Bjarni hafi mætt með bensínbrúsa inn í erfiðar kjaraviðræður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 12:01 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir orð fjármálaráðherra um verkalýðinn í kjaraviðræðum hafa verið ógætileg. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummæli fjármálaráðherra um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið í kjaraviðræðum vera óheppileg. Á sama tíma og forsætisráðherra reyni að slökkva elda helli fjármálaráðherra bensíni á eldinn. Greint var frá því á Innherja fyrr í vikunni að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi sagt í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs að vinnumarkaðurinn væri vandamálið í kjaraviðræðum. Kröfur verkalýðsfélaganna um krónutöluhækkanir og prósentutöluhækkanir væru óraunhæfar. Ráðherrann sagði í samtali við fréttastofu í gær að þessi ummæli hafi verið sanngjörn. „Já, mér finnst það , að það sé sanngjarnt. Af því það er enginn samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Viðer um ekki með neitt samkomulag um það að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna hvert svigrúmið er og láta lotuna svo snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummælin óheppileg. „Og sýnir kannski að fjármálaráðherra virðist ekki hafa skilning á samhengi hlutanna. Þarna erum við að vinna með mjög flókið samspil, sem snýst um ríkisfjármál, rekstrarumhverfi fyrirtkæja og svo blákaldan veruleika almennings. Það er auðvitað ekkert hægt að slíta þetta úr samhengi eins og hann gerði,“ segir Logi. Kjaraviðræður framundan séu greinilega flóknar en þar séu augljósar ástæður að baki. „Við höfum verið að sjá fjárlög eftir fjárlög þar sem húsnæðismarkaðurinn er brotinn, heilbrigðiskerfið undirfjármagnað og velferðarkerfið veikt. Í þeim aðstæðum skilur maður raunveruleika launafólks en það held ég að fjármálaráðherra geri því miður ekki.“ Samkomulag verði að nást milli atvinnulífs, verkalýðs og ríkis og allir þurfi að gæta sín í samskiptum í þeim viðræðum. „Á sama tíma og forsætisráðherra kallar aðila til sín og virðist ætla að slökkva elda kemur hann með bensínbrúsann,“ segir Logi. Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01 Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Greint var frá því á Innherja fyrr í vikunni að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi sagt í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs að vinnumarkaðurinn væri vandamálið í kjaraviðræðum. Kröfur verkalýðsfélaganna um krónutöluhækkanir og prósentutöluhækkanir væru óraunhæfar. Ráðherrann sagði í samtali við fréttastofu í gær að þessi ummæli hafi verið sanngjörn. „Já, mér finnst það , að það sé sanngjarnt. Af því það er enginn samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Viðer um ekki með neitt samkomulag um það að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna hvert svigrúmið er og láta lotuna svo snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummælin óheppileg. „Og sýnir kannski að fjármálaráðherra virðist ekki hafa skilning á samhengi hlutanna. Þarna erum við að vinna með mjög flókið samspil, sem snýst um ríkisfjármál, rekstrarumhverfi fyrirtkæja og svo blákaldan veruleika almennings. Það er auðvitað ekkert hægt að slíta þetta úr samhengi eins og hann gerði,“ segir Logi. Kjaraviðræður framundan séu greinilega flóknar en þar séu augljósar ástæður að baki. „Við höfum verið að sjá fjárlög eftir fjárlög þar sem húsnæðismarkaðurinn er brotinn, heilbrigðiskerfið undirfjármagnað og velferðarkerfið veikt. Í þeim aðstæðum skilur maður raunveruleika launafólks en það held ég að fjármálaráðherra geri því miður ekki.“ Samkomulag verði að nást milli atvinnulífs, verkalýðs og ríkis og allir þurfi að gæta sín í samskiptum í þeim viðræðum. „Á sama tíma og forsætisráðherra kallar aðila til sín og virðist ætla að slökkva elda kemur hann með bensínbrúsann,“ segir Logi.
Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01 Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21
Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01
Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31