Sigurður: Extra sætt að vinna á Akureyri Árni Gísli Magnússon skrifar 26. nóvember 2022 17:20 Sigurður Bragason var extra sáttur með sigurinn í dag. Vísir/Vilhelm ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Eyjakonur voru með yfirhöndina framan af en norðankonur komu vel inn í seinni hálfleik og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútu leiksins. „Ég bjóst við sigri en ekki þessari dramatík. Ég fór alveg inn í þennan leik og ætlaði að vinna en þetta var fannst mér fulltæpt.“ ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik en KA/Þór kom sterkt inn í seinni hálfleik og voru búnar að jafna eftir 10. mínútur og úr varð jafn leikur. Hvað varð til þess? „Við bara slökum á, það er bara þannig, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur svo bara kemur hún Lydía á miðjunni, 16 ára, alveg frábær og bara algjört hrós á hana. Hún var bara að keppa við Sunnu og serbneskan landsliðsmann, frábæran markmann, og við bara áttum í algjöru basli með hana. Mér fannst Nathalia líka mjög góð, við áttum erfitt með þetta, þær skutu bara fram hjá okkur trekk í trekk. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara lélegur en það kom kraftur síðustu fimm mínúturnar og ég ætla gefa stelpunum það að ég verð ekki brjálaður inni í klefa.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki íBV með 15 varða bolta sem gerir 42% markvörslu. „Hún var mjög góð í fyrri. Hún datt aðeins niður þegar þær náðu okkur og fóru fram úr okkur þá datt hún svona aðeins út úr leiknum og það hjálpar aldrei en hún varði mikilvæga þrjá bolta og var góð.“ Sigurður var langt frá því að vera hissa að leikur þessara liða skyldi enda í eins mikilli dramatík og raun bar vitni. „Þetta er eiginlega alltaf svona, og alltaf einhvern veginn læti þó það séu 100 manns þá er alltaf stemming hérna og mér finnst æðislegt að vera hérna, það er nú bara þannig og ég er búinn að segja öllum þessum KA mönnum það hérna. Þetta er auðvitað gaman og þá er extra sætt fyrir mig, þó ég vilji ekki tala hátt hérna, að þá er extra sætt að vinna á Akureyri og það gera það ekkert allir.“ ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar og liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Við erum búin að tapa tveimur af átta sem eru gegn Stjörnunni og Val sem eru tvö bestu liðin og við erum að koma Önnu og Birnu inn þannig þetta er á réttri leið og við erum inni í evrópukeppni líka þannig þetta er búið að vera bara skemmtilegt haust. Við erum að fara til Madeira á þriðjudaginn og verðum þar í viku þannig að þetta er bara gaman en ef við ætlum að ná þessum toppsætum verðum við aðeins að spyrna í“, sagði Sigurður að endingu. Olís-deild kvenna ÍBV KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
„Ég bjóst við sigri en ekki þessari dramatík. Ég fór alveg inn í þennan leik og ætlaði að vinna en þetta var fannst mér fulltæpt.“ ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik en KA/Þór kom sterkt inn í seinni hálfleik og voru búnar að jafna eftir 10. mínútur og úr varð jafn leikur. Hvað varð til þess? „Við bara slökum á, það er bara þannig, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur svo bara kemur hún Lydía á miðjunni, 16 ára, alveg frábær og bara algjört hrós á hana. Hún var bara að keppa við Sunnu og serbneskan landsliðsmann, frábæran markmann, og við bara áttum í algjöru basli með hana. Mér fannst Nathalia líka mjög góð, við áttum erfitt með þetta, þær skutu bara fram hjá okkur trekk í trekk. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara lélegur en það kom kraftur síðustu fimm mínúturnar og ég ætla gefa stelpunum það að ég verð ekki brjálaður inni í klefa.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki íBV með 15 varða bolta sem gerir 42% markvörslu. „Hún var mjög góð í fyrri. Hún datt aðeins niður þegar þær náðu okkur og fóru fram úr okkur þá datt hún svona aðeins út úr leiknum og það hjálpar aldrei en hún varði mikilvæga þrjá bolta og var góð.“ Sigurður var langt frá því að vera hissa að leikur þessara liða skyldi enda í eins mikilli dramatík og raun bar vitni. „Þetta er eiginlega alltaf svona, og alltaf einhvern veginn læti þó það séu 100 manns þá er alltaf stemming hérna og mér finnst æðislegt að vera hérna, það er nú bara þannig og ég er búinn að segja öllum þessum KA mönnum það hérna. Þetta er auðvitað gaman og þá er extra sætt fyrir mig, þó ég vilji ekki tala hátt hérna, að þá er extra sætt að vinna á Akureyri og það gera það ekkert allir.“ ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar og liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Við erum búin að tapa tveimur af átta sem eru gegn Stjörnunni og Val sem eru tvö bestu liðin og við erum að koma Önnu og Birnu inn þannig þetta er á réttri leið og við erum inni í evrópukeppni líka þannig þetta er búið að vera bara skemmtilegt haust. Við erum að fara til Madeira á þriðjudaginn og verðum þar í viku þannig að þetta er bara gaman en ef við ætlum að ná þessum toppsætum verðum við aðeins að spyrna í“, sagði Sigurður að endingu.
Olís-deild kvenna ÍBV KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43