Vilja taka skýrslu af varaforseta Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 08:33 Æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump hrópaði meðal annars slagorð um að hengja Mike Pence þegar hann réðst á Bandaríkjaþing 6. janúar árið 2021. Trump hafði egnt fólkið gegn varaforseta sínum með því að telja því ranglega trú um að Pence hefði völd til þess að stöðva staðfestingu kosningaúrslitanna. Getty/Saul Loeb Bandaríska dómsmálaráðuneytið vill taka vitnaskýrslu af Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, í tengslum við sakamálarannsókn á tilraunum Donalds Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Pence er sagður opinn fyrir því að gefa skýrslu. Nokkrum fjölda háttsettra embættismanna í stjórn Trump hefur verið stefnt til þess að gefa skýrslu í rannsókninni sem beinist að tilraunum fyrrverandi forsetans og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna, meðal annars með ráðabruggi um að senda Bandaríkjaþingi rangar upplýsingar um kjörmenn lykilríkja sem Trump tapaði. Pence hefur ekki viljað ræða við þverpólitíska nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra en hann er sagður líta rannsókn ráðuneytisins öðrum augum. Að sögn New York Times gæti það þó tekið fleiri mánuði að fá Pence til þess að gefa skýrslu um það sem hann varð vitni að fyrir og eftir kosningarnar þar sem Trump gæti beitt ýmsum brögðum til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Trump hefur þannig áður reynt að koma í veg fyrir að nánustu ráðgjafar Pence gæfu skýrslu á þeim forsendum að þeir væru bundnir trúnaði gagnvart forseta. Honum hefur ekki tekist að stöðva þær skýrslutökur en hins vegar hefur það hægt verulega á rannsókninni. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýlega sérstakan rannsakanda yfir rannsókninni á tilraunum Trump til að sitja áfram sem forseti og leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embættinu. Það gerði hann eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Nokkrum fjölda háttsettra embættismanna í stjórn Trump hefur verið stefnt til þess að gefa skýrslu í rannsókninni sem beinist að tilraunum fyrrverandi forsetans og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna, meðal annars með ráðabruggi um að senda Bandaríkjaþingi rangar upplýsingar um kjörmenn lykilríkja sem Trump tapaði. Pence hefur ekki viljað ræða við þverpólitíska nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra en hann er sagður líta rannsókn ráðuneytisins öðrum augum. Að sögn New York Times gæti það þó tekið fleiri mánuði að fá Pence til þess að gefa skýrslu um það sem hann varð vitni að fyrir og eftir kosningarnar þar sem Trump gæti beitt ýmsum brögðum til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Trump hefur þannig áður reynt að koma í veg fyrir að nánustu ráðgjafar Pence gæfu skýrslu á þeim forsendum að þeir væru bundnir trúnaði gagnvart forseta. Honum hefur ekki tekist að stöðva þær skýrslutökur en hins vegar hefur það hægt verulega á rannsókninni. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýlega sérstakan rannsakanda yfir rannsókninni á tilraunum Trump til að sitja áfram sem forseti og leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embættinu. Það gerði hann eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37