Sósíalisti að morgni, kapítalisti að kveldi Jón Ingi Hákonarson skrifar 28. nóvember 2022 09:00 Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði. Aftur á móti er hann algjörlega mótfallinn lögmálum markaðarins þegar hann þarf að greiða fyrir aðganginn að fiskimiðunum. Þar vill hann halda öðrum frá og borga það verð sem stjórnmálamenn ákveða. Og ég sem hélt að gallharðir kapítalistar litu niður á hið sósíalíska kerfi. Greinilega bara stundum, alls ekki ef það hentar þeim. Það er kannski skilgreining þeirra á kapítalisma, hvað veit ég? En skilvirkt markaðshagkerfi er það ekki. Kvótakerfið var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngirni á skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það tókst ekki. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái sanngjarna hlutdeild í auðlindarentunni. Þess vegna skil ég ekki af hverju þráast er við að halda í úreltar sósíalískar hugmyndir um verðmyndun þegar kemur að veiðiheimildum. Auðvitað á ríkið að selja þær á markaði og fá sem hæst verð fyrir þær. Með því má ljúka við þriðju stoð kvótakerfisins, sanngirnina. Það skiptir máli að hafa sömu leikreglur alla virðiskeðjuna, er það ekki? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjávarútvegur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði. Aftur á móti er hann algjörlega mótfallinn lögmálum markaðarins þegar hann þarf að greiða fyrir aðganginn að fiskimiðunum. Þar vill hann halda öðrum frá og borga það verð sem stjórnmálamenn ákveða. Og ég sem hélt að gallharðir kapítalistar litu niður á hið sósíalíska kerfi. Greinilega bara stundum, alls ekki ef það hentar þeim. Það er kannski skilgreining þeirra á kapítalisma, hvað veit ég? En skilvirkt markaðshagkerfi er það ekki. Kvótakerfið var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngirni á skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það tókst ekki. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái sanngjarna hlutdeild í auðlindarentunni. Þess vegna skil ég ekki af hverju þráast er við að halda í úreltar sósíalískar hugmyndir um verðmyndun þegar kemur að veiðiheimildum. Auðvitað á ríkið að selja þær á markaði og fá sem hæst verð fyrir þær. Með því má ljúka við þriðju stoð kvótakerfisins, sanngirnina. Það skiptir máli að hafa sömu leikreglur alla virðiskeðjuna, er það ekki? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun