Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 22. nóvember 2022 23:30 Björn Leví sagði á Alþingi í dag að fangelsismál væru í ólestri. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. Rætt var við Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Björn Leví sagði á Alþingi í dag að hann hafi beðið um gögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu vegna fjármálaáætlunar fyrri ára. Viðbrögðin hafi verið ótrúleg; gögnin væru trúnarðamál að beiðni fjármálaráðuneytisins. „Við fengum mjög alvarlegar ábendingar á fundi fjárlaganefndar í gær frá dómsmálaráðuneytinu og fangelsismálastofnun sem lýsti í raun skerðingu fanga, neyðarástandi í rauninni, eins og það var orðað og hættulegu umhverfi fyrir fangaverði til dæmis. Þetta er í kjölfarið á að það vantar 120 milljónir í fjárauka sem að dómsmálaráðherra hefur verið neitað um, það vantar 200 milljónir í fjárlög fyrir næsta ár og það er bara til að viðhalda sama ástandi og er – ekki byggja upp meira fyrir félagsaðstoð og betrun, sem við myndum vilja sjá í fangelsunum,“ segir Björn Leví. „Ætti ekki að koma Birni á óvart“ Aðspurður segir dómsmálaráðherra að verið sé að grípa til aðgerða í málaflokknum. „Ástandið er alvarlegt og það ætti ekki að koma Birni á óvart frekar en öðrum af því ég hef ávarpað það nokkrum sinnum á þessu ári. Það er ekki rétt að það sé búið að neita mér um 120 milljónir í fjáraukanum núna, það einmitt er tekið mjög vel í þá beiðni mína og ég geri ráð fyrir því að þær breytingartillögur, ásamt öðrum auknum framlögum á fjárlögum næsta árs munu koma til fangelsismála,“ segir Jón. Dómsmálaráðherra bætir við að tillaga hans til fjármálaráðherra komi líklega fram við aðra umferð fjárlagaumræðunnar. Tölur sem aldrei hafa sést Jón bætir við að álagið sé miklu meira á fangelsum nú heldur en í fyrra. Það hafi skapað gríðarlega mikinn kostnað – enda ófyrirséð. „Við höfum séð hér upp í 60 manns í gæsluvarðhaldi í dag. 40 manns er algeng tala á þessu ári og þar af 20 manns á Suðurnesjum um langan tíma. Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, til að mynda í gæsluvarðhaldi. Síðan erum við með lengingu brota, það er að segja dómar eru lengri en þeir voru. Þegar þetta safnast allt saman þá eykur það álagið og við þurfum auðvitað að horfa til framtíðarlausna í fangelsismálum eins og ég hef ítrekað komið fram á og boðað breytingar í því,“ bætir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við. Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira
Rætt var við Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Björn Leví sagði á Alþingi í dag að hann hafi beðið um gögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu vegna fjármálaáætlunar fyrri ára. Viðbrögðin hafi verið ótrúleg; gögnin væru trúnarðamál að beiðni fjármálaráðuneytisins. „Við fengum mjög alvarlegar ábendingar á fundi fjárlaganefndar í gær frá dómsmálaráðuneytinu og fangelsismálastofnun sem lýsti í raun skerðingu fanga, neyðarástandi í rauninni, eins og það var orðað og hættulegu umhverfi fyrir fangaverði til dæmis. Þetta er í kjölfarið á að það vantar 120 milljónir í fjárauka sem að dómsmálaráðherra hefur verið neitað um, það vantar 200 milljónir í fjárlög fyrir næsta ár og það er bara til að viðhalda sama ástandi og er – ekki byggja upp meira fyrir félagsaðstoð og betrun, sem við myndum vilja sjá í fangelsunum,“ segir Björn Leví. „Ætti ekki að koma Birni á óvart“ Aðspurður segir dómsmálaráðherra að verið sé að grípa til aðgerða í málaflokknum. „Ástandið er alvarlegt og það ætti ekki að koma Birni á óvart frekar en öðrum af því ég hef ávarpað það nokkrum sinnum á þessu ári. Það er ekki rétt að það sé búið að neita mér um 120 milljónir í fjáraukanum núna, það einmitt er tekið mjög vel í þá beiðni mína og ég geri ráð fyrir því að þær breytingartillögur, ásamt öðrum auknum framlögum á fjárlögum næsta árs munu koma til fangelsismála,“ segir Jón. Dómsmálaráðherra bætir við að tillaga hans til fjármálaráðherra komi líklega fram við aðra umferð fjárlagaumræðunnar. Tölur sem aldrei hafa sést Jón bætir við að álagið sé miklu meira á fangelsum nú heldur en í fyrra. Það hafi skapað gríðarlega mikinn kostnað – enda ófyrirséð. „Við höfum séð hér upp í 60 manns í gæsluvarðhaldi í dag. 40 manns er algeng tala á þessu ári og þar af 20 manns á Suðurnesjum um langan tíma. Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, til að mynda í gæsluvarðhaldi. Síðan erum við með lengingu brota, það er að segja dómar eru lengri en þeir voru. Þegar þetta safnast allt saman þá eykur það álagið og við þurfum auðvitað að horfa til framtíðarlausna í fangelsismálum eins og ég hef ítrekað komið fram á og boðað breytingar í því,“ bætir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við.
Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira
Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47
Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41
Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08