Eingreiðsla til öryrkja Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2022 10:01 Í því ástandi sem við höfum búið við undanfarin ár, glímu við covid-19 og nú verðbólgu sem herjar verst á þá sem minnst hafa, er sjálfsagt réttlæti að fötluðu fólki sé bættur skaðinn að því litla leiti sem skattlaus eingreiðsla að upphæð 60.000 kr. getur gert það. Fatlað fólk hefði í raun átt á fá verðbætingu á lífeyri sinn að upphæð nær 120.000 kr. fyrir árið 2022 en það er það högg sem fólk hefur tekið á sig auk þess sem hækkun á örorkulífeyri um að minnsta kosti 10% er nauðsynleg aðgerð til að bilið milli lágmarkslauna og örorkulífeyri gleikki ekki enn frekar. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Fréttir berast af því að aldrei hafi staða Íslands verið betri en nú. Verkalýðshreyfingin ætlar að sækja launahækkanir í vasa atvinnurekenda sem eiga að sögn forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar borð fyrir báru, þar sem staða fyrirtækja hefur ekki verið betri síðan 2011. Staða fatlaðs fólks hefur hinsvegar farið versnandi nánast ár frá ári síðan 2007 og er nú svo komið að heildar mánaðargreiðsla um 40% fatlaðs fólks (öryrkja) er um og undir 300.000 kr. fyrir skatt. Þessi hópur og fleiri til hafa ekkert svigrúm til breytinga á verðlagi og glíma við mikinn lágtekjuvanda. Að lifa af tekjum undir 300 þúsundum er ómögulegt og það vita öll sem einhverja tengingu hafa við veruleika lágtekjuhópa. Verðbólga ársins 2022 hefur reynst fötluðu fólki afar þungbær, leiga hækkar mánaðarlega sem og matarkarfan. Þetta tvennt, fæði og húsnæði er nauðsynjavara ekki munaður. Örorkulífeyrir hefur ekki hækkað að sama skapi þó þriggja prósentu hækkun hafi komið inn í júní. Það er því afar brýnt að stjórnvöld hækki lífeyri til að bilið á milli lífeyris og lágmarkslauna aukist ekki enn frekar. Á meðan við bíðum aðgerða sem taka á rót vandans er sjálfsögð og sanngjörn krafa að fatlað fólk fái 60.000 króna skattlausa eingreiðslu nú í desember! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í því ástandi sem við höfum búið við undanfarin ár, glímu við covid-19 og nú verðbólgu sem herjar verst á þá sem minnst hafa, er sjálfsagt réttlæti að fötluðu fólki sé bættur skaðinn að því litla leiti sem skattlaus eingreiðsla að upphæð 60.000 kr. getur gert það. Fatlað fólk hefði í raun átt á fá verðbætingu á lífeyri sinn að upphæð nær 120.000 kr. fyrir árið 2022 en það er það högg sem fólk hefur tekið á sig auk þess sem hækkun á örorkulífeyri um að minnsta kosti 10% er nauðsynleg aðgerð til að bilið milli lágmarkslauna og örorkulífeyri gleikki ekki enn frekar. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Fréttir berast af því að aldrei hafi staða Íslands verið betri en nú. Verkalýðshreyfingin ætlar að sækja launahækkanir í vasa atvinnurekenda sem eiga að sögn forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar borð fyrir báru, þar sem staða fyrirtækja hefur ekki verið betri síðan 2011. Staða fatlaðs fólks hefur hinsvegar farið versnandi nánast ár frá ári síðan 2007 og er nú svo komið að heildar mánaðargreiðsla um 40% fatlaðs fólks (öryrkja) er um og undir 300.000 kr. fyrir skatt. Þessi hópur og fleiri til hafa ekkert svigrúm til breytinga á verðlagi og glíma við mikinn lágtekjuvanda. Að lifa af tekjum undir 300 þúsundum er ómögulegt og það vita öll sem einhverja tengingu hafa við veruleika lágtekjuhópa. Verðbólga ársins 2022 hefur reynst fötluðu fólki afar þungbær, leiga hækkar mánaðarlega sem og matarkarfan. Þetta tvennt, fæði og húsnæði er nauðsynjavara ekki munaður. Örorkulífeyrir hefur ekki hækkað að sama skapi þó þriggja prósentu hækkun hafi komið inn í júní. Það er því afar brýnt að stjórnvöld hækki lífeyri til að bilið á milli lífeyris og lágmarkslauna aukist ekki enn frekar. Á meðan við bíðum aðgerða sem taka á rót vandans er sjálfsögð og sanngjörn krafa að fatlað fólk fái 60.000 króna skattlausa eingreiðslu nú í desember! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun