Bandaríkjamenn segja krónprinsinn njóta friðhelgis sem forsætisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 10:49 Krónprinsinn er sagður fara með allt vald í Sádi Arabíu og virðist því sjálfur hafa komið sér undan ábyrgð með því að taka sér embætti forsætisráðherra. Nordic Photos/AFP Bandarísk stjórnvöld segja ótækt að kæra Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í tengslum við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem hann var nýlega gerður forsætisráðherra landsins og nýtur þar með friðhelgi sem æðsti ráðamaður ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í greinargerð bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna einkamáls sem Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, og samtökin Dawn hafa höfðað vegna morðsins á blaðamanninum. Það var dómarinn í málinu, John Bates, sem kallaði eftir áliti stjórnvalda á því hvort hægt væri að höfða mál gegn krónprinsinum en álitið hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki síst vegna þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því á sínum tíma að gera allt sem í sínu valdi stæði til að láta MBS, eins og hann er gjarnan kallaður, sæta ábyrgð. Sarah Leah Whitson, framkvæmdastjóri Dawn, sem voru stofnuð af Khashoggi, segir að bandarískum stjórnvöldum hefði verið í lófa lagt að hafna því að leggja fram greinargerð í málinu og að það væri kaldhæðnislegt að stjórn Biden hefði nú tryggt að krónprinsinn myndi aldrei sæta ábyrgð fyrir morðið. Lögspekingar segja að það hafi legið ljóst fyrir að jafnvel þótt stjórnvöld ættu ekki aðkomu að málinu myndi afstaða þeirra til mögulegrar friðhelgi krónprinsins ráða úrslitum um þróun mála. Nú sé einsýnt að því verði vísað frá og síðasti möguleikinn á því að láta MBS axla ábyrgð úr sögunni. Ákvörðun stjórnvalda þykir meðal annars áhugaverð í ljósi þess að fyrir aðeins um mánuði síðan sagði Biden að Sádi Arabar myndu gjalda fyrir það að hafa samþykkt að draga úr olíuframleiðslu á vettvangi OPEC. Khashoggi var pyntaður og myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu í sendiráði landsins í Istanbul árið 2018. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um nýjustu vendingar. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna einkamáls sem Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, og samtökin Dawn hafa höfðað vegna morðsins á blaðamanninum. Það var dómarinn í málinu, John Bates, sem kallaði eftir áliti stjórnvalda á því hvort hægt væri að höfða mál gegn krónprinsinum en álitið hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki síst vegna þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því á sínum tíma að gera allt sem í sínu valdi stæði til að láta MBS, eins og hann er gjarnan kallaður, sæta ábyrgð. Sarah Leah Whitson, framkvæmdastjóri Dawn, sem voru stofnuð af Khashoggi, segir að bandarískum stjórnvöldum hefði verið í lófa lagt að hafna því að leggja fram greinargerð í málinu og að það væri kaldhæðnislegt að stjórn Biden hefði nú tryggt að krónprinsinn myndi aldrei sæta ábyrgð fyrir morðið. Lögspekingar segja að það hafi legið ljóst fyrir að jafnvel þótt stjórnvöld ættu ekki aðkomu að málinu myndi afstaða þeirra til mögulegrar friðhelgi krónprinsins ráða úrslitum um þróun mála. Nú sé einsýnt að því verði vísað frá og síðasti möguleikinn á því að láta MBS axla ábyrgð úr sögunni. Ákvörðun stjórnvalda þykir meðal annars áhugaverð í ljósi þess að fyrir aðeins um mánuði síðan sagði Biden að Sádi Arabar myndu gjalda fyrir það að hafa samþykkt að draga úr olíuframleiðslu á vettvangi OPEC. Khashoggi var pyntaður og myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu í sendiráði landsins í Istanbul árið 2018. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um nýjustu vendingar.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira