Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 08:01 Faðirinn hélt áfram að kalla til Brynjars Karls á leið sinni aftur að áhorfendapöllunum. Á meðan biðu leikmenn liðanna. Skjáskot/Vimeo-síða Þórs Þorlákshafnar Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. Atvikið átti sér stað í leik sameinaðs liðs Aþenu og Leiknis við sameinað lið Hamars og Þórs, í Þorlákshöfn fyrr í þessum mánuði. Á myndbandi frá leiknum má heyra glöggt þegar faðirinn lætur Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfara Aþenu/Leiknis, heyra það. „Nú skaltu hætta þessu bulli hérna. Hvað er að þér þarna klikkhaus? Stelpan er grátandi hérna út af þér,“ segir faðirinn meðal annars. Brynjar hafði skipt dóttur mannsins af velli snemma leiks og varið drjúgum tíma í að ræða við og skamma leikmanninn, sem kominn er á þrítugsaldur. Ljóst er að faðirinn fékk að lokum nóg, gerði sér ferð af áhorfendapöllunum og yfir að hliðarlínunni á hinum enda vallarins, þar sem Brynjar, dóttirin og aðrir varamenn voru. Leikurinn var sýndur á Vimeo-síðu Þórs Þorlákshafnar og hér að neðan má sjá brot þaðan úr leiknum þegar faðirinn og Brynjar deila, áður en að dómari skerst í leikinn og sér til þess að faðirinn snúi aftur í sæti sitt. Textun myndbandsins er Vísis. Klippa: Faðir hellti sér yfir þjálfara í Þorlákshöfn „Þú skalt passa þig“ Eftir að dómarinn hafði blandað sér í málið hélt faðirinn áfram og talaði til dómarans: „Heyrðu, það verður að hafa stjórn á honum hérna. Hann er að ráðast hérna á hana,“ áður en leikmaðurinn bað pabba sinn um að hætta. Áður en faðirinn gekk aftur til síns sætis kallaði hann ítrekað til Brynjars: „Þú skalt passa þig.“ Vísir leitaði viðbragða Brynjars við málinu en hann kvaðst ekkert vilja tjá sig og furðaði sig á því að blaðamaður teldi að um fréttaefni væri að ræða. Hvorki náðist í föður leikmannsins né leikmanninn sjálfan. Brynjar er sennilega umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins en þjálfunaraðferðir hans vöktu mikla athygli eftir útkomu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, þar sem hann og stúlknalið sem hann þjálfaði voru í sviðsljósinu. Voru aðferðir hans sérstaklega gagnrýndar þar sem að þá var hann að þjálfa börn. Þjálfunaraðferðir Brynjars vöktu fyrst athygli eftir að hann hafði þjálfað stelpur í Stjörnunni en í yfirlýsingu eftir brotthvarf hans bað félagið iðkendur og foreldra innilega afsökunar á framferði þjálfarans. Hann fór þaðan til ÍR og stýrði liðinu sem er í aðalhlutverki í Hækkum rána, en hætti þar vorið 2019 og gerðist svo yfirþjálfari nýstofnaðs liðs Aþenu þar sem Brynjar stýrir nú meistaraflokksliði, sem sameinaðist Leikni í sumar og leikur í næstefstu deild eins og fyrr segir. Aganefnd KKÍ virðist ekki hafa borist málið í Þorlákshöfn til neinnar úrlausnar en í síðustu viku ákvað hún að áminna Aþenu/Leikni vegna háttsemi stuðningsmanna í fyrsta heimaleik liðsins eftir ferðina til Þorlákshafnar, þegar liðið mætti Ármanni 5. nóvember. Körfubolti Þór Þorlákshöfn Leiknir Reykjavík Ölfus Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport Fleiri fréttir „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Sjá meira
Atvikið átti sér stað í leik sameinaðs liðs Aþenu og Leiknis við sameinað lið Hamars og Þórs, í Þorlákshöfn fyrr í þessum mánuði. Á myndbandi frá leiknum má heyra glöggt þegar faðirinn lætur Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfara Aþenu/Leiknis, heyra það. „Nú skaltu hætta þessu bulli hérna. Hvað er að þér þarna klikkhaus? Stelpan er grátandi hérna út af þér,“ segir faðirinn meðal annars. Brynjar hafði skipt dóttur mannsins af velli snemma leiks og varið drjúgum tíma í að ræða við og skamma leikmanninn, sem kominn er á þrítugsaldur. Ljóst er að faðirinn fékk að lokum nóg, gerði sér ferð af áhorfendapöllunum og yfir að hliðarlínunni á hinum enda vallarins, þar sem Brynjar, dóttirin og aðrir varamenn voru. Leikurinn var sýndur á Vimeo-síðu Þórs Þorlákshafnar og hér að neðan má sjá brot þaðan úr leiknum þegar faðirinn og Brynjar deila, áður en að dómari skerst í leikinn og sér til þess að faðirinn snúi aftur í sæti sitt. Textun myndbandsins er Vísis. Klippa: Faðir hellti sér yfir þjálfara í Þorlákshöfn „Þú skalt passa þig“ Eftir að dómarinn hafði blandað sér í málið hélt faðirinn áfram og talaði til dómarans: „Heyrðu, það verður að hafa stjórn á honum hérna. Hann er að ráðast hérna á hana,“ áður en leikmaðurinn bað pabba sinn um að hætta. Áður en faðirinn gekk aftur til síns sætis kallaði hann ítrekað til Brynjars: „Þú skalt passa þig.“ Vísir leitaði viðbragða Brynjars við málinu en hann kvaðst ekkert vilja tjá sig og furðaði sig á því að blaðamaður teldi að um fréttaefni væri að ræða. Hvorki náðist í föður leikmannsins né leikmanninn sjálfan. Brynjar er sennilega umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins en þjálfunaraðferðir hans vöktu mikla athygli eftir útkomu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, þar sem hann og stúlknalið sem hann þjálfaði voru í sviðsljósinu. Voru aðferðir hans sérstaklega gagnrýndar þar sem að þá var hann að þjálfa börn. Þjálfunaraðferðir Brynjars vöktu fyrst athygli eftir að hann hafði þjálfað stelpur í Stjörnunni en í yfirlýsingu eftir brotthvarf hans bað félagið iðkendur og foreldra innilega afsökunar á framferði þjálfarans. Hann fór þaðan til ÍR og stýrði liðinu sem er í aðalhlutverki í Hækkum rána, en hætti þar vorið 2019 og gerðist svo yfirþjálfari nýstofnaðs liðs Aþenu þar sem Brynjar stýrir nú meistaraflokksliði, sem sameinaðist Leikni í sumar og leikur í næstefstu deild eins og fyrr segir. Aganefnd KKÍ virðist ekki hafa borist málið í Þorlákshöfn til neinnar úrlausnar en í síðustu viku ákvað hún að áminna Aþenu/Leikni vegna háttsemi stuðningsmanna í fyrsta heimaleik liðsins eftir ferðina til Þorlákshafnar, þegar liðið mætti Ármanni 5. nóvember.
Körfubolti Þór Þorlákshöfn Leiknir Reykjavík Ölfus Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport Fleiri fréttir „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Sjá meira