Sigurður: Extra sætt að vinna á Akureyri Árni Gísli Magnússon skrifar 26. nóvember 2022 17:20 Sigurður Bragason var extra sáttur með sigurinn í dag. Vísir/Vilhelm ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Eyjakonur voru með yfirhöndina framan af en norðankonur komu vel inn í seinni hálfleik og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútu leiksins. „Ég bjóst við sigri en ekki þessari dramatík. Ég fór alveg inn í þennan leik og ætlaði að vinna en þetta var fannst mér fulltæpt.“ ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik en KA/Þór kom sterkt inn í seinni hálfleik og voru búnar að jafna eftir 10. mínútur og úr varð jafn leikur. Hvað varð til þess? „Við bara slökum á, það er bara þannig, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur svo bara kemur hún Lydía á miðjunni, 16 ára, alveg frábær og bara algjört hrós á hana. Hún var bara að keppa við Sunnu og serbneskan landsliðsmann, frábæran markmann, og við bara áttum í algjöru basli með hana. Mér fannst Nathalia líka mjög góð, við áttum erfitt með þetta, þær skutu bara fram hjá okkur trekk í trekk. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara lélegur en það kom kraftur síðustu fimm mínúturnar og ég ætla gefa stelpunum það að ég verð ekki brjálaður inni í klefa.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki íBV með 15 varða bolta sem gerir 42% markvörslu. „Hún var mjög góð í fyrri. Hún datt aðeins niður þegar þær náðu okkur og fóru fram úr okkur þá datt hún svona aðeins út úr leiknum og það hjálpar aldrei en hún varði mikilvæga þrjá bolta og var góð.“ Sigurður var langt frá því að vera hissa að leikur þessara liða skyldi enda í eins mikilli dramatík og raun bar vitni. „Þetta er eiginlega alltaf svona, og alltaf einhvern veginn læti þó það séu 100 manns þá er alltaf stemming hérna og mér finnst æðislegt að vera hérna, það er nú bara þannig og ég er búinn að segja öllum þessum KA mönnum það hérna. Þetta er auðvitað gaman og þá er extra sætt fyrir mig, þó ég vilji ekki tala hátt hérna, að þá er extra sætt að vinna á Akureyri og það gera það ekkert allir.“ ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar og liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Við erum búin að tapa tveimur af átta sem eru gegn Stjörnunni og Val sem eru tvö bestu liðin og við erum að koma Önnu og Birnu inn þannig þetta er á réttri leið og við erum inni í evrópukeppni líka þannig þetta er búið að vera bara skemmtilegt haust. Við erum að fara til Madeira á þriðjudaginn og verðum þar í viku þannig að þetta er bara gaman en ef við ætlum að ná þessum toppsætum verðum við aðeins að spyrna í“, sagði Sigurður að endingu. Olís-deild kvenna ÍBV KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
„Ég bjóst við sigri en ekki þessari dramatík. Ég fór alveg inn í þennan leik og ætlaði að vinna en þetta var fannst mér fulltæpt.“ ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik en KA/Þór kom sterkt inn í seinni hálfleik og voru búnar að jafna eftir 10. mínútur og úr varð jafn leikur. Hvað varð til þess? „Við bara slökum á, það er bara þannig, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur svo bara kemur hún Lydía á miðjunni, 16 ára, alveg frábær og bara algjört hrós á hana. Hún var bara að keppa við Sunnu og serbneskan landsliðsmann, frábæran markmann, og við bara áttum í algjöru basli með hana. Mér fannst Nathalia líka mjög góð, við áttum erfitt með þetta, þær skutu bara fram hjá okkur trekk í trekk. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara lélegur en það kom kraftur síðustu fimm mínúturnar og ég ætla gefa stelpunum það að ég verð ekki brjálaður inni í klefa.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki íBV með 15 varða bolta sem gerir 42% markvörslu. „Hún var mjög góð í fyrri. Hún datt aðeins niður þegar þær náðu okkur og fóru fram úr okkur þá datt hún svona aðeins út úr leiknum og það hjálpar aldrei en hún varði mikilvæga þrjá bolta og var góð.“ Sigurður var langt frá því að vera hissa að leikur þessara liða skyldi enda í eins mikilli dramatík og raun bar vitni. „Þetta er eiginlega alltaf svona, og alltaf einhvern veginn læti þó það séu 100 manns þá er alltaf stemming hérna og mér finnst æðislegt að vera hérna, það er nú bara þannig og ég er búinn að segja öllum þessum KA mönnum það hérna. Þetta er auðvitað gaman og þá er extra sætt fyrir mig, þó ég vilji ekki tala hátt hérna, að þá er extra sætt að vinna á Akureyri og það gera það ekkert allir.“ ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar og liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Við erum búin að tapa tveimur af átta sem eru gegn Stjörnunni og Val sem eru tvö bestu liðin og við erum að koma Önnu og Birnu inn þannig þetta er á réttri leið og við erum inni í evrópukeppni líka þannig þetta er búið að vera bara skemmtilegt haust. Við erum að fara til Madeira á þriðjudaginn og verðum þar í viku þannig að þetta er bara gaman en ef við ætlum að ná þessum toppsætum verðum við aðeins að spyrna í“, sagði Sigurður að endingu.
Olís-deild kvenna ÍBV KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43