Þrír fluttir á bráðamóttöku eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2022 00:44 Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í kvöld. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að óskað hafi verið eftir aðstoð um klukkan hálf tólf í kvöld. Þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang og voru þrír fluttir á bráðamóttöku Landspítalans með áverka eftir hnífsstungu. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að mikill viðbúnaður hefði verið hjá lögreglu við skemmtistaðinn. Haft var eftir sjónarvottum að sérsveitarmenn, sem leggja almennum lögreglumönnum lið þegar grunur leikur á um að aðilar séu vopnaðir, hafi farið inn á skemmtistaðinn. Sjúkrabílar og lögreglubílar voru á svæðinu. Skemmtistaðurinn hafi verið rýmdur, slökkt á tónlistinni og hugað að hinum slösuðu. Vitni lýsa því að einstaklingar sem huldu andlit sitt hafi hlaupið inn á skemmtistaðinn og síðar flúið hann á hlaupum og horfið á brott á bíl. Varðstjóri hjá slökkviliðinu hafði ekki upplýsingar um líðan hinna slösuðu að svo stöddu. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. Bankastræti Club var opnaður í júlí í fyrra af Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class. Árum saman var skemmtistaðurinn b5 starfræktur í húsnæðinu en nafnið vísar til heimilisfangsins, Bankastrætis 5. Bankastræti Club er aðallega sóttur af fólki á þrítugsaldri. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að óskað hafi verið eftir aðstoð um klukkan hálf tólf í kvöld. Þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang og voru þrír fluttir á bráðamóttöku Landspítalans með áverka eftir hnífsstungu. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að mikill viðbúnaður hefði verið hjá lögreglu við skemmtistaðinn. Haft var eftir sjónarvottum að sérsveitarmenn, sem leggja almennum lögreglumönnum lið þegar grunur leikur á um að aðilar séu vopnaðir, hafi farið inn á skemmtistaðinn. Sjúkrabílar og lögreglubílar voru á svæðinu. Skemmtistaðurinn hafi verið rýmdur, slökkt á tónlistinni og hugað að hinum slösuðu. Vitni lýsa því að einstaklingar sem huldu andlit sitt hafi hlaupið inn á skemmtistaðinn og síðar flúið hann á hlaupum og horfið á brott á bíl. Varðstjóri hjá slökkviliðinu hafði ekki upplýsingar um líðan hinna slösuðu að svo stöddu. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. Bankastræti Club var opnaður í júlí í fyrra af Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class. Árum saman var skemmtistaðurinn b5 starfræktur í húsnæðinu en nafnið vísar til heimilisfangsins, Bankastrætis 5. Bankastræti Club er aðallega sóttur af fólki á þrítugsaldri. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira