Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Eiður Þór Árnason skrifar 21. nóvember 2022 19:11 Sérsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu vegna árásarinnar. Vísir/Vilhelm Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. RÚV greinir frá þessu og segir að héraðssaksóknari hafi ákært alla fimm fyrir brot gegn vopnalögum. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í janúar og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma þar sem birt var myndskeið sem náðist af átökunum. Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. RÚV hefur upp úr ákæru héraðsaksóknara að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Kallað bróður sinn til aðstoðar Inda Björk Alexandersdóttir, móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi í janúar að að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Inda sagði að synir sínir hafi verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01 Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11 „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Sjá meira
RÚV greinir frá þessu og segir að héraðssaksóknari hafi ákært alla fimm fyrir brot gegn vopnalögum. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í janúar og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma þar sem birt var myndskeið sem náðist af átökunum. Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. RÚV hefur upp úr ákæru héraðsaksóknara að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Kallað bróður sinn til aðstoðar Inda Björk Alexandersdóttir, móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi í janúar að að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Inda sagði að synir sínir hafi verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01 Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11 „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Sjá meira
Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01
Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11
„Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14