fyrirmynd til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er jafnframt skref í rétta átt. Þá er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld styðji vel við, leggi fram rétta hvata og ryðji úr vegi hindrunum svo hraða megi innleiðingu nýrra grænna lausna. Við vitum hvert skal stefna. Það er í okkar höndum að skapa nýja framtíð og fjárfesta í henni. Þar þurfum við að vera stórhuga og ganga fram af krafti og aldrei missa sjónar af því að umskiptin verði réttlát og sjálfbær. Með öflugu samtali og samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og samfélags náum við raunverulegum árangri til framtíðar. Nótt Thorberg Forstöðumaður Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Nótt Thorberg Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Þjóðir heims hittast nú á loftslagsráðstefnu COP27 í Egyptalandi og halda vinnuþing um hvernig við getum tekist á við loftslagsvána. Auk samninganefndar Íslands sækja ráðstefnuna fulltrúar úr atvinnulífinu sem láta sér loftslagsmál varða enda verður atvinnulífið drifkraftur í því að móta og innleiða grænar og sjálfbærar lausnir til framtíðar. Það er alveg ljóst að staðan í loftslagsmálum er grafalvarleg. Við sjáum fréttir af flóðum, fellibyljum, þurrkum og ofsaveðrum sem hafa gríðarlegar afleiðingar um heim allan. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 er markmiðið að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 1,5 gráður. Allt bendir hins vegar til þess að þær aðgerðir sem þjóðir heims hafi gripið til séu ekki nóg og að hlýnun jarðar stefni í allt að 3 gráður verði haldið áfram á sömu braut. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að þjóðir heims grípi til enn frekari aðgerða og á það við um Ísland líka. Við Íslendingar njótum ákveðinna forréttinda þar sem við hitum húsin okkar og fáum rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er þannig forystuþjóð þegar að kemur að sjálfbærni og nýtingu sjálfbærra endurnýjanlegra orkugjafa og því horfa þjóðir heims á okkur sem fyrirmynd og þá sérstöðu sem við höfum upp á að bjóða. Það er einmitt þessi eftirsóknarverða sérstaða Íslands sem ætti að drífa okkur áfram í að leggja allt kapp á loftlagsmálin til framtíðar og hlúa að lífsgæðum okkar og jarðarbúa. Við búum að ómetanlegri reynslu sem við getum miðlað til alþjóðasamfélagsins, byggjum á góðum grunni og með hugrekki og hugsjón að leiðarljósi getum við farið alla leið og gott betur. Nú er einmitt tækifærið að efla enn frekar sérstöðu Íslands í stað þess að eiga þess á hættu að hellast aftur úr með tilheyrandi kostnaði og hliðaráhrifum. Verðum að gefa verulega í Ísland hefur sett sér sjálfstætt landsmarkmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 55% fyrir 2030 miðað við 2005. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest að Ísland verði kolefnishlutlaust 2040 og auk þess hefur ríkisstjórnin sett markmið um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti sama ár. Hins vegar var samdráttur í losun sem er á beinni ábyrgð Íslands árið 2021 eingöngu kominn í 12% en næstu sjö árin ætlum við að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna. Við verðum því að gefa verulega í. Stærsta verkefnið framundan eru orkuskipti í samgöngum á landi, sjó og í flugi. Orkuskiptin eru nauðsynleg til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og með þeim skiptum við öllu innfluttu jarðefnaeldsneyti út fyrir innlenda sjálfbæra orkugjafa. Fáar þjóðir búa við eins mikinn stöðugleika og Íslendingar en tækifærið felst einmitt í því að auka enn orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands með því að taka orkuskipti Íslands alla leið. Nýsköpun, rannsóknir og þróun gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að finna lausnir á loftlagsvandanum. Fjárfestingar nú í grænum lausnum munu skila sér margfalt til framtíðar og það er mikil framsýni og kraftur í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki um allt land eru byrjuð að mæla losun, setja sér markmið, kortleggja og innleiða aðgerðir og fylgja eftir. Þar mun krafturinn aukast á næstu árum og fleiri eiga eftir að bætast við. Áform umhverfis-, orku- og loftlagsmálaráðherra og atvinnulífsins um geiraskipt loftslagsmarkmið að norrænni fyrirmynd til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er jafnframt skref í rétta átt. Þá er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld styðji vel við, leggi fram rétta hvata og ryðji úr vegi hindrunum svo hraða megi innleiðingu nýrra grænna lausna. Við vitum hvert skal stefna. Það er í okkar höndum að skapa nýja framtíð og fjárfesta í henni. Þar þurfum við að vera stórhuga og ganga fram af krafti og aldrei missa sjónar af því að umskiptin verði réttlát og sjálfbær. Með öflugu samtali og samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og samfélags náum við raunverulegum árangri til framtíðar. Nótt Thorberg Forstöðumaður Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun