Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2022 16:47 Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. Tuttugu og átta manns hafa verið handteknir í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Fjórtán eru í gæsluvarðhaldi en lögreglan leitar enn þriggja einstaklinga í tengslum við árásina. Talið er að árásin hafi tengst deilum tveggja hópa sem tengjast undirheiminum. Hótanir á samfélagsmiðlum um einhvers konar hefndarárásir í miðborginni um helgina, jafnvel þar sem stórir hópar manna réðust á saklaust fólk, hafa farið víða í dag. Í skilaboðunum var fólk meðal annars varað við því að sækja miðborgina vegna þess. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að lögreglan hafi verið með gríðarlegan viðbúnað í kjölfar árásarinnar í síðustu viku og að honum yrði haldið áfram um helgina. Löggæsla verði mjög áberandi og aukinn þjálfaður mannskapur kvaddur til. Allt verði gert til þess að allt fari friðsamlega fram. „Lögreglan verður klár að eiga við það sem hún þarf að eiga við,“ sagði Ásgeir Þór í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Varla nokkur sem gæti skipulagt svo umfangsmikla árás Þrátt fyrir það hefur lögreglan sínar efasemdir um hversu mikið sé að marka hótanirnar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í sama þætti að um nokkur skilaboð sé að ræða og að sum þeirra séu svo ýkt að varla sé hægt að taka mark á þeim. Ásgeir Þór sagði alvarlegt að menn settu fram slíkar hótanir líkt og þær ættu að verða að veruleika, þar á meðal um að hundruð manna vopnaðir alls kyns tólum og tækjum ættu að birtast í miðborginni. „Ég er ekki viss um að það sé endilega einhver sem hafi svo mikið undir sér að geta skipulagt árás af þeirri stærðargráðu. En klárlega eru skilaboðin það alvarleg að það verður mjög aukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina,“ sagði hann. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglan Hótanir og ógnanir sem gengu á milli stríðandi fylkinganna og beindust að fjölskyldu einhverra þeirra sem tengudst árásinni um helgina var þó fylgt eftir. Þannig var bensínsprengju meðal annars kastað á fjölbýlishús. Margeir sagði að slíkar hótanir gegn fjölskyldumeðlimum þekktar í undirheimunum. „Nú sýnist okkur að menn séu tilbúnir að fylgja hótunum eftir,“ sagði hann. Eru með upptökur af árásinni Rannsókninni á árásinni sjálfri miðar vel, að sögn Margeirs. Lögreglan telji sig hafa helstu þátttakendur og leikendur í haldi. Næsta skref sé að komast að því hvert tilefni hennar var. Margeir staðfesti að lögreglan væri með myndbandsupptökur af árásinni og aðdraganda hennar. Hún eigi eftir að fara yfir ýmis konar gögn, þar á meðal símagögn og það verði tímafrekt. Þá telji lögreglan sig hafa vitneskju um að einn þeirra þriggja sem enn er leitað sé farinn úr landi. Eftir eigi að ákveða hvort að reynt verði að heimta hann aftur til landsins eða óska eftir aðstoð erlends lögregluliðs. Fréttin hefur verið uppfærð. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22 Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31 Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Tuttugu og átta manns hafa verið handteknir í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Fjórtán eru í gæsluvarðhaldi en lögreglan leitar enn þriggja einstaklinga í tengslum við árásina. Talið er að árásin hafi tengst deilum tveggja hópa sem tengjast undirheiminum. Hótanir á samfélagsmiðlum um einhvers konar hefndarárásir í miðborginni um helgina, jafnvel þar sem stórir hópar manna réðust á saklaust fólk, hafa farið víða í dag. Í skilaboðunum var fólk meðal annars varað við því að sækja miðborgina vegna þess. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að lögreglan hafi verið með gríðarlegan viðbúnað í kjölfar árásarinnar í síðustu viku og að honum yrði haldið áfram um helgina. Löggæsla verði mjög áberandi og aukinn þjálfaður mannskapur kvaddur til. Allt verði gert til þess að allt fari friðsamlega fram. „Lögreglan verður klár að eiga við það sem hún þarf að eiga við,“ sagði Ásgeir Þór í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Varla nokkur sem gæti skipulagt svo umfangsmikla árás Þrátt fyrir það hefur lögreglan sínar efasemdir um hversu mikið sé að marka hótanirnar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í sama þætti að um nokkur skilaboð sé að ræða og að sum þeirra séu svo ýkt að varla sé hægt að taka mark á þeim. Ásgeir Þór sagði alvarlegt að menn settu fram slíkar hótanir líkt og þær ættu að verða að veruleika, þar á meðal um að hundruð manna vopnaðir alls kyns tólum og tækjum ættu að birtast í miðborginni. „Ég er ekki viss um að það sé endilega einhver sem hafi svo mikið undir sér að geta skipulagt árás af þeirri stærðargráðu. En klárlega eru skilaboðin það alvarleg að það verður mjög aukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina,“ sagði hann. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglan Hótanir og ógnanir sem gengu á milli stríðandi fylkinganna og beindust að fjölskyldu einhverra þeirra sem tengudst árásinni um helgina var þó fylgt eftir. Þannig var bensínsprengju meðal annars kastað á fjölbýlishús. Margeir sagði að slíkar hótanir gegn fjölskyldumeðlimum þekktar í undirheimunum. „Nú sýnist okkur að menn séu tilbúnir að fylgja hótunum eftir,“ sagði hann. Eru með upptökur af árásinni Rannsókninni á árásinni sjálfri miðar vel, að sögn Margeirs. Lögreglan telji sig hafa helstu þátttakendur og leikendur í haldi. Næsta skref sé að komast að því hvert tilefni hennar var. Margeir staðfesti að lögreglan væri með myndbandsupptökur af árásinni og aðdraganda hennar. Hún eigi eftir að fara yfir ýmis konar gögn, þar á meðal símagögn og það verði tímafrekt. Þá telji lögreglan sig hafa vitneskju um að einn þeirra þriggja sem enn er leitað sé farinn úr landi. Eftir eigi að ákveða hvort að reynt verði að heimta hann aftur til landsins eða óska eftir aðstoð erlends lögregluliðs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22 Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31 Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44
Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22
Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31
Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent