Með bundnu slitlagi koma fleiri tækifæri Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 10:31 Af hverju Dalabyggð? Það hefur komið fyrir að íbúar Dalabyggðar séu spurðir af hverju við veljum að búa hérna á sama tíma og við kvörtum yfir ástandi vega, fjarskipta og flutningsöryggi rafmagns. Jú, hérna er minna kapphlaup, það þarf ekki að eiga allt eða hafa allt innan seilingar. Það eru styttri boðleiðir, meiri nánd í samfélaginu. Hérna þarf ekki að borga sig inn í afslöppunarsetur til að upplifa kyrr og ró, það er nóg að fara út fyrir dyr. Þátttaka í hverskyns félagsstarfi miðar að því að skilja eitthvað eftir í samfélaginu. Samfélag þar sem er ekkert mál að lána eða redda, því slíkt er borgað til baka, við hjálpumst að við að láta hjólin snúast. Hérna er hægt að hafa nóg fyrir stafni dag eftir dag ef maður vill og einnig hægt að hafa ekkert á dagskrá þegar maður þarfnast þess. Þrátt fyrir þessi lífsgæði sem draga úr leiða, álagi og kulnun, þá megum við og eigum að láta vita af vanköntum. Við megum sem skattgreiðendur, þjónustunotendur, viðskiptavinir, fyrirtækjaeigendur, foreldrar og almennir íbúar tjá okkur um það sem mætti fara betur. Tækifæri Dalabyggðar eru svo gífurlega mörg og við viljum leita allra leiða svo hægt sé að nýta þau. Hver er staðan? Íbúar Dalabyggðar búa við það að Skógarstrandarvegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags, þar sem um 40km án slitlags standa innan Dalabyggðar. Klofningsvegur er um 83km þar sem aðeins er bundið slitlag við nokkur lögbýli á leiðinni. Einnig má nefna Orrahólsveg, Staðarhólsveg, Hjarðarholtsveg, Haukadalsveg, Hlíðarveg, Hálsbæjaveg, Hörðudalsvegi og svo framvegis. Hér erum við ekki að tala um vegi á heimsminjaskrá UNESCO þó þeir virki oft þannig í augum gesta. Þetta eru vegir þar sem býr fólk, þar sem skólabílar aka, þar sem rekin eru fyrirtæki. Þetta eru vegirnir sem færa okkur aðföng og flytja frá okkur vörur. Vegirnir sem við ferðumst um til að komast til vinnu eða heimsækja vini og vegirnir sem við bjóðum ferðamönnum að aka um þegar þeir koma inn á svæðið. Kemur við atvinnurekstur Sumarið 2022 var ferðaþjónum í Dalabyggð gott, gistirými vel nýtt og margir ferðaþjónar sem völdu að hafa opið lengra inn í haustið heldur en vanalega vegna eftirspurnar. Þetta sýnir hvað svæðið á ótrúlega mikið inni og við finnum fyrir auknum þrýstingi. Þrýstingi umferðar utan frá Snæfellsnesi um að hægt verði að opna hringleið með slitlagi um Snæfellsnes yfir í Dali. Það er ekkert launungamál að ferðaskrifstofur banna bílstjórum sínum að aka um Skógarstrandarveg á hópferðabílum og að ferðamönnum er ráðlagt að fara ekki um þennan veg á ferð sinni um landið vegna ástands hans. Á sama tíma hvetja ferðamenn sem fara þarna um aðra ferðamenn til að láta ástand vegarins ekki stoppa sig í að fara þessa leið eða heimsækja ferðaþjóna sem þar eru, því umhverfið og náttúran séu einstök. Náum fram árangri Það er ekki bara fúlt fyrir skólabörn að skrölta um þessa vegi tvisvar á dag eða fyrir íbúa við þessa vegi að geta aldrei verið fyllilega lausir við rykský á hlaðinu og óhreina bíla eða þurfa ætíð að hafa nokkur varadekk meðferðis. Heldur er það einnig fúlt fyrir fyrirtæki, sem missa viðskipti vegna þess að gestir treysta sér ekki til að aka til þeirra eða þeir fá lægri einkunn og færri stjörnur, þrátt fyrir fyrirmyndaraðstöðu aðeins vegna ástands vega á leiðinni. Ástand vegakerfis og umferðaröryggi hafa komið mjög illa út í Dalabyggð í íbúakönnunum undanfarin ár. Ákall íbúa Dalabyggðar um lagningu slitlags á vegi í sveitarfélaginu snertir ekki aðeins á mikilvægi samgangna heldur einnig byggðarmálum, atvinnu og öryggi. Fundir, ályktanir, greinaskrif, símtöl og samtöl um þessi mál miða öll að því að við getum fullnýtt möguleika Dalabyggðar og bætt lífsskilyrði íbúa sveitarfélagsins til muna. Leggjumst á eitt og náum fram árangri, fyrir íbúa Dalabyggðar. Höfundur er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála hjá Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Vegagerð Fjarskipti Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Af hverju Dalabyggð? Það hefur komið fyrir að íbúar Dalabyggðar séu spurðir af hverju við veljum að búa hérna á sama tíma og við kvörtum yfir ástandi vega, fjarskipta og flutningsöryggi rafmagns. Jú, hérna er minna kapphlaup, það þarf ekki að eiga allt eða hafa allt innan seilingar. Það eru styttri boðleiðir, meiri nánd í samfélaginu. Hérna þarf ekki að borga sig inn í afslöppunarsetur til að upplifa kyrr og ró, það er nóg að fara út fyrir dyr. Þátttaka í hverskyns félagsstarfi miðar að því að skilja eitthvað eftir í samfélaginu. Samfélag þar sem er ekkert mál að lána eða redda, því slíkt er borgað til baka, við hjálpumst að við að láta hjólin snúast. Hérna er hægt að hafa nóg fyrir stafni dag eftir dag ef maður vill og einnig hægt að hafa ekkert á dagskrá þegar maður þarfnast þess. Þrátt fyrir þessi lífsgæði sem draga úr leiða, álagi og kulnun, þá megum við og eigum að láta vita af vanköntum. Við megum sem skattgreiðendur, þjónustunotendur, viðskiptavinir, fyrirtækjaeigendur, foreldrar og almennir íbúar tjá okkur um það sem mætti fara betur. Tækifæri Dalabyggðar eru svo gífurlega mörg og við viljum leita allra leiða svo hægt sé að nýta þau. Hver er staðan? Íbúar Dalabyggðar búa við það að Skógarstrandarvegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags, þar sem um 40km án slitlags standa innan Dalabyggðar. Klofningsvegur er um 83km þar sem aðeins er bundið slitlag við nokkur lögbýli á leiðinni. Einnig má nefna Orrahólsveg, Staðarhólsveg, Hjarðarholtsveg, Haukadalsveg, Hlíðarveg, Hálsbæjaveg, Hörðudalsvegi og svo framvegis. Hér erum við ekki að tala um vegi á heimsminjaskrá UNESCO þó þeir virki oft þannig í augum gesta. Þetta eru vegir þar sem býr fólk, þar sem skólabílar aka, þar sem rekin eru fyrirtæki. Þetta eru vegirnir sem færa okkur aðföng og flytja frá okkur vörur. Vegirnir sem við ferðumst um til að komast til vinnu eða heimsækja vini og vegirnir sem við bjóðum ferðamönnum að aka um þegar þeir koma inn á svæðið. Kemur við atvinnurekstur Sumarið 2022 var ferðaþjónum í Dalabyggð gott, gistirými vel nýtt og margir ferðaþjónar sem völdu að hafa opið lengra inn í haustið heldur en vanalega vegna eftirspurnar. Þetta sýnir hvað svæðið á ótrúlega mikið inni og við finnum fyrir auknum þrýstingi. Þrýstingi umferðar utan frá Snæfellsnesi um að hægt verði að opna hringleið með slitlagi um Snæfellsnes yfir í Dali. Það er ekkert launungamál að ferðaskrifstofur banna bílstjórum sínum að aka um Skógarstrandarveg á hópferðabílum og að ferðamönnum er ráðlagt að fara ekki um þennan veg á ferð sinni um landið vegna ástands hans. Á sama tíma hvetja ferðamenn sem fara þarna um aðra ferðamenn til að láta ástand vegarins ekki stoppa sig í að fara þessa leið eða heimsækja ferðaþjóna sem þar eru, því umhverfið og náttúran séu einstök. Náum fram árangri Það er ekki bara fúlt fyrir skólabörn að skrölta um þessa vegi tvisvar á dag eða fyrir íbúa við þessa vegi að geta aldrei verið fyllilega lausir við rykský á hlaðinu og óhreina bíla eða þurfa ætíð að hafa nokkur varadekk meðferðis. Heldur er það einnig fúlt fyrir fyrirtæki, sem missa viðskipti vegna þess að gestir treysta sér ekki til að aka til þeirra eða þeir fá lægri einkunn og færri stjörnur, þrátt fyrir fyrirmyndaraðstöðu aðeins vegna ástands vega á leiðinni. Ástand vegakerfis og umferðaröryggi hafa komið mjög illa út í Dalabyggð í íbúakönnunum undanfarin ár. Ákall íbúa Dalabyggðar um lagningu slitlags á vegi í sveitarfélaginu snertir ekki aðeins á mikilvægi samgangna heldur einnig byggðarmálum, atvinnu og öryggi. Fundir, ályktanir, greinaskrif, símtöl og samtöl um þessi mál miða öll að því að við getum fullnýtt möguleika Dalabyggðar og bætt lífsskilyrði íbúa sveitarfélagsins til muna. Leggjumst á eitt og náum fram árangri, fyrir íbúa Dalabyggðar. Höfundur er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála hjá Dalabyggð.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun