Vilji til þess að leysa hlutina í sameiningu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 24. nóvember 2022 20:33 Aðalgeir Ástvaldsson er formaður SVEIT Stöð 2 Talsverður styr hefur staðið um næturlíf Reykjavíkur að undanförnu en til viðbótar við ofbeldismálin sem hafa verið í fréttum hefur skapast talsverð umræða um hávaða frá skemmtistöðum eins og við sögðum frá í kvöldfréttatíma okkar í gær. Íbúar hafa kvartað yfir hávaða, of miklum bassa sem glymur milli húsa og þá hafa hótelrekendur jafnvel þurft að endurgreiða gestum vegna hávaðakvartana. Kristófer Oliversson er formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann segir sambýlið oftast ganga vel þó auðvitað verði stundum núningur á milli aðila. „Við lifum hvor á öðrum og nauðsynlegt að vera saman í þessu en það er í þessu eins og öðru, hann er vandrataður hinn gullni meðalvegur. Við viljum hafa lifandi borg og gott og skemmtilegt mannlíf og viljum líka geta sofið á nóttunni. Svo þetta er og hefur verið og mun verða togstreita þarna á milli svona í einstaka tilfellum,“ sagði Kristófer í samtali við fréttastofu. Vilja leysa málið í sameiningu Aðalgeir Ástvaldsson, formaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn alla af vilja gerða til þess að koma til móts við kvartanir íbúa. Pláss sé fyrir alls konar rekstur í miðbænum. „Við höfum verið frá því í vor á fundum með borgarráði varðandi hávaðamál og önnur mál sem er hægt að taka á. Við höfum unnið með ríkislögreglustjóra, heilbrigðiseftirliti og aðilum innan borgarinnar sem hefur bara gengið mjög vel. Svosem ekkert óeðlilegt að íbúar hafi eitthvað að segja um þessi mál en við viljum klárlega bara leysa þetta í sameiningu,“ sagði Aðalgeir. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Íbúar hafa kvartað yfir hávaða, of miklum bassa sem glymur milli húsa og þá hafa hótelrekendur jafnvel þurft að endurgreiða gestum vegna hávaðakvartana. Kristófer Oliversson er formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann segir sambýlið oftast ganga vel þó auðvitað verði stundum núningur á milli aðila. „Við lifum hvor á öðrum og nauðsynlegt að vera saman í þessu en það er í þessu eins og öðru, hann er vandrataður hinn gullni meðalvegur. Við viljum hafa lifandi borg og gott og skemmtilegt mannlíf og viljum líka geta sofið á nóttunni. Svo þetta er og hefur verið og mun verða togstreita þarna á milli svona í einstaka tilfellum,“ sagði Kristófer í samtali við fréttastofu. Vilja leysa málið í sameiningu Aðalgeir Ástvaldsson, formaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn alla af vilja gerða til þess að koma til móts við kvartanir íbúa. Pláss sé fyrir alls konar rekstur í miðbænum. „Við höfum verið frá því í vor á fundum með borgarráði varðandi hávaðamál og önnur mál sem er hægt að taka á. Við höfum unnið með ríkislögreglustjóra, heilbrigðiseftirliti og aðilum innan borgarinnar sem hefur bara gengið mjög vel. Svosem ekkert óeðlilegt að íbúar hafi eitthvað að segja um þessi mál en við viljum klárlega bara leysa þetta í sameiningu,“ sagði Aðalgeir.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira