VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2022 08:47 Ragnar Þór Jónsson formaður VR sagði fyrir fund með forsætisráðherra í gær að með vaxtahækkun Seðlabankans væri ætlast til að vinnandi fólk greiddi fyrir eyðslu efsta lags samfélagsins. Vísir/Vilhelm VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. Á fundinum lýsti Bjarni yfir stuðningi við vaxtaákvörðun Seðlabankans samkvæmt grein Innherja í gær. Bjarni hefði sagt vinnumarkaðinn vera „raunverulega vandamálið“ vegna þess hversu lítill samhljómur væri í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Krafist væri bæði krónutöluhækkana og að miðað yrði við stöðu verðbólgunnar núna. „Við sem þjóð værum föst í að biðja alltaf um meira og meira en þjóðarbúið stæði undir hverju sinni." Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til 14 mánaða. Samkvæmt heimildum fréttastofu buðu Samtök atvinnulífsins upp á að laun hækkuðu að lágmarki um 17 þúsund krónur á samningstímanum og aldrei meira en um 30 þúsund. Hagvaxtarauki sem koma á til greiðslu í maí á næsta ári samkvæmt fyrri samningum reiknaðist inn í þá tölu. Fulltrúar VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands lífeyrissjóða funduðu með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi. Eftir það sleit VR viðræðunum við SA.Stöð 2/Sigurjón Samningafundi hjá ríkissáttasemjara lauk upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á þriðjudag. Samninganefndir VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna funda hver um sig núna klukkan níu til að ráða ráðum sínum eftir að VR sleit sig frá viðræðunum í gærkveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu aðila vinnumarkaðarins til fundar með stuttum fyrirvara í gærmorgun eftir að upp úr sauð hjá samningsaðilum vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkun seðlabankans. Eftir þann fund voru menn heldur bjartsýnni enda hefði forsætisráðherra lýst vilja stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Eftir það lýsti fjármálaráðherra stöðunni hins vegar eins og að framan greinir á fundi Viðskiptaráðs sem samkvæmt heimildum fréttastofu var eins og að skvett hefði verið olíu á eld. Þar sagði hann einnig að kröfur verkalýðsfélaganna væru óraunhæfar. „Við þurfum aðeins að vakna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs – undir yfirskriftinni: Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? – og nefndi að þótt vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi „verið köld vatnsgusa“fyrir suma þá kunni hún að hafa sent nauðsynleg skilaboð til aðila vinnumarkaðarins," segir á Innherja í gær. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Á fundinum lýsti Bjarni yfir stuðningi við vaxtaákvörðun Seðlabankans samkvæmt grein Innherja í gær. Bjarni hefði sagt vinnumarkaðinn vera „raunverulega vandamálið“ vegna þess hversu lítill samhljómur væri í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Krafist væri bæði krónutöluhækkana og að miðað yrði við stöðu verðbólgunnar núna. „Við sem þjóð værum föst í að biðja alltaf um meira og meira en þjóðarbúið stæði undir hverju sinni." Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til 14 mánaða. Samkvæmt heimildum fréttastofu buðu Samtök atvinnulífsins upp á að laun hækkuðu að lágmarki um 17 þúsund krónur á samningstímanum og aldrei meira en um 30 þúsund. Hagvaxtarauki sem koma á til greiðslu í maí á næsta ári samkvæmt fyrri samningum reiknaðist inn í þá tölu. Fulltrúar VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands lífeyrissjóða funduðu með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi. Eftir það sleit VR viðræðunum við SA.Stöð 2/Sigurjón Samningafundi hjá ríkissáttasemjara lauk upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á þriðjudag. Samninganefndir VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna funda hver um sig núna klukkan níu til að ráða ráðum sínum eftir að VR sleit sig frá viðræðunum í gærkveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu aðila vinnumarkaðarins til fundar með stuttum fyrirvara í gærmorgun eftir að upp úr sauð hjá samningsaðilum vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkun seðlabankans. Eftir þann fund voru menn heldur bjartsýnni enda hefði forsætisráðherra lýst vilja stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Eftir það lýsti fjármálaráðherra stöðunni hins vegar eins og að framan greinir á fundi Viðskiptaráðs sem samkvæmt heimildum fréttastofu var eins og að skvett hefði verið olíu á eld. Þar sagði hann einnig að kröfur verkalýðsfélaganna væru óraunhæfar. „Við þurfum aðeins að vakna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs – undir yfirskriftinni: Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? – og nefndi að þótt vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi „verið köld vatnsgusa“fyrir suma þá kunni hún að hafa sent nauðsynleg skilaboð til aðila vinnumarkaðarins," segir á Innherja í gær.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21