„Það er alveg ljóst að við fórum offari“ Snorri Másson skrifar 26. nóvember 2022 10:00 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir ljóst að Íslendingar hafi farið offari í aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 á sínum tíma. „Sérstaklega gagnvart þeim hópum sem við áttum ekki að fara offari gegn,“ segir Grímur í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. „Við tölum um ungt fólk, en líka eldri borgarar, sem eiga nokkur ár eftir og jafnvel ekki mörg. Þeir máttu ekki hitta ættingja, ekki félagana í borðsalnum, og til að vernda þá fyrir einhverju. Við vissum auðvitað ekki betur og við vorum hrædd, en það er ekki góð nálgun.“ Rætt var við Grím í Íslandi í dag, þar sem rifjað var upp ýmislegt misskemmtilegt frá tímum faraldursins, en einnig vikið sérstaklega að stöðu framhaldsskólanema. Til er kynslóð framhaldsskólanema sem lifði nærri alla skólagönguna án félagslífs, sem er ekki án afleiðinga fyrir líðan hópsins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að veita þurfi geðheilbrigði landsmanna meiri athygli.Vísir/Vilhelm Hörmuleg hugmynd Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ályktað um að stytta beri skólagöngu íslenskra ungmenna þannig, að þau klári nám átján ára. Hugmyndin fer öfugt ofan í menntaskólanema sem rætt er við í þættinum að ofan og Grímur rifjar upp síðustu styttingu og segir hörmulega hugmynd að halda styttingu náms áfram: „Þegar við fórum í þessa styttingu voru aðilar sem vöruðu við þessari nálgun og bentu á að þetta væri fyrst og fremst hagræðing. Við erum talsvert í hagræðingu alltaf.“ „Af hverju er þetta staðan?“ Grímur segir sæta furðu að ástand mála í geðheilbrigði þjóðarinnar rati ekki í fréttir með sama hætti og til dæmis aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum. „Eins og þessir krakkar sem eru í tíunda bekk. 27% stúlkna í tíunda bekk eru ánægðar með líf sitt. Af hverju er það staðan? Samfélagsmiðlarnir, Covid og fleira hefur mikil áhrif, en það eru vísbendingar um þetta í langan tíma,“ segir Grímur. Að sögn Gríms stafar vandinn einnig af samfélagsgerðinni og hann segir að fólk þurfi meiri tíma með börnunum sínum, en ekki að hagsmunir atvinnulífsins ráði því að nýbakaðir foreldrar losi sem fyrst við börn sín eitthvert annað. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Ísland í dag Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
„Sérstaklega gagnvart þeim hópum sem við áttum ekki að fara offari gegn,“ segir Grímur í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. „Við tölum um ungt fólk, en líka eldri borgarar, sem eiga nokkur ár eftir og jafnvel ekki mörg. Þeir máttu ekki hitta ættingja, ekki félagana í borðsalnum, og til að vernda þá fyrir einhverju. Við vissum auðvitað ekki betur og við vorum hrædd, en það er ekki góð nálgun.“ Rætt var við Grím í Íslandi í dag, þar sem rifjað var upp ýmislegt misskemmtilegt frá tímum faraldursins, en einnig vikið sérstaklega að stöðu framhaldsskólanema. Til er kynslóð framhaldsskólanema sem lifði nærri alla skólagönguna án félagslífs, sem er ekki án afleiðinga fyrir líðan hópsins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að veita þurfi geðheilbrigði landsmanna meiri athygli.Vísir/Vilhelm Hörmuleg hugmynd Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ályktað um að stytta beri skólagöngu íslenskra ungmenna þannig, að þau klári nám átján ára. Hugmyndin fer öfugt ofan í menntaskólanema sem rætt er við í þættinum að ofan og Grímur rifjar upp síðustu styttingu og segir hörmulega hugmynd að halda styttingu náms áfram: „Þegar við fórum í þessa styttingu voru aðilar sem vöruðu við þessari nálgun og bentu á að þetta væri fyrst og fremst hagræðing. Við erum talsvert í hagræðingu alltaf.“ „Af hverju er þetta staðan?“ Grímur segir sæta furðu að ástand mála í geðheilbrigði þjóðarinnar rati ekki í fréttir með sama hætti og til dæmis aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum. „Eins og þessir krakkar sem eru í tíunda bekk. 27% stúlkna í tíunda bekk eru ánægðar með líf sitt. Af hverju er það staðan? Samfélagsmiðlarnir, Covid og fleira hefur mikil áhrif, en það eru vísbendingar um þetta í langan tíma,“ segir Grímur. Að sögn Gríms stafar vandinn einnig af samfélagsgerðinni og hann segir að fólk þurfi meiri tíma með börnunum sínum, en ekki að hagsmunir atvinnulífsins ráði því að nýbakaðir foreldrar losi sem fyrst við börn sín eitthvert annað.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Ísland í dag Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira