„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 21:30 Jóhann Þór var nokkuð brattur eftir leik. Vísir/Anton Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð borubrattur eftir leik og tók margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap, í leik sem hefði í raun getað dottið hvoru megin sem er. Í lokin var þó eins og orkan væri á þrotum hjá Grindvíkingum og Stólarnir leggja á heiðarnar með 2 stig í sarpnum. Vantaði heimamenn mögulega smá bensín til að klára þennan leik? „Já já bæði og, það spilaði sjálfsagt inn í. En það voru stór skot sem duttu Stólanna megin og ekki okkar. Við hefðum alveg getað tekið þetta. En eigum við ekki bara að segja það, það vantaði smá orku þarna í restina og því fór sem fór.“ Grindvíkingar voru án Damier Pitts í kvöld sem bíður þess að fá leikheimild og þá var Gaios Skordilis í leikbanni. Það var því aðeins einn erlendur leikmaður í hópi heimamanna í kvöld, Valdas Vasylius, sem var jafnframt eini miðherjinn þeirra á skýrslu í kvöld. Jafnframt var enginn hreinræktaður leikstjórnandi í hópnum í kvöld, en hinn 16 ára Arnór Tristan Helgason spilaði rúmar 12 mínútur og fékk oft það hlutverk að taka boltann upp gegn stífri vörn. Þetta var sannkölluð eldskírn fyrir hann í kvöld eða hvað? „Já algjörlega. Hann stóð sig mjög vel, frábærlega. Auðvitað rak hann sig á einhverja veggi og allt það sem er eðilegt fyrir 16 ára dreng, en fyrir utan það þá stóð hann sig mjög vel og skilaði fullt af góðum mínútum. Bara frábært.“ Nú er leikið þétt í deildinni en Grindvíkingar eiga leik í Garðabæ á fimmtudaginn gegn Stjörnunni. Jóhann er væntanlega að fara að senda menn eins og Valdas og Ólaf bróður sinn beint í kalda pottinn? „Klárlega. Nú þurfum við bara að reyna að endurheimta sem mest og undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. En ég er ofboðslega stoltur af mínu liði. Við fengum geggjaða frammistöðu; orkustigið, baráttan og viljinn til fyrirmyndar. Þetta er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á. Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu. Frammistaðan til fyrirmyndar, eins og ég sagði þá er ég bara mjög stoltur af mínu liði og þetta er klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð borubrattur eftir leik og tók margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap, í leik sem hefði í raun getað dottið hvoru megin sem er. Í lokin var þó eins og orkan væri á þrotum hjá Grindvíkingum og Stólarnir leggja á heiðarnar með 2 stig í sarpnum. Vantaði heimamenn mögulega smá bensín til að klára þennan leik? „Já já bæði og, það spilaði sjálfsagt inn í. En það voru stór skot sem duttu Stólanna megin og ekki okkar. Við hefðum alveg getað tekið þetta. En eigum við ekki bara að segja það, það vantaði smá orku þarna í restina og því fór sem fór.“ Grindvíkingar voru án Damier Pitts í kvöld sem bíður þess að fá leikheimild og þá var Gaios Skordilis í leikbanni. Það var því aðeins einn erlendur leikmaður í hópi heimamanna í kvöld, Valdas Vasylius, sem var jafnframt eini miðherjinn þeirra á skýrslu í kvöld. Jafnframt var enginn hreinræktaður leikstjórnandi í hópnum í kvöld, en hinn 16 ára Arnór Tristan Helgason spilaði rúmar 12 mínútur og fékk oft það hlutverk að taka boltann upp gegn stífri vörn. Þetta var sannkölluð eldskírn fyrir hann í kvöld eða hvað? „Já algjörlega. Hann stóð sig mjög vel, frábærlega. Auðvitað rak hann sig á einhverja veggi og allt það sem er eðilegt fyrir 16 ára dreng, en fyrir utan það þá stóð hann sig mjög vel og skilaði fullt af góðum mínútum. Bara frábært.“ Nú er leikið þétt í deildinni en Grindvíkingar eiga leik í Garðabæ á fimmtudaginn gegn Stjörnunni. Jóhann er væntanlega að fara að senda menn eins og Valdas og Ólaf bróður sinn beint í kalda pottinn? „Klárlega. Nú þurfum við bara að reyna að endurheimta sem mest og undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. En ég er ofboðslega stoltur af mínu liði. Við fengum geggjaða frammistöðu; orkustigið, baráttan og viljinn til fyrirmyndar. Þetta er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á. Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu. Frammistaðan til fyrirmyndar, eins og ég sagði þá er ég bara mjög stoltur af mínu liði og þetta er klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25