Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2022 23:37 Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og yfirmaður loftslagsstefnu þess, ávarpaði COP27 í kvöld. AP/Nariman el-Mofty Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. Lítið hefur þokast í að leysa úr helstu ágreiningsmálum á COP27-ráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Ráðstefnunni á að ljúka á morgun en Reuters-fréttastofan segir að enn beri mikið á milli ríkja. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti fulltrúa ríkja heims til dáða um leið og hann varaði við því að hætta væri á því að ráðstefnunni lyki án áþreifanlegrar og ákveðinnar niðurstöðu í kvöld. Á meðal helstu ásteytingarsteinanna er hvort stofna eigi nýjan sjóð sem fátæk ríki sem verða fyrir skakkaföllum vegna loftslagsbreytinga, þar á meðal flóðum, þurrkum, gróðureldum og veðuröfgum, geti sótt í. Tillaga um það var tekin upp í fyrsta skipti á ráðstefnunni nú en ekkert samkomulag er um næstu skref. Þróunarríki sækja það fast að slíkur sjóður verði stofnaður. Þau vilja semja um hann á ráðstefnunni í ár þar sem þau telja sig ekki geta beðið í heilt ár eftir að viðræðurnar verði teknar upp aftur. Iðnríki eins og Bandaríkin streitast á móti þar sem þau óttast að þau verði þá gerð skaðabótaskyld fyrir allri þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem þau hafa staðið fyrir sögulega. Þau hafa áður lofað að leggja hundrað milljarða dollara á ári í sérstakan loftslagssjóð en efndir á þeim loforðum hafa verið takmarkaðar til þessa. „Ef við náum ekki saman um tap og tjón þá held ég að þessi COP-ráðstefna verði ekki árangursrík,“ sagði Nabeel Munir, aðalsamningamaður Pakistans sem fór illa út úr flóðum í ár. Antonio Guterres gerði sér ferð til Egyptaland til þess að fylgja viðræðunum í hlað. Hann varaði við því að þær væru ekki nógu langt á veg komnar nú þegar ráðstefnunni á að ljúka á morgun.AP/Peter Dejong Ekki til nægir peningar á jörðinni ef losun verður ekki minnkuð Þegar viðræðurnar virtust ætla að steyta á skeri henti Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til þeirra líflínu. Kvaddi hann sér hljóðs og bar óvænt fram nokkurs konar málamiðlunartillögu um að tengja skaðabætur fyrir loftslagstjón saman við metnaðarfyllri niðurskurð í losun. Samkvæmt tillögu hans yrði sjóðurinn sem þróunarríkin falast eftir stofnaður en samhliða yrði gerð ríkari krafa til allra þjóða um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, þar á meðal með því að taka kol, gas og olíu úr umferð í áföngum. Evrópusambandið legði ekki fram frekara fjármagn nema loftslagsmarkmið yrðu hert. „Ef við gerum ekki nóg í draga úr skaðanum þá eru ekki til nógu miklir peningar á jörðinni til þess að takast á við afleiðingar loftslagsvárinnar. Umfangs taps og tjóns yrði slíkt að við gætum aldrei bætt það,“ sagði Timmermans. Auka verði metnaðinn í að draga úr losun ef einhver von á að vera til þess að einnig verði hægt að hjálpa þeim sem standa höllustum fæti og standa frammi fyrir loftslagsbreytingum. Óvíst er þó hvort að tillagan dugi til þess að sætta stríðandi fylkingar. Undirtektir við tillögunni voru þannig dræmar hjá Kínverjum og Sádum. Þeir fyrrnefndu sögðust telja að vestrænar þjóðir ættu að greiða í loftslagstjónssjóðinn en ekki þeir sjálfir þrátt fyrir að Kínverjar séu nú stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Þeir síðarnefndu hafa ekki áhuga á að greiða bætur fyrir afleiðingar bruna á jarðefnaeldsneytinu sem er aðalútflutningsvara landsins. John Kerry, loftslagsfulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagðist ætla að skoða evrópsku tillöguna. „Þú veist, við sjáum til,“ sagði hann við AP-fréttastofuna. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Lítið hefur þokast í að leysa úr helstu ágreiningsmálum á COP27-ráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Ráðstefnunni á að ljúka á morgun en Reuters-fréttastofan segir að enn beri mikið á milli ríkja. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti fulltrúa ríkja heims til dáða um leið og hann varaði við því að hætta væri á því að ráðstefnunni lyki án áþreifanlegrar og ákveðinnar niðurstöðu í kvöld. Á meðal helstu ásteytingarsteinanna er hvort stofna eigi nýjan sjóð sem fátæk ríki sem verða fyrir skakkaföllum vegna loftslagsbreytinga, þar á meðal flóðum, þurrkum, gróðureldum og veðuröfgum, geti sótt í. Tillaga um það var tekin upp í fyrsta skipti á ráðstefnunni nú en ekkert samkomulag er um næstu skref. Þróunarríki sækja það fast að slíkur sjóður verði stofnaður. Þau vilja semja um hann á ráðstefnunni í ár þar sem þau telja sig ekki geta beðið í heilt ár eftir að viðræðurnar verði teknar upp aftur. Iðnríki eins og Bandaríkin streitast á móti þar sem þau óttast að þau verði þá gerð skaðabótaskyld fyrir allri þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem þau hafa staðið fyrir sögulega. Þau hafa áður lofað að leggja hundrað milljarða dollara á ári í sérstakan loftslagssjóð en efndir á þeim loforðum hafa verið takmarkaðar til þessa. „Ef við náum ekki saman um tap og tjón þá held ég að þessi COP-ráðstefna verði ekki árangursrík,“ sagði Nabeel Munir, aðalsamningamaður Pakistans sem fór illa út úr flóðum í ár. Antonio Guterres gerði sér ferð til Egyptaland til þess að fylgja viðræðunum í hlað. Hann varaði við því að þær væru ekki nógu langt á veg komnar nú þegar ráðstefnunni á að ljúka á morgun.AP/Peter Dejong Ekki til nægir peningar á jörðinni ef losun verður ekki minnkuð Þegar viðræðurnar virtust ætla að steyta á skeri henti Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til þeirra líflínu. Kvaddi hann sér hljóðs og bar óvænt fram nokkurs konar málamiðlunartillögu um að tengja skaðabætur fyrir loftslagstjón saman við metnaðarfyllri niðurskurð í losun. Samkvæmt tillögu hans yrði sjóðurinn sem þróunarríkin falast eftir stofnaður en samhliða yrði gerð ríkari krafa til allra þjóða um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, þar á meðal með því að taka kol, gas og olíu úr umferð í áföngum. Evrópusambandið legði ekki fram frekara fjármagn nema loftslagsmarkmið yrðu hert. „Ef við gerum ekki nóg í draga úr skaðanum þá eru ekki til nógu miklir peningar á jörðinni til þess að takast á við afleiðingar loftslagsvárinnar. Umfangs taps og tjóns yrði slíkt að við gætum aldrei bætt það,“ sagði Timmermans. Auka verði metnaðinn í að draga úr losun ef einhver von á að vera til þess að einnig verði hægt að hjálpa þeim sem standa höllustum fæti og standa frammi fyrir loftslagsbreytingum. Óvíst er þó hvort að tillagan dugi til þess að sætta stríðandi fylkingar. Undirtektir við tillögunni voru þannig dræmar hjá Kínverjum og Sádum. Þeir fyrrnefndu sögðust telja að vestrænar þjóðir ættu að greiða í loftslagstjónssjóðinn en ekki þeir sjálfir þrátt fyrir að Kínverjar séu nú stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Þeir síðarnefndu hafa ekki áhuga á að greiða bætur fyrir afleiðingar bruna á jarðefnaeldsneytinu sem er aðalútflutningsvara landsins. John Kerry, loftslagsfulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagðist ætla að skoða evrópsku tillöguna. „Þú veist, við sjáum til,“ sagði hann við AP-fréttastofuna.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08