„Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 19:15 Alexandra Briem formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Vísir/Arnar Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir óráð að fylla upp í Árbæjarlón að svo stöddu en tæming þess var nýlega úrskurðuð ólögmæt. Ekki sé hægt að laga eina slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvörðun. Meirihluti í Borgarstjórn vísaði í gær frá tillögu sjálfstæðismanna um að Orkuveitu Reykjavíkur yrði gert að fylla upp í Árbæjarlón. Lónið var tæmt af frumkvæði Orkuveitunnar haustið 2020 en tæmingin fljótt kærðir af íbúum. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í haust að tæming lónsins hafi verið ólögmæt. Nú vilja einhverjir íbúar í Árbæ að fyllt verði aftur í lónið, sem var skapað fyrir tæpum 100 árum. „Við erum nýbúin að sjá úrskurðinn og skipulagsfulltrúi er búinn að biðja um viðbrögð frá Orkuveitunni hvernig þau ætla að bregðast við þessari stöðu. Mér finnst eðlilegt að sjá hver þau viðbrögð verða áður en við förum að rjúka upp til handa og fóta,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hefði átt að stöðva tæminguna Orkuveita Reykjavíkur hefði átt að sækja um framkvæmdaleyfi og borgin átt að stöðva framkvæmdina. Á sínum tíma hafi verið skiptar skoðanir hvort framkvæmdarleyfi þyrfti. „Við vorum með álit frá skipulagsstofnun að þetta væri ekki framkvæmdaleyfisskylt og borgarlögmaður var á þeirri skoðun að þetta væri ekki framkvæmdarleyfisskylt.“ Úrskurðarnefnd hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess hvort fylla ætti aftur upp í lónið „Það er meira að segja skýrt að nefndin hefði aldrei getað ákveðið það, hún hefur ekki það umboð,“ segir Alexandra. Lífríki hafi dafnað Í kjölfar tæmingarinnar hafi lífríki við árnar dafnað vel þó það hafi breyst. Til að mynda hefur laxa og urriðastofn Elliðaáa dafnað mjög. Það sé staðreynd, sama hvernig ákvörðunin um tæminguna var tekin. „Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku. Núna er staðan eins og hún er, þetta er orðinn hlutur og við verðum bara að ákveða hvernig við ætlum að hafa þetta til framtíðar.“ Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30 Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Meirihluti í Borgarstjórn vísaði í gær frá tillögu sjálfstæðismanna um að Orkuveitu Reykjavíkur yrði gert að fylla upp í Árbæjarlón. Lónið var tæmt af frumkvæði Orkuveitunnar haustið 2020 en tæmingin fljótt kærðir af íbúum. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í haust að tæming lónsins hafi verið ólögmæt. Nú vilja einhverjir íbúar í Árbæ að fyllt verði aftur í lónið, sem var skapað fyrir tæpum 100 árum. „Við erum nýbúin að sjá úrskurðinn og skipulagsfulltrúi er búinn að biðja um viðbrögð frá Orkuveitunni hvernig þau ætla að bregðast við þessari stöðu. Mér finnst eðlilegt að sjá hver þau viðbrögð verða áður en við förum að rjúka upp til handa og fóta,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hefði átt að stöðva tæminguna Orkuveita Reykjavíkur hefði átt að sækja um framkvæmdaleyfi og borgin átt að stöðva framkvæmdina. Á sínum tíma hafi verið skiptar skoðanir hvort framkvæmdarleyfi þyrfti. „Við vorum með álit frá skipulagsstofnun að þetta væri ekki framkvæmdaleyfisskylt og borgarlögmaður var á þeirri skoðun að þetta væri ekki framkvæmdarleyfisskylt.“ Úrskurðarnefnd hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess hvort fylla ætti aftur upp í lónið „Það er meira að segja skýrt að nefndin hefði aldrei getað ákveðið það, hún hefur ekki það umboð,“ segir Alexandra. Lífríki hafi dafnað Í kjölfar tæmingarinnar hafi lífríki við árnar dafnað vel þó það hafi breyst. Til að mynda hefur laxa og urriðastofn Elliðaáa dafnað mjög. Það sé staðreynd, sama hvernig ákvörðunin um tæminguna var tekin. „Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku. Núna er staðan eins og hún er, þetta er orðinn hlutur og við verðum bara að ákveða hvernig við ætlum að hafa þetta til framtíðar.“
Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30 Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20
Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30
Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53