Einföld leið til að stytta vinnuvikuna Tómas Ragnarz skrifar 17. nóvember 2022 09:01 Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir. Það er virðingarvert markmið enda á lífið að snúast um annað og meira en vinnuna. Fólk á dánarbeðinum sér enda sjaldnast eftir því að hafa ekki unnið meira á lífsleiðinni. Það er því rétt að kroppa aðeins af vinnudeginum – og sumar leiðir til þess eru einfaldari en aðrar. Við sem lifum og störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki farið varhluta af því að umferðin er orðin þung á morgnana og seinni partinn. Bílaraðirnar á álagstímum eru orðnar slíkar að það er óhætt að áætla að ferðin hvora leið muni taka upp undir 30 mínútur, samanlagt heilan klukkutíma á dag. Þessum tíma finnst mér illa varið. Á einum mánuði slagar ferðatíminn, sem við erum að koma okkur til og frá vinnu, upp í rúmlega hálfa vinnuviku. Það sem meira er: þessi ferðatími á vinnustaðinn er hluti af vinnudeginum. Ef við þyrftum ekki að koma okkur á vinnustaðinn þá myndum við verja þessum tíma með öðrum hætti og því er þessi langi ferðatími órjúfanlegur hluti vinnudagsins. Fyrir vikið er hann allt að klukkustund lengri en vinnuskylda fólks kveður á um. Engin þörf á milljarða útgjöldum Með því að stytta þennan ferðatíma myndum við stytta vinnuvikuna með nokkuð einföldum hætti. En hvað er til ráða? Ráðast í milljarða framkvæmdir á vegum til að leysa umferðarhnúta sem myndast tvisvar á sólarhring? Setja milljarða í að auðvelda fólki að velja sér aðra ferðamáta en bílinn? Þétta byggðina enn frekar? Þessar leiðir eru dýrar, hafa sína kosti og galla og gætu tekið langan tíma að komast til framkvæmda. Það er hins vegar til einfaldari og ódýrari leið til að stytta ferðatíma fólk á vinnustaðinn: Að mæta hreinlega ekki á vinnustaðinn. Faraldurinn kippti okkur inn í framtíðina á mettíma og þessi framtíð er sveigjanleg. Fólk sem þarf ekki að mæta á vinnustaðinn ætti að hafa frelsið til að starfa þar sem það sjálft vill. Ef starfsmenn vinna betur heima hjá sér, á kaffihúsum eða bókasöfnum þá ættu þeir að fá að gera það. Aukið frelsi til að vinna í nærumhverfi sínu mun draga stórlega úr þörfinni á að yfirgefa það – sem fækkar ferðum, styttir ferðatíma og dregur úr umferð. Þess vegna stefnum við Regus á það að opna góða fjarvinnuaðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og að innan fárra ára verði hægt að nálgast slíka aðstöðu um land allt. Þar sem hópar starfsfólks geta fundað eftir hentisemi og vinnustaðir leigt eftir þörfum. Þannig geti fólk stundað sína vinnu í nærumhverfinu, sparað ferðatíma og lengt samverustundir með fjölskyldunni. Auk þess þyrftu fyrirtæki síður að reka eigið húsnæði með tilheyrandi kostnaði heldur gætu þau leigt aðstöðu eftir þörfum og hvernig gengur í rekstrinum hverju sinni. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sveigjanleiki eigi að vera eitt af þeim atriðum sem verða rædd við kjarasamningaborðið í vetur, eins og ég kom inn á í samtali við Reykjavík síðdegis í vor. Allar greinar græða Auðitað hentar þessi lausn ekki öllum, sumt fólk þarf einfaldlega að mæta á vinnustaðinn svo að reksturinn gangi. En ef að þau sem geta unnið heima hjá sér eða á fjarvinnustöðvum í nærumhverfi sínu myndu gera það, í stað þess að gera sér ferð á skrifstofuna, þá myndi það létta umferðina fyrir öll þau sem geta það ekki. Fyrir vikið styttist ferðatíminn hjá öllum og vinnuvikan með. Þar fyrir utan eru styttri og færri ferðalög gríðarlega umhverfisvæn. Minni útblástur, minna slit á vegum, minna svifryk og minni eldsneytiskaup sem skila sér í heilnæmara umhverfi fyrir okkur öll. Allt leiðir þetta til minni viðhaldsþarfar á innviðum og auðvelt er að færa rök fyrir því að minni mengun létti álagi af heilbrigðiskerfinu. Því ætti hið opinbera að fara fram með góðu fordæmi og auðvelda öllu sínu skrifstofustarfsfólki að stunda vinnu í nærumhverfi sínu. Það væri einfaldlega góð nýting á skattfé. Framtíðin er hér og framtíðin er sveigjanleg. Við hjá Regus ætlum okkur að auðvelda öllum að grípa tækifærin sem henni fylgja – í stað þess að sitja pikkföst í umferðinni meðan framtíðin keyrir framhjá okkur. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Regus á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Stytting vinnuvikunnar Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Samgöngur Kjaramál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir. Það er virðingarvert markmið enda á lífið að snúast um annað og meira en vinnuna. Fólk á dánarbeðinum sér enda sjaldnast eftir því að hafa ekki unnið meira á lífsleiðinni. Það er því rétt að kroppa aðeins af vinnudeginum – og sumar leiðir til þess eru einfaldari en aðrar. Við sem lifum og störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki farið varhluta af því að umferðin er orðin þung á morgnana og seinni partinn. Bílaraðirnar á álagstímum eru orðnar slíkar að það er óhætt að áætla að ferðin hvora leið muni taka upp undir 30 mínútur, samanlagt heilan klukkutíma á dag. Þessum tíma finnst mér illa varið. Á einum mánuði slagar ferðatíminn, sem við erum að koma okkur til og frá vinnu, upp í rúmlega hálfa vinnuviku. Það sem meira er: þessi ferðatími á vinnustaðinn er hluti af vinnudeginum. Ef við þyrftum ekki að koma okkur á vinnustaðinn þá myndum við verja þessum tíma með öðrum hætti og því er þessi langi ferðatími órjúfanlegur hluti vinnudagsins. Fyrir vikið er hann allt að klukkustund lengri en vinnuskylda fólks kveður á um. Engin þörf á milljarða útgjöldum Með því að stytta þennan ferðatíma myndum við stytta vinnuvikuna með nokkuð einföldum hætti. En hvað er til ráða? Ráðast í milljarða framkvæmdir á vegum til að leysa umferðarhnúta sem myndast tvisvar á sólarhring? Setja milljarða í að auðvelda fólki að velja sér aðra ferðamáta en bílinn? Þétta byggðina enn frekar? Þessar leiðir eru dýrar, hafa sína kosti og galla og gætu tekið langan tíma að komast til framkvæmda. Það er hins vegar til einfaldari og ódýrari leið til að stytta ferðatíma fólk á vinnustaðinn: Að mæta hreinlega ekki á vinnustaðinn. Faraldurinn kippti okkur inn í framtíðina á mettíma og þessi framtíð er sveigjanleg. Fólk sem þarf ekki að mæta á vinnustaðinn ætti að hafa frelsið til að starfa þar sem það sjálft vill. Ef starfsmenn vinna betur heima hjá sér, á kaffihúsum eða bókasöfnum þá ættu þeir að fá að gera það. Aukið frelsi til að vinna í nærumhverfi sínu mun draga stórlega úr þörfinni á að yfirgefa það – sem fækkar ferðum, styttir ferðatíma og dregur úr umferð. Þess vegna stefnum við Regus á það að opna góða fjarvinnuaðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og að innan fárra ára verði hægt að nálgast slíka aðstöðu um land allt. Þar sem hópar starfsfólks geta fundað eftir hentisemi og vinnustaðir leigt eftir þörfum. Þannig geti fólk stundað sína vinnu í nærumhverfinu, sparað ferðatíma og lengt samverustundir með fjölskyldunni. Auk þess þyrftu fyrirtæki síður að reka eigið húsnæði með tilheyrandi kostnaði heldur gætu þau leigt aðstöðu eftir þörfum og hvernig gengur í rekstrinum hverju sinni. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sveigjanleiki eigi að vera eitt af þeim atriðum sem verða rædd við kjarasamningaborðið í vetur, eins og ég kom inn á í samtali við Reykjavík síðdegis í vor. Allar greinar græða Auðitað hentar þessi lausn ekki öllum, sumt fólk þarf einfaldlega að mæta á vinnustaðinn svo að reksturinn gangi. En ef að þau sem geta unnið heima hjá sér eða á fjarvinnustöðvum í nærumhverfi sínu myndu gera það, í stað þess að gera sér ferð á skrifstofuna, þá myndi það létta umferðina fyrir öll þau sem geta það ekki. Fyrir vikið styttist ferðatíminn hjá öllum og vinnuvikan með. Þar fyrir utan eru styttri og færri ferðalög gríðarlega umhverfisvæn. Minni útblástur, minna slit á vegum, minna svifryk og minni eldsneytiskaup sem skila sér í heilnæmara umhverfi fyrir okkur öll. Allt leiðir þetta til minni viðhaldsþarfar á innviðum og auðvelt er að færa rök fyrir því að minni mengun létti álagi af heilbrigðiskerfinu. Því ætti hið opinbera að fara fram með góðu fordæmi og auðvelda öllu sínu skrifstofustarfsfólki að stunda vinnu í nærumhverfi sínu. Það væri einfaldlega góð nýting á skattfé. Framtíðin er hér og framtíðin er sveigjanleg. Við hjá Regus ætlum okkur að auðvelda öllum að grípa tækifærin sem henni fylgja – í stað þess að sitja pikkföst í umferðinni meðan framtíðin keyrir framhjá okkur. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Regus á Íslandi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun