Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2022 11:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. Þetta sagði Katrín við fréttamann að loknum fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Hún segir að fundurinn hafi fyrst og fremst verið að hennar ósk til að ræða við þessa aðila, fá þeirra mat á stöðunni í kjaraviðræðum og þá sér í lagi eftir tíðindi gærdagsins þar sem Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta. „[Aðilar vinnumarkaðarins] munu auðvitað fara yfir þetta með sínu baklandi núna, hver áhrif þessarar vaxtaákvörðunar verða. En ég var fyrst og fremst að ítreka vilja stjórnvalda til að gera það sem í okkar valdi til að greiða fyrir þessum samningum,“ sagði Katrín. Ertu sammála því mati aðila vinnumarkaðarins að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tímapunkti hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað þannig að það er Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir og það er ekki svo að það er framkvæmdavaldið sem hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það. Hins vegar vildi ég fyrst og fremst með þessum fundi ítreka okkar vilja til greiða fyrir samningum ef slíkir farsælir og skynsamlegir samningar verða í sjónmáli einhvern tímann á næstunni,“ segir Katrín. Að fara yfir málin sín á milli Forsætisráðherra segist ekki hafa nefnt á fundinum einhver sérstök atriði varðandi mögulega aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga á almennum markaði. „Við erum bara að fara yfir þetta okkar á milli. Þetta er auðvitað ekki fyrsti fundurinn sem ég á með aðilum vinnumarkaðarins í þessum aðdraganda.“ Hún segir að það verði að koma í ljós hvort að fundirnir verði fleiri. Skammtímasamningur mögulega fýsilegri kostur Aðspurð um hvort að mögulegt verði að framlengja á einhvern hátt Lífskjarasamninginn segir Katrín: „Ég held að allir aðilar átti sig á því að þróun efnahagsmála í heiminum hafi verið okkur ekkert sérlega hagfelld. Fyrst faraldur, svo stríðsátök, verðbólga og markháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir því að óvissan er töluverð sem mögulega kann að gera skammtímasamning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ segir Katrín. Hún segir að auðvitað væri það mjög slæmt ef það myndi slitna upp úr kjaraviðræðum nú. „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er hagur okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað á launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Þetta sagði Katrín við fréttamann að loknum fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Hún segir að fundurinn hafi fyrst og fremst verið að hennar ósk til að ræða við þessa aðila, fá þeirra mat á stöðunni í kjaraviðræðum og þá sér í lagi eftir tíðindi gærdagsins þar sem Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta. „[Aðilar vinnumarkaðarins] munu auðvitað fara yfir þetta með sínu baklandi núna, hver áhrif þessarar vaxtaákvörðunar verða. En ég var fyrst og fremst að ítreka vilja stjórnvalda til að gera það sem í okkar valdi til að greiða fyrir þessum samningum,“ sagði Katrín. Ertu sammála því mati aðila vinnumarkaðarins að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tímapunkti hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað þannig að það er Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir og það er ekki svo að það er framkvæmdavaldið sem hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það. Hins vegar vildi ég fyrst og fremst með þessum fundi ítreka okkar vilja til greiða fyrir samningum ef slíkir farsælir og skynsamlegir samningar verða í sjónmáli einhvern tímann á næstunni,“ segir Katrín. Að fara yfir málin sín á milli Forsætisráðherra segist ekki hafa nefnt á fundinum einhver sérstök atriði varðandi mögulega aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga á almennum markaði. „Við erum bara að fara yfir þetta okkar á milli. Þetta er auðvitað ekki fyrsti fundurinn sem ég á með aðilum vinnumarkaðarins í þessum aðdraganda.“ Hún segir að það verði að koma í ljós hvort að fundirnir verði fleiri. Skammtímasamningur mögulega fýsilegri kostur Aðspurð um hvort að mögulegt verði að framlengja á einhvern hátt Lífskjarasamninginn segir Katrín: „Ég held að allir aðilar átti sig á því að þróun efnahagsmála í heiminum hafi verið okkur ekkert sérlega hagfelld. Fyrst faraldur, svo stríðsátök, verðbólga og markháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir því að óvissan er töluverð sem mögulega kann að gera skammtímasamning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ segir Katrín. Hún segir að auðvitað væri það mjög slæmt ef það myndi slitna upp úr kjaraviðræðum nú. „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er hagur okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað á launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira