Heimsmeistarkeppnin í Qatar – slökkvum á sjónvarpstækjunum Halldór Reynisson skrifar 15. nóvember 2022 12:01 Heimsmeistarakeppin karla í fótbolta er að hefjast í Qatar. Undir venjulegum kringumstæðum er slíkt keppni atburður sem við áhugamenn um fótbolta bíðum með óþreyju enda hafa þessar keppnir oft verið veisla hinnar fallegu íþróttar. Sjálfur hef ég fylgst með heimsmeistarakeppnum í karlaboltanum frá 1966. Nú bregður öðruvísi við. Keppnin er haldin í landi sem á sér enga fótboltahefð og hefur aldrei komist á heimsmeistarakeppni. Fréttir hafa borist af því að fjöldi fólks, aðallega verkamenn frá Asíu hafi látið lífið við framkvæmdir. Samkvæmt nýlegri frétt í Guardian er talið að allt að 6500 manns hafi látist í undirbúningi keppninnar. Talað er um mannsal þar sem óprúttnir skuggabaldar notfæra sér eymd þessa verkafólks. Samkvæmt sömu heimild hafa allt að eitt hundrað þúsund verkamenn orðið fyrir barðinu á slíkum glæpamönnum. Þá eru háværar raddir um að stórfelldar mútur hafi verið greiddar til áhrifafólks í fótboltanum til að tryggja að mótið væri haldið í Qatar, væntanlega til að þvo olíumengaðar hendur al-Thani einræðisherra. Ofan í kaupið eru mannréttindi í þessu olíuauðuga Arabaríki ekki upp á marga fiska. Samkynhneigt fólk er óvelkomið, viðurlögin við samkynheigð í landinu eru allt að 5 ára fangelsi. Og allt að 7 ára fangelsi fyrir kynlíf utan hjónabands, - lesist konur. Lastalistinn er eflaust mun lengri en þetta nægir. Philipp Lahm sem var fyrirliði heimsmeistara Þjóðverja 2014 ætlar að sitja heima af siðferðisástæðum. Hann segir að mannréttindi verði að vera nauðsynleg forsenda ætli einhver sér að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Þegar ég var strákur að spila fótbolta ólumst við mörg upp við heilræði sr. Friðriks, stofnanda Vals og Hauka: “Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði”. Nú er það ekki bara kappið sem virðist hafa borið fegurðina ofurliði í fótboltanum einnig heldur peningarnir. Nýjasta dæmið er svo að KSÍ lætur Saudi-Arabíu sem er alræmt ríki fyrir brot á mannréttindum kaupa sig til að halda æfingaleik fyrir karlalandsliðið. Það kemur í kjölfar umræðu um þá eitruðu karlmennsku og ásakana um kynferðisofbeldi sem virðist hafa verið kúltúrinn í kringum karlaboltann, altént sumstaðar. Það er umhugsunarvert í ljósi þess að fótboltafélög hafa verið óþreytandi að minna á uppeldisgildi íþróttarinnar, einkum til að fá peninga úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Ég er ekki viss um að strákarnir okkar hafi alltaf fengið nógu gott uppeldi í fótboltanum, að dæma af þeim málum sem upp hafa komið. Helsta von okkar fótboltaáhugamanna um fallegan leik hér á landi er kvennafótboltinn, ekki síst íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sem er til fyrirmyndar. Það berst óþefur af peningum og ofbeldi frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem haldin er í Qatar. Segja má að keppnin sé haldin á blóðvöllum einræðisríkis sem þverbrýtur mannréttindi. Svo mikill er óþefurinn að ég sem áhugamaður um fótbolta til margra áratuga – ætla að slökkva kyrfilega á sjónvarpinu þegar kveikt verður á flóðljósum og leikir verða sýndir í sjónvarpi. Sömuleiðis ætla ég að forðast umfjöllun um þetta alræmda mót. Ég skora á alla áhugamenn um hina fallegu íþrótt að gera slíkt hið sama. Höfundur er áhugamaður um fallegan fótbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HM 2022 í Katar Fótbolti Mannréttindi Katar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsmeistarakeppin karla í fótbolta er að hefjast í Qatar. Undir venjulegum kringumstæðum er slíkt keppni atburður sem við áhugamenn um fótbolta bíðum með óþreyju enda hafa þessar keppnir oft verið veisla hinnar fallegu íþróttar. Sjálfur hef ég fylgst með heimsmeistarakeppnum í karlaboltanum frá 1966. Nú bregður öðruvísi við. Keppnin er haldin í landi sem á sér enga fótboltahefð og hefur aldrei komist á heimsmeistarakeppni. Fréttir hafa borist af því að fjöldi fólks, aðallega verkamenn frá Asíu hafi látið lífið við framkvæmdir. Samkvæmt nýlegri frétt í Guardian er talið að allt að 6500 manns hafi látist í undirbúningi keppninnar. Talað er um mannsal þar sem óprúttnir skuggabaldar notfæra sér eymd þessa verkafólks. Samkvæmt sömu heimild hafa allt að eitt hundrað þúsund verkamenn orðið fyrir barðinu á slíkum glæpamönnum. Þá eru háværar raddir um að stórfelldar mútur hafi verið greiddar til áhrifafólks í fótboltanum til að tryggja að mótið væri haldið í Qatar, væntanlega til að þvo olíumengaðar hendur al-Thani einræðisherra. Ofan í kaupið eru mannréttindi í þessu olíuauðuga Arabaríki ekki upp á marga fiska. Samkynhneigt fólk er óvelkomið, viðurlögin við samkynheigð í landinu eru allt að 5 ára fangelsi. Og allt að 7 ára fangelsi fyrir kynlíf utan hjónabands, - lesist konur. Lastalistinn er eflaust mun lengri en þetta nægir. Philipp Lahm sem var fyrirliði heimsmeistara Þjóðverja 2014 ætlar að sitja heima af siðferðisástæðum. Hann segir að mannréttindi verði að vera nauðsynleg forsenda ætli einhver sér að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Þegar ég var strákur að spila fótbolta ólumst við mörg upp við heilræði sr. Friðriks, stofnanda Vals og Hauka: “Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði”. Nú er það ekki bara kappið sem virðist hafa borið fegurðina ofurliði í fótboltanum einnig heldur peningarnir. Nýjasta dæmið er svo að KSÍ lætur Saudi-Arabíu sem er alræmt ríki fyrir brot á mannréttindum kaupa sig til að halda æfingaleik fyrir karlalandsliðið. Það kemur í kjölfar umræðu um þá eitruðu karlmennsku og ásakana um kynferðisofbeldi sem virðist hafa verið kúltúrinn í kringum karlaboltann, altént sumstaðar. Það er umhugsunarvert í ljósi þess að fótboltafélög hafa verið óþreytandi að minna á uppeldisgildi íþróttarinnar, einkum til að fá peninga úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Ég er ekki viss um að strákarnir okkar hafi alltaf fengið nógu gott uppeldi í fótboltanum, að dæma af þeim málum sem upp hafa komið. Helsta von okkar fótboltaáhugamanna um fallegan leik hér á landi er kvennafótboltinn, ekki síst íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sem er til fyrirmyndar. Það berst óþefur af peningum og ofbeldi frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem haldin er í Qatar. Segja má að keppnin sé haldin á blóðvöllum einræðisríkis sem þverbrýtur mannréttindi. Svo mikill er óþefurinn að ég sem áhugamaður um fótbolta til margra áratuga – ætla að slökkva kyrfilega á sjónvarpinu þegar kveikt verður á flóðljósum og leikir verða sýndir í sjónvarpi. Sömuleiðis ætla ég að forðast umfjöllun um þetta alræmda mót. Ég skora á alla áhugamenn um hina fallegu íþrótt að gera slíkt hið sama. Höfundur er áhugamaður um fallegan fótbolta.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar