„Það er á milli mín og Tryggva af hverju hann hefur ekki spilað með ungmennaliðinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2022 21:45 Snorri Steinn fagnaði í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Valur vann tveggja marka sigur á Haukum 32-34. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn og fór einnig yfir hvers vegna Tryggvi Garðar Jónsson hefur lítið sem ekkert spilað með Val. „Mér fannst margir leggja í púkkið, markaskorunin dreifðist og við stjórnuðum leiknum lengi þar sem við vorum yfir. Ég var nokkuð ánægður með hraðann en það spilaði inn í að við vorum að rúlla á liðinu. Það var góð orka í Haukum sem maður gat gefið sér fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Snorri var ánægður með kafla Vals í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið. „Við vorum lengi í gang en náðum síðan að refsa þeim. Aftur á móti var ég ekki ánægður með lokin á fyrri hálfleik þar sem við vorum að taka ótímabær skot ásamt því að tapa boltanum sem hleypti þeim inn í leikinn og ég hefði verið til í að vera meira yfir í hálfleik.“ Seinni hálfleikur var stál í stál og Snorri var ánægður með spilamennsku Vals eftir að Haukar komust yfir. „Við vorum mikið einum færri en við stóðumst það þrátt fyrir að Haukar komust yfir og síðan náðum við yfirhöndinni þegar við vorum jafn margir.“ Mikil umræða hefur verið um Tryggva Garðar Jónsson sem hefur spilað lítið sem ekkert með Val ásamt því að hafa ekki verið í hlutverki með ungmennaliði Vals. „Tryggvi er fyrst og fremst í góðu liði með Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hostert á undan sér og hvað ungmennaliðið varðar þá er það á milli mín og Tryggva. Að öðru leyti var ég ekki mikið inn í þessari umræðu og hún truflar mig lítið. Tryggvi er í Val og það er erfitt að fá mínútur en okkur hefur gengið þokkalega í síðustu leikjum. Ef Tryggvi verður þolinmóður, heldur áfram og vinnur í sínum meiðslum þá verður hann í fínum málum.“ „Ég ber ábyrgð á öllum mínum leikmönnum. Menn bera ábyrgð á sjálfum sér og ég ber ábyrgð á því. Það hefur verið mitt markmið frá því ég kom í Val að búa til leikmenn og gera unga Valsara að leikmönnum í meistaraflokki og mér þykir vænt um það þegar það tekst en ég ber líka ábyrgð á gengi liðsins og ég er í þessu til þess að vinna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Valur Olís-deild karla Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjá meira
„Mér fannst margir leggja í púkkið, markaskorunin dreifðist og við stjórnuðum leiknum lengi þar sem við vorum yfir. Ég var nokkuð ánægður með hraðann en það spilaði inn í að við vorum að rúlla á liðinu. Það var góð orka í Haukum sem maður gat gefið sér fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Snorri var ánægður með kafla Vals í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið. „Við vorum lengi í gang en náðum síðan að refsa þeim. Aftur á móti var ég ekki ánægður með lokin á fyrri hálfleik þar sem við vorum að taka ótímabær skot ásamt því að tapa boltanum sem hleypti þeim inn í leikinn og ég hefði verið til í að vera meira yfir í hálfleik.“ Seinni hálfleikur var stál í stál og Snorri var ánægður með spilamennsku Vals eftir að Haukar komust yfir. „Við vorum mikið einum færri en við stóðumst það þrátt fyrir að Haukar komust yfir og síðan náðum við yfirhöndinni þegar við vorum jafn margir.“ Mikil umræða hefur verið um Tryggva Garðar Jónsson sem hefur spilað lítið sem ekkert með Val ásamt því að hafa ekki verið í hlutverki með ungmennaliði Vals. „Tryggvi er fyrst og fremst í góðu liði með Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hostert á undan sér og hvað ungmennaliðið varðar þá er það á milli mín og Tryggva. Að öðru leyti var ég ekki mikið inn í þessari umræðu og hún truflar mig lítið. Tryggvi er í Val og það er erfitt að fá mínútur en okkur hefur gengið þokkalega í síðustu leikjum. Ef Tryggvi verður þolinmóður, heldur áfram og vinnur í sínum meiðslum þá verður hann í fínum málum.“ „Ég ber ábyrgð á öllum mínum leikmönnum. Menn bera ábyrgð á sjálfum sér og ég ber ábyrgð á því. Það hefur verið mitt markmið frá því ég kom í Val að búa til leikmenn og gera unga Valsara að leikmönnum í meistaraflokki og mér þykir vænt um það þegar það tekst en ég ber líka ábyrgð á gengi liðsins og ég er í þessu til þess að vinna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjá meira