Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 09:00 Björgvin Páll Gústavsson sló í gegn á Ólympíuleikunum í Peking. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. Björgvin var fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpinu Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland komst þar alla leið í úrslit og vann til silfurverðlauna. Íslendingar spiluðu átta leiki í Peking og farið verður yfir hvern þeirra í einum þætti af Stórasta landinu. Björgvin spilaði sinn fyrsta landsleik 2003 en fór ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en fimm árum seinna. Það voru Ólympíuleikarnir í Peking en það þótti nokkuð umdeilt þegar Guðmundur Guðmundsson valdi Björgvin fram yfir Birki Ívar Guðmundsson. Björgvin Páll ræðir við Sigfús Sigurðsson. Björgvin Páll var þarna á sínu fyrsta stórmóti en Sigfús á því síðasta.vísir/vilhelm „Birkir Ívar hafði verið þarna í svolítið langan tíma. Mjög góður og stöðugur markvörður en við höfðum verið í smá brasi með markvörsluna á mótunum á undan og mér leið smá eins og ég ætti að vera x-faktor. Það var smá óvissa sem fylgdi mér. Það var hroki og egó í mér og ég var ekkert smeykur við þetta,“ sagði Björgvin sem hefur farið á öll stórmót frá Ólympíuleikunum í Peking. Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking en Björgvin byrjaði ekki í markinu, heldur Hreiðar Levý Guðmundsson. Björgvin kom hins vegar inn á í fyrri hálfleik en var lengi í gang. „Við vorum í brasi í vörninni en sérstaklega við markverðirnir. Ég held við höfum varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hreiðar byrjaði leikinn en komst ekki í takt. Svo kom ég inn á en komst heldur ekki í takt,“ sagði Björgvin. En eitt varið skot breytti öllu fyrir hann. „Ég náði að verja bolta þegar það voru svona fimmtán sekúndur eftir af fyrri hálfleik og það gerði það kannski að verkum að ég byrjaði þann seinni. Ég hugsaði, þetta er fyrsti leikurinn og ef ég kem núna verður framhaldið auðveldara. Aðeins að sýna hver ég er. Það var í kollinum þegar ég byrjaði seinni hálfleikinn.“ Björgvin var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og Ísland vann tveggja marka sigur, 33-31. Og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Hlusta má á fyrsta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Stórasta landið Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Björgvin var fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpinu Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland komst þar alla leið í úrslit og vann til silfurverðlauna. Íslendingar spiluðu átta leiki í Peking og farið verður yfir hvern þeirra í einum þætti af Stórasta landinu. Björgvin spilaði sinn fyrsta landsleik 2003 en fór ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en fimm árum seinna. Það voru Ólympíuleikarnir í Peking en það þótti nokkuð umdeilt þegar Guðmundur Guðmundsson valdi Björgvin fram yfir Birki Ívar Guðmundsson. Björgvin Páll ræðir við Sigfús Sigurðsson. Björgvin Páll var þarna á sínu fyrsta stórmóti en Sigfús á því síðasta.vísir/vilhelm „Birkir Ívar hafði verið þarna í svolítið langan tíma. Mjög góður og stöðugur markvörður en við höfðum verið í smá brasi með markvörsluna á mótunum á undan og mér leið smá eins og ég ætti að vera x-faktor. Það var smá óvissa sem fylgdi mér. Það var hroki og egó í mér og ég var ekkert smeykur við þetta,“ sagði Björgvin sem hefur farið á öll stórmót frá Ólympíuleikunum í Peking. Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking en Björgvin byrjaði ekki í markinu, heldur Hreiðar Levý Guðmundsson. Björgvin kom hins vegar inn á í fyrri hálfleik en var lengi í gang. „Við vorum í brasi í vörninni en sérstaklega við markverðirnir. Ég held við höfum varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hreiðar byrjaði leikinn en komst ekki í takt. Svo kom ég inn á en komst heldur ekki í takt,“ sagði Björgvin. En eitt varið skot breytti öllu fyrir hann. „Ég náði að verja bolta þegar það voru svona fimmtán sekúndur eftir af fyrri hálfleik og það gerði það kannski að verkum að ég byrjaði þann seinni. Ég hugsaði, þetta er fyrsti leikurinn og ef ég kem núna verður framhaldið auðveldara. Aðeins að sýna hver ég er. Það var í kollinum þegar ég byrjaði seinni hálfleikinn.“ Björgvin var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og Ísland vann tveggja marka sigur, 33-31. Og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Hlusta má á fyrsta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Stórasta landið Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira