Það vantar betri gögn um tengsl sjálfbærni og fjármála Ari Skúlason skrifar 15. nóvember 2022 10:00 Með því að beina fjármagni í atvinnugreinar og fyrirtæki sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsvandann eða a.m.k. síður neikvæð, getur fjármálageirinn stuðlað að miklum breytingum til hins betra. En er fjármálageirinn að standa sig? Fjármálageirinn hefur völd og ber ábyrgð. Þessa ábyrgð þarf hann að axla, sérstaklega vegna þess að það virðist vera þrautin þyngri að ná fram pólitískri lausn þar sem stjórnmálafólk greinir á um hvernig eigi að leysa vandann. Svo tekið sé einfalt en óraunhæft dæmi, þá myndi kolaiðnaðurinn fljótlega lognast út af ef ekkert fjármálafyrirtæki myndi veita honum fjármálaþjónustu. Viðbrögð og gagnrýni Og vissulega hefur fjármálageirinn brugðist við. Til hefur orðið stór fjárfestingarheimur sem byggir á fjárfestingum sem eiga að stuðla að sjálfbærni. Þar eru svokallaðir UFS-þættir í hávegum hafðir en UFS stendur fyrir umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (e. ESG). Fjöldi fyrirtækja vinnur við að meta verkefni og fjárfestingarkosti út frá UFS-þáttum og því er oft haldið fram að ábyrgar fjárfestingar í grænum kostum gefi betur af sér en hefðbundnar fjárfestingar. Upp á síðkastið hefur samt komið fram býsna hörð gagnrýni á aðferðafræði og upplýsingagjöf í kringum fjárfestingar sem eiga að vera ábyrgar og standast skoðun út frá UFS-þáttum, m.a. í tímaritunum The Economist og Responible Investor. Gagnrýnin snýst m.a. um að þessi heimur sé ógegnsær og að veruleg hætta sé á grænþvotti. Þurfa að geta metið áhættu vegna loftslagsbreytinga Ljóst er að loftslagsbreytingar, sem mætti allt eins kalla loftslagshamfarir, eru að gjörbreyta fjárfestingarumhverfinu, bæði með því að opna nýja möguleika en líka vegna þess að fjárfestar horfast nú í augu við annars konar áhættu en við höfum vanist til þessa. Áhættan sem loftslagsbreytingar hefur í för með sér kemur m.a. til af hækkandi sjávarstöðu og banvænum hitabylgjum og hefur áhrif á margs konar fjárfestingar og eignir, t.d. hlutabréf, fasteignir og innviði. Það þarf t.d. að vera hægt að meta hvort efnislegar eignir fyrirtækja séu í raunverulegri hættu vegna slíkra hamfara en einnig hversu mikið fyrirtæki losar af gróðurhúsalofttegundum og hvaða áætlanir séu til um að draga úr losun, m.a. vegna möguleika á háum losunarsköttum. Það er því mikil þörf fyrir loftslagstengd gögn til þess að meta áhættu í hagkerfinu, ekki síst fyrir banka, lífeyrissjóði og önnur fjármálafyrirtæki. Skortur á gögnum og engin krafa um endurskoðun Staðan er aftur á móti sú að fjármálageirinn stendur frammi fyrir miklum skorti á góðum gögnum sem hægt er að treysta og eru samanburðarhæf til þess að hægt sé að meta áhætttu vegna loftslagsbreytinga með áreiðanlegum hætti. Ekki er (enn) gerð krafa um að gögn fyrirækja séu endurskoðuð með samræmdum hætti líkt og t.d. gildir um ársreikninga fyrirtækja. Á hinn bóginn má benda á að samtökin PRB (Principles for Responsible Banking) munu frá og með næstu áramótum gera kröfu um endurskoðun árlegra PRB-skýrslna en í þeim er fjallað um framvindu sex viðmiða sem bankar, sem eru aðildarfyrirtæki að PRB, hafa skuldbundið sig til að vinna í átt að. Þetta á þó bara við um þá banka sem eru aðilar að samtökunum - en Landsbankinn er þar á meðal. Afleiðingar upplýsingaskorts eru m.a. þær að veruleg hætta er á grænþvotti en ein birtingarmynd hans er að fyrirtæki birta mikið af gögnum sem eru sett fram sem UFS-gögn en fjalla annað hvort alls ekki eða ekki ítarlega um UFS-tengda þætti. Upplýsingar um framtíðina, svo sem sambærilegt mat á markmiðum, skuldbindingum o.s.frv. eru oft líka af skornum skammti. Skortur á áreiðanlegum gögnum kemur í veg fyrir að hægt sá að bera fyrirtæki og atvinnugreinar saman með sanngjörnum hætti sem aftur kemur í veg fyrir flutning fjármagns til atvinnugreina sem byggja á minni losun gróðurhúsalofttegunda. Orkuskipti yrðu sömuleiðis hraðari ef meiri gögn væru fyrir hendi. Fyrirtæki sem eru skráð á markað þurfa samkvæmt lögum um ársreikninga að skila gögnum um sjálfbærni. Þessi gögn eru auðvitað misgóð og misjafnt hvort þau séu endurskoðuð. Óskráð og lítil og meðalstór fyrirtæki þurfa ekki að skila slíkum gögnum og gera það mun síður. Telja aðferðafræðina úrelda Gagnrýnin sem hefur komið fram, m.a. í The Economist og Responsible Investor, felst ekki síst í því að sú nálgun gagnvart fjárfestingu út frá UFS-þáttum sem hefur tíðkast undanfarin ár, sé úr sér gengin. Það þurfi að endurskoða hana, einfalda og straumlínulaga. Ljóst er að ýmsu er ábótavant í kringum núverandi fyrirkomulag á mati á UFS-þáttum, allt frá mælingum á umhverfisáhrifum til upplýsingagjafar. Fjármála- og greiningafyrirtæki reyna að meta hluti sem erfitt er að mæla. Eins og rakið var í The Economist 21. júlí í sumar ríkir mikið ósamræmi milli þeirra fyrirtækja sem meta og gefa einkunnir. Skoðun á sex slíkum fyrirtækjum sýndi að þau notuðu yfir 700 mismunandi mælingar í 64 flokkum. Af flokkunum voru einungis 10 sem öll fyrirtækin notuðu og ekkert þeirra hafði mælt losun gróðurhúsalofttegunda viðkomandi fyrirtækja. Víða eru vaxandi áhyggjur af falskri markaðssókn og loforðum sem erfitt sé að standa við. Gagnrýnin hefur þannig gengið út á að fjárfestingaheimurinn sem kenni sig við UFS sé breiður og óskýr vettvangur án mikilla samræmdra reglna eða leiðbeininga. Sum atriði sem tekið sé tilliti til skipti miklu máli í sambandi við val fjárfestingarkosta en önnur litlu eða engu máli. Eins og staðan er nú er erfitt að meta stærð UFS-markaðarins, einfaldlega vegna þess að enginn einhlítur mælikvarði er til um hvaða fjárfestingar standist þær kröfur sem eðlilegt er að gera til slíkra fjárfestinga. Bent hefur verið á að vinsældir UFS-fjárfestinga hafi að miklu leyti byggt á vandamálum heimsins, sérstaklega loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir það sé erfitt að sjá að áhrifin hafi verið mikil í átt til minni losunar gróðurhúsalofttegunda, og í það minnsta alls ekki nógu mikil. Eftirlitið er að aukast Þótt ýmsir ágallar séu á UFS-fjárfestingum er það ekki svo að fjármálageirinn eða stjórnvöld hafi setið með hendur í skauti. Eftirlit og regluverkið í kringum UFS-tengdar fjárfestingar hefur verið að aukast um allan heim. Meginrökin á bak við aukið eftirlit eru tvö. Í fyrsta lagi að loftslagsbreytingar séu of stór áhættuþáttur til þess fjármálageirinn geti notast við gamlar og úreldar aðferðir. Í öðru lagi er mikil sannfæring fyrir því að fjárfestar og eigendur hlutabréfa vilji meiri upplýsingar og hafi meiri áhuga á því en áður að sjá alla myndina – og geti þannig lagt meira af mörkum. Ari Skúlason er hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Með því að beina fjármagni í atvinnugreinar og fyrirtæki sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsvandann eða a.m.k. síður neikvæð, getur fjármálageirinn stuðlað að miklum breytingum til hins betra. En er fjármálageirinn að standa sig? Fjármálageirinn hefur völd og ber ábyrgð. Þessa ábyrgð þarf hann að axla, sérstaklega vegna þess að það virðist vera þrautin þyngri að ná fram pólitískri lausn þar sem stjórnmálafólk greinir á um hvernig eigi að leysa vandann. Svo tekið sé einfalt en óraunhæft dæmi, þá myndi kolaiðnaðurinn fljótlega lognast út af ef ekkert fjármálafyrirtæki myndi veita honum fjármálaþjónustu. Viðbrögð og gagnrýni Og vissulega hefur fjármálageirinn brugðist við. Til hefur orðið stór fjárfestingarheimur sem byggir á fjárfestingum sem eiga að stuðla að sjálfbærni. Þar eru svokallaðir UFS-þættir í hávegum hafðir en UFS stendur fyrir umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (e. ESG). Fjöldi fyrirtækja vinnur við að meta verkefni og fjárfestingarkosti út frá UFS-þáttum og því er oft haldið fram að ábyrgar fjárfestingar í grænum kostum gefi betur af sér en hefðbundnar fjárfestingar. Upp á síðkastið hefur samt komið fram býsna hörð gagnrýni á aðferðafræði og upplýsingagjöf í kringum fjárfestingar sem eiga að vera ábyrgar og standast skoðun út frá UFS-þáttum, m.a. í tímaritunum The Economist og Responible Investor. Gagnrýnin snýst m.a. um að þessi heimur sé ógegnsær og að veruleg hætta sé á grænþvotti. Þurfa að geta metið áhættu vegna loftslagsbreytinga Ljóst er að loftslagsbreytingar, sem mætti allt eins kalla loftslagshamfarir, eru að gjörbreyta fjárfestingarumhverfinu, bæði með því að opna nýja möguleika en líka vegna þess að fjárfestar horfast nú í augu við annars konar áhættu en við höfum vanist til þessa. Áhættan sem loftslagsbreytingar hefur í för með sér kemur m.a. til af hækkandi sjávarstöðu og banvænum hitabylgjum og hefur áhrif á margs konar fjárfestingar og eignir, t.d. hlutabréf, fasteignir og innviði. Það þarf t.d. að vera hægt að meta hvort efnislegar eignir fyrirtækja séu í raunverulegri hættu vegna slíkra hamfara en einnig hversu mikið fyrirtæki losar af gróðurhúsalofttegundum og hvaða áætlanir séu til um að draga úr losun, m.a. vegna möguleika á háum losunarsköttum. Það er því mikil þörf fyrir loftslagstengd gögn til þess að meta áhættu í hagkerfinu, ekki síst fyrir banka, lífeyrissjóði og önnur fjármálafyrirtæki. Skortur á gögnum og engin krafa um endurskoðun Staðan er aftur á móti sú að fjármálageirinn stendur frammi fyrir miklum skorti á góðum gögnum sem hægt er að treysta og eru samanburðarhæf til þess að hægt sé að meta áhætttu vegna loftslagsbreytinga með áreiðanlegum hætti. Ekki er (enn) gerð krafa um að gögn fyrirækja séu endurskoðuð með samræmdum hætti líkt og t.d. gildir um ársreikninga fyrirtækja. Á hinn bóginn má benda á að samtökin PRB (Principles for Responsible Banking) munu frá og með næstu áramótum gera kröfu um endurskoðun árlegra PRB-skýrslna en í þeim er fjallað um framvindu sex viðmiða sem bankar, sem eru aðildarfyrirtæki að PRB, hafa skuldbundið sig til að vinna í átt að. Þetta á þó bara við um þá banka sem eru aðilar að samtökunum - en Landsbankinn er þar á meðal. Afleiðingar upplýsingaskorts eru m.a. þær að veruleg hætta er á grænþvotti en ein birtingarmynd hans er að fyrirtæki birta mikið af gögnum sem eru sett fram sem UFS-gögn en fjalla annað hvort alls ekki eða ekki ítarlega um UFS-tengda þætti. Upplýsingar um framtíðina, svo sem sambærilegt mat á markmiðum, skuldbindingum o.s.frv. eru oft líka af skornum skammti. Skortur á áreiðanlegum gögnum kemur í veg fyrir að hægt sá að bera fyrirtæki og atvinnugreinar saman með sanngjörnum hætti sem aftur kemur í veg fyrir flutning fjármagns til atvinnugreina sem byggja á minni losun gróðurhúsalofttegunda. Orkuskipti yrðu sömuleiðis hraðari ef meiri gögn væru fyrir hendi. Fyrirtæki sem eru skráð á markað þurfa samkvæmt lögum um ársreikninga að skila gögnum um sjálfbærni. Þessi gögn eru auðvitað misgóð og misjafnt hvort þau séu endurskoðuð. Óskráð og lítil og meðalstór fyrirtæki þurfa ekki að skila slíkum gögnum og gera það mun síður. Telja aðferðafræðina úrelda Gagnrýnin sem hefur komið fram, m.a. í The Economist og Responsible Investor, felst ekki síst í því að sú nálgun gagnvart fjárfestingu út frá UFS-þáttum sem hefur tíðkast undanfarin ár, sé úr sér gengin. Það þurfi að endurskoða hana, einfalda og straumlínulaga. Ljóst er að ýmsu er ábótavant í kringum núverandi fyrirkomulag á mati á UFS-þáttum, allt frá mælingum á umhverfisáhrifum til upplýsingagjafar. Fjármála- og greiningafyrirtæki reyna að meta hluti sem erfitt er að mæla. Eins og rakið var í The Economist 21. júlí í sumar ríkir mikið ósamræmi milli þeirra fyrirtækja sem meta og gefa einkunnir. Skoðun á sex slíkum fyrirtækjum sýndi að þau notuðu yfir 700 mismunandi mælingar í 64 flokkum. Af flokkunum voru einungis 10 sem öll fyrirtækin notuðu og ekkert þeirra hafði mælt losun gróðurhúsalofttegunda viðkomandi fyrirtækja. Víða eru vaxandi áhyggjur af falskri markaðssókn og loforðum sem erfitt sé að standa við. Gagnrýnin hefur þannig gengið út á að fjárfestingaheimurinn sem kenni sig við UFS sé breiður og óskýr vettvangur án mikilla samræmdra reglna eða leiðbeininga. Sum atriði sem tekið sé tilliti til skipti miklu máli í sambandi við val fjárfestingarkosta en önnur litlu eða engu máli. Eins og staðan er nú er erfitt að meta stærð UFS-markaðarins, einfaldlega vegna þess að enginn einhlítur mælikvarði er til um hvaða fjárfestingar standist þær kröfur sem eðlilegt er að gera til slíkra fjárfestinga. Bent hefur verið á að vinsældir UFS-fjárfestinga hafi að miklu leyti byggt á vandamálum heimsins, sérstaklega loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir það sé erfitt að sjá að áhrifin hafi verið mikil í átt til minni losunar gróðurhúsalofttegunda, og í það minnsta alls ekki nógu mikil. Eftirlitið er að aukast Þótt ýmsir ágallar séu á UFS-fjárfestingum er það ekki svo að fjármálageirinn eða stjórnvöld hafi setið með hendur í skauti. Eftirlit og regluverkið í kringum UFS-tengdar fjárfestingar hefur verið að aukast um allan heim. Meginrökin á bak við aukið eftirlit eru tvö. Í fyrsta lagi að loftslagsbreytingar séu of stór áhættuþáttur til þess fjármálageirinn geti notast við gamlar og úreldar aðferðir. Í öðru lagi er mikil sannfæring fyrir því að fjárfestar og eigendur hlutabréfa vilji meiri upplýsingar og hafi meiri áhuga á því en áður að sjá alla myndina – og geti þannig lagt meira af mörkum. Ari Skúlason er hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar