Harmar viðræðuslit Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2022 12:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum. Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. „Ég harma það að sjálfsögðu að þetta hafi verið niðurstaða VR að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti og vona að næstu dagar feli í sér einhverja opnun þannig að hægt sé að setjast aftur að samningaborðinu,“ sagði Katrín að loknum ríksstjórnarfundi í morgun. Katrín boðaði aðila vinnumarkaðarins á nokkuð óvæntan fund í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðuna. Nokkurrar bjartsýni gætti eftir þann fund, sem virðist nú að engu orðin. „Ég batt vonir við það í gær, eftir okkar fund, að það væru þó einhverjir fletir á einhvers konar skammtímasamningi. Það lítur ekki út fyrir það í augnablikinu og það er auðvitað mjög miður,“ sagði Katrín. Svo virðist sem að orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á fundi Viðskiptaráðs í gær, hafi hleypt illu blóði í samninganefn VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nefndi þau sem eina af ástæðu viðræðuslita í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þar sagði hann forsætisráðherra segja eitt, en fjármálaráðherra annað. Katrín segir hins vegar að afstaða stjórnvalda gagnvart mögulegri aðkomu að kjarasamningum sé skýr. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun.Vísir/Vilhelm „Það liggur algjörlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algjörlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ sagði Katrín. Engin óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um þessi möguleg skref. „Það er engin óeining um það hvernig ríkisvaldið eigi að koma að samningum en að sjálfsögðu höfum ólíka pólitíska sýn á þessum málum öllu saman. En það er engin óeining um það hver við teljum að aðkoma stjórnvalda eigi að vera.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. „Ég harma það að sjálfsögðu að þetta hafi verið niðurstaða VR að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti og vona að næstu dagar feli í sér einhverja opnun þannig að hægt sé að setjast aftur að samningaborðinu,“ sagði Katrín að loknum ríksstjórnarfundi í morgun. Katrín boðaði aðila vinnumarkaðarins á nokkuð óvæntan fund í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðuna. Nokkurrar bjartsýni gætti eftir þann fund, sem virðist nú að engu orðin. „Ég batt vonir við það í gær, eftir okkar fund, að það væru þó einhverjir fletir á einhvers konar skammtímasamningi. Það lítur ekki út fyrir það í augnablikinu og það er auðvitað mjög miður,“ sagði Katrín. Svo virðist sem að orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á fundi Viðskiptaráðs í gær, hafi hleypt illu blóði í samninganefn VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nefndi þau sem eina af ástæðu viðræðuslita í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þar sagði hann forsætisráðherra segja eitt, en fjármálaráðherra annað. Katrín segir hins vegar að afstaða stjórnvalda gagnvart mögulegri aðkomu að kjarasamningum sé skýr. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun.Vísir/Vilhelm „Það liggur algjörlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algjörlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ sagði Katrín. Engin óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um þessi möguleg skref. „Það er engin óeining um það hvernig ríkisvaldið eigi að koma að samningum en að sjálfsögðu höfum ólíka pólitíska sýn á þessum málum öllu saman. En það er engin óeining um það hver við teljum að aðkoma stjórnvalda eigi að vera.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04
VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47